Fréttablaðið - 24.06.2009, Síða 31

Fréttablaðið - 24.06.2009, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2009 9ísland er land mitt ● fréttablaðið ● Krakkar hafa misgaman af því að sækja söfn með foreldrum sínum og ekki allra tebolli að skoða lista- verk sem þeir eldri hafa kannski meira gaman af. Það er því um að gera að nýta þau skemmtilegu úti- listasöfn sem borgin á, svo sem Ás- mundarsafn og Listasafn Einars Jónssonar þar sem styttur þeirra standa úti við. Hægt er draga alla fjölskylduna þangað í feluleiki eins og Eina krónu og nýta stórar stytturnar í afbragðs felustaði og fræða ungviðið um leið um lista- mennina. Fræðandi feluleikur á útilistasöfnum Boðið er upp á kynningarafslátt á völdum dagsetningum í júlí á Hótel Hallormsstað en verðið gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði og morgunverði. Afslátturinn er gefinn í til- efni af því að nýir eigendur hafa nú tekið við Hótel Hallormsstað en snemma árs 2008 keypti Grái hundurinn ehf. meirihlutaeign í Hallormi, sem er gistiálma við grunnskólann. Á hótelinu eru 35 herbergi, öll með sér salernis- og sturtuaðstöðu, og beint á móti hót- elinu er sundlaug sem opin er yfir sumartímann. Hægt er að bóka í síma 471 2400 eða að senda tölvupóst á hotel701@ hotel701.is. Nánari upplýsingar má auk þess finna á vefsíðunni http:// hotel701.is. - hs Afsláttur í júlí Hallormsstaður er 25 kílómetra suður af Egilsstöðum, sem tekur innan við hálftíma að aka. Þar er bæði gróðursælt og milt veðurfar. MYND/SMK Listasafn Einars Jónssonar er stórskemmtilegur útivistarstaður. Gönguferð frá Aðalvík til Hest- eyrar er á meðal dagsferða sem Vesturferðir bjóða upp á í sumar. Aðalvík er þrungin sögu og er til dæmis umkringd tveim herstöðv- um úr seinna stríði en Hesteyri er merkileg fyrir margra hluta sakir. Þar byggðist upp þyrping húsa á þarsíðustu öld þegar Norðmenn byggðu þar síldar- og hvalveiðistöð árið 1894 og standa mörg þeirra enn í dag. Þar hefur auk þess orðið æ gróðursælla eftir að beit sauð- fjár var hætt og er fuglalífið ein- staklega fjölskrúðugt. Á heimasíðu Vesturferða www. vesturferdir.is segir að ferðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja fá örlítið sýnishorn af því hvernig fjöllin, húsin, gróðurinn og fjarlægðin frá GSM-sambandinu spila saman. Lagt er af stað sjóleiðina frá Ísa- firði að Sæbóli í Aðalvík klukk- an níu að morgni göngudags og er Staðardalurinn genginn að kirkju sem þar stendur. Gengið er þaðan upp Fannadal og inn Hesteyrar- brúnir að Hesteyri. Á leiðinni sést vel um Djúp, Jökulfjörð og upp á Drangajökul. Gangan, sem er miðlungserfið, er fjórtán kílómetra löng og þar af er um 400 metra hækkun með nokkuð grófu undirlagi. - ve Gengið um söguslóðir Læknishúsið er á meðal þeirra húsa sem vitna um lífið á Hesteyri á árum áður.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.