Fréttablaðið - 07.07.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 07.07.2009, Síða 16
 7. JÚLÍ 2009 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● golf Um tvö hundruð manns koma að framkvæmd Íslandsmótsins í golfi sem fram fer á Grafar- holtsvelli í lok mánaðarins. „Þetta á að vera golfhátíð,“ segir Margeir Vilhjálmsson, mótsstjóri Íslandsmótsins í golfi. Íslands- mótið í höggleik í golfi fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur dagana 23. til 26. júlí. Margeir vonast eftir um 10 þúsund áhorfendum á mótið, sem hann telur raunhæft markmið. Hann bendir á að um 55 þúsund manns spili golf samkvæmt ný- legri könnun. Hann segir að gert sé ráð fyrir að 200 manns komi að framkvæmd mótsins; vallar- starfsmenn auk fjölda sjálfboða- liða. Margeir segir að margvíslegar uppákomur verði á svæðinu kring- um Íslandsmótið. Æfingasvæðið við Bása verði nýtt til hins ýtr- asta og púttþrautir verði settar upp. Auk þess sem keppt verður í litlu sex holu Íslandsmóti á Grafar- kotsvelli, sem er lítill æfingavöll- ur við hlið Bása. Margeir segir að hann sé í við- ræðum við samstarfsaðila um að hafa tvo risaskjái á vellinum til að auðvelda áhorfendum að fylgjast með gangi mála. Skor verði upp- færð mjög reglulega og allt gert til að auðvelda áhorfendum að fylgj- ast með baráttu efstu manna. „Ein af nýjungunum í kring- um mótshaldið er að farið var í samstarf við Samtök íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna (SÍGÍ) um að vallarstarfsmenn af öðrum völlum komi að undir- búningi og framkvæmd móts- ins,“ segir Margeir. Hann segir að vallarstarfsmenn muni ganga með um tíu ráshópum á tveimur síðustu dögum mótsins og raka sandgryfjur. Meðal annarra nýj- unga má geta þess að til skoðunar er að veita sérstök verðlaun fyrir þá sem eru 18 til 21 árs auk þess að veita viðurkenningu fyrir best- an árangur þeirra sem eru með hærra en þrjá í forgjöf. Margeir segir að ekki hafi tek- ist nægilega vel að draga að áhorf- endur á Íslandsmótið undanfarin ár. „Eftir að fyrirkomulagi Ís- landsmótsins var breytt árið 2001 hefur áhorfendum fækkað til muna,“ segir Margeir. Fyrir þann tíma hafi mótið verið flokkaskipt og allir flokkar nema þeir bestu í kvenna og karlaflokki lokið leik fyrir síðasta dag. Hann bendir á að sá hópur sem lokið hafi leik degi fyrr hafi skapað grunn að þeim áhorfendum sem hafi komið til að horfa á lokadag mótsins. Margeir segir að besta auglýs- ing fyrir íslenskt golf væri að fá vallarmet í mótinu. Hann segir að völlurinn verði settur upp með þeim hætti að það ætti að vera raunhæfur möguleiki. Þess má geta að Birgir Leifur Hafþórsson á núverandi vallarmet, 67 högg. - bta Vallarmet og tíu þúsund áhorfendur er draumurinn Margeir Vilhjálmsson á fyrsta teig á Grafarholtsvelli. Íslandsmótið í höggleik fer fram á þeim velli dagana 23. til 26 júlí. Vallar- starfsmenn munu ganga með síðustu ráshópum tvo síðustu daga Íslandsmótsins til að raka sandgryfjur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Félagsgjöld Golfklúbbsins Tudda fyrir árið 2009 eru þrjú hundruð þúsund krónur. „Líklega eru þetta frekar há gjöld, þó ég hafi ekki lagt mig fram við að athuga nákvæm- lega hvað þetta er í öðrum klúbb- um,“ segir Bjarni Magnússon, for- maður Golfklúbbsins Tudda. „Við erum með frítt fyrir meðlimi sex- tán ára og yngri.“ Félagsgjöld annarra golf- klúbba virðast vera mun lægri og til dæmis eru félagsgjöldin í Golf- klúbbi Reykjavíkur 68.000, Golf- klúbbi Akureyrar 51.000 og í Golf- klúbbi Kópavogs og Garðabæjar eru þau 69.000. Bjarni segir ýmsar ástæður liggja að baki því að félagsgjald- ið sé svo hátt en vill þó ekki gefa þær upp. „Þetta er svo sem ekki eitthvert framtíðargjald sem við ætlum að vera með en við höfum fengið tvær umsóknir, sem er meira heldur en við áttum von á.“ Golfklúbburinn Tuddi var stofn- aður í desember síðastliðnum og voru stofnfélagar tólf talsins. Klúbburinn hefur aðstöðu í Úthlíð á Suðurlandi. Klúbburinn varð nýlega með- limur Golfsambands Íslands en samkvæmt upplýsingum þaðan þá ber golfklúbbum ekki skylda til að tilkynna hvert félagsgjaldið er. „Bókhaldið er opið og við þurf- um að birta reikninga einu sinni á ári. Þetta er opið félag öllum þeim sem eru tilbúnir að borga,“ segir Bjarni. - mmf Hæstu félagsgjöld landsins Golfklúbburinn Tuddi hefur fengið tvær umsóknir, sem er meira en þeir áttu von á. Hamri – 310 Borgarness RÁSTÍMASKRÁNING Mánud. – Fimmtud. Í síma 437-2000 Föstudaga - Sunnudaga í síma 437-1663.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.