Fréttablaðið - 24.06.2009, Síða 19

Fréttablaðið - 24.06.2009, Síða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Við hófum ferðina á því að fljúga til London og þaðan til Los Ang- eles og San Francisco. Vorum í Bandaríkjunum rúma viku og kíktum meðal annars í þáttinn til Jay Leno. Héldum svo til Nýja- Sjálands, leigðum okkur húsbíl og keyrðum á honum um báðar eyjarnar. Ástralía var næst. Þar vorum við í þrjár til fjórar vikur og leigðum tvo minni bíla sem við ókum á um austurströndina, frá Sydney til Cairns. Flugum þaðan til Singapúr og dvöldum í nokkra daga, svo til Kúala Lúmpúr í Mal- asíu og í lest þaðan til Taílands. Ferðuðumst norður eftir land- inu og fórum þaðan yfir til Laos, Víetnam og Kambódíu og svo til Bangkok í Taílandi aftur. Kíktum til Íslendinga sem búa í Hong Kong og tókum bát á litla spilavítaeyju fyrir utan Kína sem heitir Macau. Þar dvöldum við síðustu nóttina í Asíu á fimm stjörnu hóteli. Flugum síðan frá Hong Kong til London og þaðan til Íslands.“ Þegar haft er orð á að enginn kreppustíll hafi verið á þessu ferða- lagi hlær Sonja. „Nei, en gengið fór ekkert allt of vel með okkur. Ferðin var skipulögð fyrir kreppu og fyrir- tæki í Bretlandi, Global Village, aðstoðaði okkur við að panta flug, bíla og vegabréfsáritanir. Að öðru leyti gerðum við það sem okkur datt í hug. Hvert okkar las um eitt svæði. Þá vorum við með einhvern grunn á hverjum stað en auðvitað kom margt á óvart. Allt gekk samt rosalega vel og þar sem enskan dugði ekki var gripið til táknmáls. Við gistum í bílunum í vegar- köntum eða úti í móa, svo nýttum við okkur næturlestir og -rútur til að spara gistingu og lentum aldrei í veseni. Fæðið í Asíu fór samt illa með einn félagann, sem léttist um sextán kíló á einum og hálfum mánuði. Við hin staupuðum okkur á koníaki ef okkur fannst maturinn grunsamlegur. Einu sinni átum við snák. Okkur leið ekkert vel í mag- anum daginn eftir en vitum ekki hvort það var vegna snáksins eða hrísgrjónavínsins sem sötrað var með.“ gun@frettabladid.is Átum einu sinni snák Sex nýútskrifaðir skólafélagar úr Versló ferðuðust umhverfis jörðina á 113 dögum síðasta vetur. Ein þeirra var Sonja Sófusdóttir, nú flokksstjóri í Fossvogskirkjugarði, sem fór í huganum sama hring og sagði frá. „Hvert okkar las um eitt svæði,“ segir Sonja Sófusdóttir og kveðst hafa kynnt sér allt um Taíland áður en þangað var haldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STRÁHATTAR sáust víða á sumarsýningum tískuhönnuða fyrir þetta árið enda einstaklega sumarlegir á að líta. Stráhattar fást í ýmsum útgáfum en á sumarsýningarpöllunum voru þeir bæði grófofnir sem og fínlegir og glæsilegir. HELGIN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.