Fréttablaðið - 24.06.2009, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 24. júní 2009
Á morgun kl. 18 hefst
fyrsta beina útsendingin
frá breska Þjóðleikhúsinu
í Kringlubíói og yfir tvö
hundruð öðrum kvikmynda-
húsum víða um heim.
Verkið sem áhorfendur
njóta í beinni útsendingu
er Fedra eftir Racine hinn
franska í þýðingu Ted
Hughes. Leikstjórinn er
leikhússtjórinn á National,
Nicholas Hytner, en með
hlutverk drottningar innar
Fedru fer Helen Mirren.
Með flutningnum hefjast beinar
útsendingar frá sviðsviðburðum í
háskerpu og 5.1 hljómi á nýtt stig
en hér á landi hefur Samfélagið
verið í fararbroddi beinna útsend-
inga frá Metropolitan-óperunni í
New York á liðnum vetri. Fleiri
óperuhús hafa lagt í það fjárfreka
fyrirtæki að reyna beinar útsend-
ingar en kostnaður við að koma
þeim í kring er mikill.
Hytner hefur á starfsárum
sínum hjá National gert mikið
til að auka aðgengi almenn-
ings að leiksýningum, bæði
með verðstýringu og lágu miða-
verði, vali á verkefnum og smíði
nýrra verka. Hann hefur haldið
áfram sýningar haldi Þjóðleik-
hússins um Bretland og víðar
um lönd og þannig tryggt virð-
ingarstöðu breskra leikhefða í
vestrænu samfélagi. Hann á að
baki fjölbreyttan feril sem leik-
stjóri á söngleikjum (Miss Saigon
og Carousel), óperum í fjölda
virtra óperuhúsa, kvikmyndum
(The Madness of King George,
The Crucible og fleiri) og á leik-
ritum af ýmsu tagi. Sviðsetn-
ing hans á Fedru var frumsýnd
á Suðurbakkanum fyrir fáum
dögum og þá sneri Helen Mirren
aftur á National, þar sem hún
var alin upp sem leikkona, eftir
nær tveggja áratuga fjarveru.
Mirren er löngu kunn sem ein-
staklega kraftmikil og flink leik-
kona, bæði á sviði, á stóru tjaldi
og smáum skjá sjónvarpsefnis.
Hytner leggur ríka á herslu á
sterk átök í sviðsetningu sinni
og verður gaman að sjá Mirren í
hlutverki drottningar innar sem
telur mann sinn látinn og fellur
fyrir syni hans.
Í smáu hlutverki í verkinu er
Margaret Tysack, einn af jöfrum
breskra leikkvenna sem fáir hafa
síðan séð hér á landi síðan hún lék
í hinni rómuðu sviðsetningu Peter
Hall á Rósastríðunum sem RÚV
sýndi hér 1967. Leikmyndin er
eftir Bob Crowley, sem á að baki
tugi minnisstæðra leikmynda.
Ætlunin er að halda áfram bein-
um útsendingum í háskerpu frá
National næsta haust og vetur.
Miðasala á viðburðinn á morgun
er á midi.is.
pbb@frettabladid.is
Mirren í Fedru
LEIKLIST Helen Mirren í hlutverki Fedru í samnefndu verki sem frumsýnt var fyrir
fáum dögum í London og verður sýnt í Kringlubíói í beinni á morgun.
Verið velkomin í glæsilega verslun Eirvíkur
og kynnið ykkur tilboðin hjá sölumönnum okkar.
Eirvík hefur opnað nýja vefverslun á www.eirvik.is
Allt frá smátækjum til stórra heimilistækja
á frábærum tilboðsverðum
Eirvík er 15 ára
Í tilefni af afmælinu höfum við endurnýjað sýningarsal
okkar og bjóðum fjölda góðra afmælistilboða
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
www.eirvik.is