Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 30
 24. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● ísland er land mitt GEITARHRYGGVÖÐVI 2 geitarhryggvöðvar – snyrtir salt pipar 1 grein blóðberg olía til steikingar Hitið ofninn í 160° C. Steikið hryggvöðvana á vel heitri pönnu upp úr olíu, með blóð- berginu. Kryddið með salti og pipar. Setj- ið í ofninn og eldið í 5 mínútur. Takið kjötið út, látið það hvíla í 5 mínútur og eldið svo aftur í 5 mínútur. Leyfið aftur að hvíla í 5 til 10 mínútur áður en það er borið fram. BRENNT BLÓÐBERG 1 búnt blóðberg Setjið blóðbergið í pott með loki og leyf- ið því að brenna á hellunni í 3-4 klst., eða þar til það er orðið að kolsvartri ösku. At- hugið að fylgjast vel með pottinum á meðan svo ekkert fari úrskeiðis. KARTÖFLUMAUK MEÐ GEITAOSTI 3 bökunarkartöflur 100 ml léttmjólk 100 ml rjómi (má skipta út fyrir léttmjólk) 40 g smjör (má skipta út fyrir repjuolíu til dæmis) 40 g íslenskur geita-brie sítrónusafi salt Mýkið geitaostinn í örbylgjuofni og setjið svo í matvinnsluvél og maukið þar til falleg áferð fæst. Sjóðið kartöflurnar í hýðinu og skrælið eftir á. Blandið rjóm- anum, mjólkinni og smjörinu saman við kartöflurnar og hrærið rösklega í þeim yfir hita. Smakkið til með salti, sítrónu- safa og geitaostinum. Að endingu er maukið sigtað í gegnum fínt sigti til að fá fallega áferð. GULRÆTUR 1 poki litlar gulrætur vatn salt sítrónusafi repjuolía frá Borgúndarhólmi Skrælið gulræturnar og skerið til. Sjóðið þær í saltvatni, og gljáið loks með olíunni. Kryddið með örlitlu salti og sítrónusafa. Geit frá Möðrudal á Fjöllum með flauelsmjúkum kartöflum, geitaosti og gulrótum ásamt fersku og brenndu garðablóðbergi. Fyrir 4 Ólafur hefur mikla ánægju af því að elda íslenskt og sökum upprunans horfir hann sérstaklega til Austurlands. Á Austurlandi er að finna gnægtabrunn hráefnis í alls kyns matargerð sem mat- reiðslumaðurinn Ólafur Ág- ústsson kann að nýta til fulls. Matreiðslumaðurinn Ólafur Ágústsson, sem starfar á veit- ingahúsinu VOX, gerði sér lítið fyrir og sigraði landshlutakeppn- ina Íslenskt eldhús 2009 fyrir hönd Austurlands á dögunum en í henni öttu kappi matreiðslumenn frá Vestfjörðum, Norðurlandi, Austur- landi, Suðurlandi, höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum. Þeir notuðu allir hráefni frá viðkom- andi landshluta en fyrir Ólafi, sem er frá Egilsstöðum, lá beint við að velja hráefni að austan. „Ég hef stundum hugsað út í það hvort ég geti á einhverjum tíma- punkti einbeitt mér eingöngu að hráefni frá Austurlandi, enda úr nægu að velja,“ segir Ólafur og telur upp það helsta af vinnings- matseðlinum: „Ég var með bleikju og bygg með kræklingi í forrétt sem ég blandaði með fjörugrösum, gulrótum og öðru grænmeti. Í aðal- rétt var ég svo með geit frá Möðru- dal á fjöllum. Ég notaði hey til að reykja kartöflur og dreifði ösk- unni og alls kyns rótargrænmeti á diskinn. Í desertinn notaði ég skyr, þurrkaða mjólk, birki úr Hallorms- staðarskógi, sólber og rifsber.“ Bæði geitarrétturinn og des- ertinn eru nú á matseðli VOX en þar er eingöngu notað íslenskt og skandinavískt hráefni. „Þegar allt gengur upp endar rétturinn á borð- um gesta,“ segir Ólafur glaður í bragði. Hann sér það fyrir sér að hann muni halda áfram að elda ís- lenskt og ný-norrænt. „Þetta er heiðarleg eldamennska sem er holl og gefur hreint bragð auk þess sem ekki veitir af að styrkja íslenska framleiðslu.“ - ve Heiðarleg íslensk eldamennska Íslenskara gerist það ekki. Vinningsrétturinn er nú á matseðli VOX örlítið breyttur. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N www.alafoss.is Álafossvegur 23, Mosfellsbær S: 566 6303 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval nýsköp unarve rðlaun 2007 SAF SIGLING Þriggja daga sigling á skonnortunni Hauk HÚSAVÍK - FLATEY - SIGLUFJÖRÐUR - GRÍMSEY Laus pláss eru í eftirfarandi brottfarir: 5. júní, 12. júní, 19. júní, 14. ágúst og 21. ágúst. Nánari upplýsingar: www.nordursigling.is og í síma 464 7272 Laus plá s eru í eftirfarandi brottfarir: 14. ágúst og 21. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.