Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Við hófum ferðina á því að fljúga til London og þaðan til Los Ang- eles og San Francisco. Vorum í Bandaríkjunum rúma viku og kíktum meðal annars í þáttinn til Jay Leno. Héldum svo til Nýja- Sjálands, leigðum okkur húsbíl og keyrðum á honum um báðar eyjarnar. Ástralía var næst. Þar vorum við í þrjár til fjórar vikur og leigðum tvo minni bíla sem við ókum á um austurströndina, frá Sydney til Cairns. Flugum þaðan til Singapúr og dvöldum í nokkra daga, svo til Kúala Lúmpúr í Mal- asíu og í lest þaðan til Taílands. Ferðuðumst norður eftir land- inu og fórum þaðan yfir til Laos, Víetnam og Kambódíu og svo til Bangkok í Taílandi aftur. Kíktum til Íslendinga sem búa í Hong Kong og tókum bát á litla spilavítaeyju fyrir utan Kína sem heitir Macau. Þar dvöldum við síðustu nóttina í Asíu á fimm stjörnu hóteli. Flugum síðan frá Hong Kong til London og þaðan til Íslands.“ Þegar haft er orð á að enginn kreppustíll hafi verið á þessu ferða- lagi hlær Sonja. „Nei, en gengið fór ekkert allt of vel með okkur. Ferðin var skipulögð fyrir kreppu og fyrir- tæki í Bretlandi, Global Village, aðstoðaði okkur við að panta flug, bíla og vegabréfsáritanir. Að öðru leyti gerðum við það sem okkur datt í hug. Hvert okkar las um eitt svæði. Þá vorum við með einhvern grunn á hverjum stað en auðvitað kom margt á óvart. Allt gekk samt rosalega vel og þar sem enskan dugði ekki var gripið til táknmáls. Við gistum í bílunum í vegar- köntum eða úti í móa, svo nýttum við okkur næturlestir og -rútur til að spara gistingu og lentum aldrei í veseni. Fæðið í Asíu fór samt illa með einn félagann, sem léttist um sextán kíló á einum og hálfum mánuði. Við hin staupuðum okkur á koníaki ef okkur fannst maturinn grunsamlegur. Einu sinni átum við snák. Okkur leið ekkert vel í mag- anum daginn eftir en vitum ekki hvort það var vegna snáksins eða hrísgrjónavínsins sem sötrað var með.“ gun@frettabladid.is Átum einu sinni snák Sex nýútskrifaðir skólafélagar úr Versló ferðuðust umhverfis jörðina á 113 dögum síðasta vetur. Ein þeirra var Sonja Sófusdóttir, nú flokksstjóri í Fossvogskirkjugarði, sem fór í huganum sama hring og sagði frá. „Hvert okkar las um eitt svæði,“ segir Sonja Sófusdóttir og kveðst hafa kynnt sér allt um Taíland áður en þangað var haldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STRÁHATTAR sáust víða á sumarsýningum tískuhönnuða fyrir þetta árið enda einstaklega sumarlegir á að líta. Stráhattar fást í ýmsum útgáfum en á sumarsýningarpöllunum voru þeir bæði grófofnir sem og fínlegir og glæsilegir. HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.