Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 30
24. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● ísland er land mitt
GEITARHRYGGVÖÐVI
2 geitarhryggvöðvar – snyrtir
salt
pipar
1 grein blóðberg
olía til steikingar
Hitið ofninn í 160° C. Steikið hryggvöðvana
á vel heitri pönnu upp úr olíu, með blóð-
berginu. Kryddið með salti og pipar. Setj-
ið í ofninn og eldið í 5 mínútur. Takið kjötið
út, látið það hvíla í 5 mínútur og eldið svo
aftur í 5 mínútur. Leyfið aftur að hvíla í 5 til
10 mínútur áður en það er borið fram.
BRENNT BLÓÐBERG
1 búnt blóðberg
Setjið blóðbergið í pott með loki og leyf-
ið því að brenna á hellunni í 3-4 klst., eða
þar til það er orðið að kolsvartri ösku. At-
hugið að fylgjast vel með pottinum á
meðan svo ekkert fari úrskeiðis.
KARTÖFLUMAUK MEÐ GEITAOSTI
3 bökunarkartöflur
100 ml léttmjólk
100 ml rjómi (má skipta út fyrir
léttmjólk)
40 g smjör (má skipta út fyrir
repjuolíu til dæmis)
40 g íslenskur geita-brie
sítrónusafi
salt
Mýkið geitaostinn í örbylgjuofni og setjið
svo í matvinnsluvél og maukið þar til
falleg áferð fæst. Sjóðið kartöflurnar í
hýðinu og skrælið eftir á. Blandið rjóm-
anum, mjólkinni og smjörinu saman við
kartöflurnar og hrærið rösklega í þeim
yfir hita. Smakkið til með salti, sítrónu-
safa og geitaostinum. Að endingu er
maukið sigtað í gegnum fínt sigti til að
fá fallega áferð.
GULRÆTUR
1 poki litlar gulrætur
vatn
salt
sítrónusafi
repjuolía frá Borgúndarhólmi
Skrælið gulræturnar og skerið til. Sjóðið
þær í saltvatni, og gljáið loks með
olíunni. Kryddið með örlitlu salti og
sítrónusafa.
Geit frá Möðrudal á Fjöllum með flauelsmjúkum kartöflum, geitaosti
og gulrótum ásamt fersku og brenndu garðablóðbergi.
Fyrir 4
Ólafur hefur mikla ánægju af því að elda íslenskt og sökum upprunans horfir hann
sérstaklega til Austurlands.
Á Austurlandi er að finna
gnægtabrunn hráefnis í alls
kyns matargerð sem mat-
reiðslumaðurinn Ólafur Ág-
ústsson kann að nýta til fulls.
Matreiðslumaðurinn Ólafur
Ágústsson, sem starfar á veit-
ingahúsinu VOX, gerði sér lítið
fyrir og sigraði landshlutakeppn-
ina Íslenskt eldhús 2009 fyrir hönd
Austurlands á dögunum en í henni
öttu kappi matreiðslumenn frá
Vestfjörðum, Norðurlandi, Austur-
landi, Suðurlandi, höfuðborgar-
svæðinu og Suðurnesjum. Þeir
notuðu allir hráefni frá viðkom-
andi landshluta en fyrir Ólafi, sem
er frá Egilsstöðum, lá beint við að
velja hráefni að austan.
„Ég hef stundum hugsað út í það
hvort ég geti á einhverjum tíma-
punkti einbeitt mér eingöngu að
hráefni frá Austurlandi, enda úr
nægu að velja,“ segir Ólafur og
telur upp það helsta af vinnings-
matseðlinum: „Ég var með bleikju
og bygg með kræklingi í forrétt
sem ég blandaði með fjörugrösum,
gulrótum og öðru grænmeti. Í aðal-
rétt var ég svo með geit frá Möðru-
dal á fjöllum. Ég notaði hey til að
reykja kartöflur og dreifði ösk-
unni og alls kyns rótargrænmeti á
diskinn. Í desertinn notaði ég skyr,
þurrkaða mjólk, birki úr Hallorms-
staðarskógi, sólber og rifsber.“
Bæði geitarrétturinn og des-
ertinn eru nú á matseðli VOX en
þar er eingöngu notað íslenskt og
skandinavískt hráefni. „Þegar allt
gengur upp endar rétturinn á borð-
um gesta,“ segir Ólafur glaður í
bragði. Hann sér það fyrir sér að
hann muni halda áfram að elda ís-
lenskt og ný-norrænt. „Þetta er
heiðarleg eldamennska sem er holl
og gefur hreint bragð auk þess sem
ekki veitir af að styrkja íslenska
framleiðslu.“ - ve
Heiðarleg íslensk
eldamennska
Íslenskara gerist það ekki. Vinningsrétturinn
er nú á matseðli VOX örlítið breyttur.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
www.alafoss.is
Álafossvegur 23, Mosfellsbær S: 566 6303
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stuðningshlífar
fjölbreytt úrval
nýsköp
unarve
rðlaun
2007
SAF
SIGLING
Þriggja daga sigling
á skonnortunni Hauk
HÚSAVÍK - FLATEY -
SIGLUFJÖRÐUR - GRÍMSEY
Laus pláss eru
í eftirfarandi brottfarir:
5. júní, 12. júní, 19. júní,
14. ágúst og 21. ágúst.
Nánari upplýsingar:
www.nordursigling.is
og í síma
464 7272
Laus plá s eru
í eftirfarandi brottfarir:
14. ágúst og 21. ágúst