Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2009 9ísland er land mitt ● fréttablaðið ● Krakkar hafa misgaman af því að sækja söfn með foreldrum sínum og ekki allra tebolli að skoða lista- verk sem þeir eldri hafa kannski meira gaman af. Það er því um að gera að nýta þau skemmtilegu úti- listasöfn sem borgin á, svo sem Ás- mundarsafn og Listasafn Einars Jónssonar þar sem styttur þeirra standa úti við. Hægt er draga alla fjölskylduna þangað í feluleiki eins og Eina krónu og nýta stórar stytturnar í afbragðs felustaði og fræða ungviðið um leið um lista- mennina. Fræðandi feluleikur á útilistasöfnum Boðið er upp á kynningarafslátt á völdum dagsetningum í júlí á Hótel Hallormsstað en verðið gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði og morgunverði. Afslátturinn er gefinn í til- efni af því að nýir eigendur hafa nú tekið við Hótel Hallormsstað en snemma árs 2008 keypti Grái hundurinn ehf. meirihlutaeign í Hallormi, sem er gistiálma við grunnskólann. Á hótelinu eru 35 herbergi, öll með sér salernis- og sturtuaðstöðu, og beint á móti hót- elinu er sundlaug sem opin er yfir sumartímann. Hægt er að bóka í síma 471 2400 eða að senda tölvupóst á hotel701@ hotel701.is. Nánari upplýsingar má auk þess finna á vefsíðunni http:// hotel701.is. - hs Afsláttur í júlí Hallormsstaður er 25 kílómetra suður af Egilsstöðum, sem tekur innan við hálftíma að aka. Þar er bæði gróðursælt og milt veðurfar. MYND/SMK Listasafn Einars Jónssonar er stórskemmtilegur útivistarstaður. Gönguferð frá Aðalvík til Hest- eyrar er á meðal dagsferða sem Vesturferðir bjóða upp á í sumar. Aðalvík er þrungin sögu og er til dæmis umkringd tveim herstöðv- um úr seinna stríði en Hesteyri er merkileg fyrir margra hluta sakir. Þar byggðist upp þyrping húsa á þarsíðustu öld þegar Norðmenn byggðu þar síldar- og hvalveiðistöð árið 1894 og standa mörg þeirra enn í dag. Þar hefur auk þess orðið æ gróðursælla eftir að beit sauð- fjár var hætt og er fuglalífið ein- staklega fjölskrúðugt. Á heimasíðu Vesturferða www. vesturferdir.is segir að ferðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja fá örlítið sýnishorn af því hvernig fjöllin, húsin, gróðurinn og fjarlægðin frá GSM-sambandinu spila saman. Lagt er af stað sjóleiðina frá Ísa- firði að Sæbóli í Aðalvík klukk- an níu að morgni göngudags og er Staðardalurinn genginn að kirkju sem þar stendur. Gengið er þaðan upp Fannadal og inn Hesteyrar- brúnir að Hesteyri. Á leiðinni sést vel um Djúp, Jökulfjörð og upp á Drangajökul. Gangan, sem er miðlungserfið, er fjórtán kílómetra löng og þar af er um 400 metra hækkun með nokkuð grófu undirlagi. - ve Gengið um söguslóðir Læknishúsið er á meðal þeirra húsa sem vitna um lífið á Hesteyri á árum áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.