Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. júní 2009 3 „Bankahrunið hefur ekki hindrað ungt fólk. Mér finnst fleiri sækja út núna en fyrir ári þegar við byrj- uðum með verkefnið,“ segir Krist- rún Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Nínukoti. Þessari fullyrðingu er Þórarinn Ívarsson, formað- ur Veraldarvina sammála. „Við finnum líka fyrir aukningu frá því fyrir ári.“ Nínukot býður sjálfboðaliða- störf víða um heim auk svokall- aðra work&travel-verkefna og au pair-staða en Veraldarvinir bjóða upp á fjölbreytt verkefni um heim- inn. Sabine Leskopf, framkvæmda- stjóri Alþjóðlegra ungmenna- skipta, AUS, sem býður fjölbreyti- leg sjálfboðaliðastörf, og Kristrún eru þó sammála um að eftirspurn eftir ferðum hafi aðeins minnk- að þegar bankakreppan skall á í haust. „Það var orkuleysi í fólki og í nokkra mánuði var lítill áhugi. Eftir áramótin hefur eftir- spurnin aukist rosalega þannig að ferðirnar eru orðnar jafn vinsælar og fyrir ári,“ útskýrir Sabine. Sabine segir að líkleg ástæða fyrir vinsældunum sé atvinnu- ástandið á Íslandi. „Atvinnumark- aðurinn hefur hingað til verið þannig að fólk fékk starf næstum sama hvað það hafði fram að færa. Nú gæti þróunin verið sú að sýna þarf fram á hvað fólk hefur gert umfram skyldunám og því nýtist þetta á ferilskránni.“ Hvaða staðir eru vinsælastir? Sabine segir það vera Afríku og Suður-Ameríku. „Hjá Nínukoti eru vinsælustu verkefnin í Bandaríkj- unum, Ástralíu og á Spáni,“ upp- lýsir Kristrún og Þórarinn tekur við og segir að Kórea hafi komið sterk inn ásamt Evrópulöndum. Aðspurð segja Þórarinn, Sabine og Kristrún algengt að fólk ferð- ist eftir að verkefnunum ljúki. „Margir nýta tækifærið og skoða landið annað hvort áður en verk- efnin hefjast eða eftir að þeim lýkur,“ segir Kristrún og Þórar- inn samsinnir því. „Fólk vinnur verkefnin og í framhaldinu fara langflestir í ferðalög á eigin vegum.“ Sabine grípur orðið og segir: „Fyrst fólkið er hvort sem er komið á staðinn þá nýtir það sér mjög oft nokkrar vikur í viðbót til að ferðast.“ martaf@frettabladid.is Mikið hefur verið rætt um það undanfarna mánuði að Íslendingar ferðist innanlands í sumar frekar en að fara til útlanda. Ungt fólk virðist þó ekki láta þá umræðu hafa áhrif á ferðaplön sín. Ungt fólk ferðast enn til útlanda Þórarinn segir að verkefnin vari frá tveimur vikum upp í þrjá mánuði. Sabine upplýsir að styttri ferðir, frá tveimur upp í fjóra mánuði, séu vinsælar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristrún segir marga fara í lengri ferðir, allt upp undir ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M AKSTURSÍÞRÓTTAKLÚBBURINN START heldur á laugardaginn þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru og fer keppnin fram á Egilsstöðum. Keppnin hefst klukkan 13 og eru áætluð keppnislok klukkan 17. Sjá www.ba.is. LAGERSALA OPIÐ HÚS Tupperware á Íslandi í 20 ár! Af því tilefni verður lagersala í Háholti 23, Mosfellsbæ dagana 24. og 25. júní kl. 13:00-19:00 Góð tilboð - Mikið úrval af útileguvörum ! Upplýsingar um Tupperware sölustarfi ð Allir velkomnir! Mirella ehf - Tupperware umboðið á Íslandi Háholt 23, 270 Mosfellsbær sími: 586 8050 fax: 586 8051 netfang: mirella@simnet.is ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsbílinn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.