Fréttablaðið - 24.06.2009, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 24.06.2009, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 24. júní 2009 3 „Bankahrunið hefur ekki hindrað ungt fólk. Mér finnst fleiri sækja út núna en fyrir ári þegar við byrj- uðum með verkefnið,“ segir Krist- rún Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Nínukoti. Þessari fullyrðingu er Þórarinn Ívarsson, formað- ur Veraldarvina sammála. „Við finnum líka fyrir aukningu frá því fyrir ári.“ Nínukot býður sjálfboðaliða- störf víða um heim auk svokall- aðra work&travel-verkefna og au pair-staða en Veraldarvinir bjóða upp á fjölbreytt verkefni um heim- inn. Sabine Leskopf, framkvæmda- stjóri Alþjóðlegra ungmenna- skipta, AUS, sem býður fjölbreyti- leg sjálfboðaliðastörf, og Kristrún eru þó sammála um að eftirspurn eftir ferðum hafi aðeins minnk- að þegar bankakreppan skall á í haust. „Það var orkuleysi í fólki og í nokkra mánuði var lítill áhugi. Eftir áramótin hefur eftir- spurnin aukist rosalega þannig að ferðirnar eru orðnar jafn vinsælar og fyrir ári,“ útskýrir Sabine. Sabine segir að líkleg ástæða fyrir vinsældunum sé atvinnu- ástandið á Íslandi. „Atvinnumark- aðurinn hefur hingað til verið þannig að fólk fékk starf næstum sama hvað það hafði fram að færa. Nú gæti þróunin verið sú að sýna þarf fram á hvað fólk hefur gert umfram skyldunám og því nýtist þetta á ferilskránni.“ Hvaða staðir eru vinsælastir? Sabine segir það vera Afríku og Suður-Ameríku. „Hjá Nínukoti eru vinsælustu verkefnin í Bandaríkj- unum, Ástralíu og á Spáni,“ upp- lýsir Kristrún og Þórarinn tekur við og segir að Kórea hafi komið sterk inn ásamt Evrópulöndum. Aðspurð segja Þórarinn, Sabine og Kristrún algengt að fólk ferð- ist eftir að verkefnunum ljúki. „Margir nýta tækifærið og skoða landið annað hvort áður en verk- efnin hefjast eða eftir að þeim lýkur,“ segir Kristrún og Þórar- inn samsinnir því. „Fólk vinnur verkefnin og í framhaldinu fara langflestir í ferðalög á eigin vegum.“ Sabine grípur orðið og segir: „Fyrst fólkið er hvort sem er komið á staðinn þá nýtir það sér mjög oft nokkrar vikur í viðbót til að ferðast.“ martaf@frettabladid.is Mikið hefur verið rætt um það undanfarna mánuði að Íslendingar ferðist innanlands í sumar frekar en að fara til útlanda. Ungt fólk virðist þó ekki láta þá umræðu hafa áhrif á ferðaplön sín. Ungt fólk ferðast enn til útlanda Þórarinn segir að verkefnin vari frá tveimur vikum upp í þrjá mánuði. Sabine upplýsir að styttri ferðir, frá tveimur upp í fjóra mánuði, séu vinsælar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristrún segir marga fara í lengri ferðir, allt upp undir ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M AKSTURSÍÞRÓTTAKLÚBBURINN START heldur á laugardaginn þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru og fer keppnin fram á Egilsstöðum. Keppnin hefst klukkan 13 og eru áætluð keppnislok klukkan 17. Sjá www.ba.is. LAGERSALA OPIÐ HÚS Tupperware á Íslandi í 20 ár! Af því tilefni verður lagersala í Háholti 23, Mosfellsbæ dagana 24. og 25. júní kl. 13:00-19:00 Góð tilboð - Mikið úrval af útileguvörum ! Upplýsingar um Tupperware sölustarfi ð Allir velkomnir! Mirella ehf - Tupperware umboðið á Íslandi Háholt 23, 270 Mosfellsbær sími: 586 8050 fax: 586 8051 netfang: mirella@simnet.is ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsbílinn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.