Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 2
2 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR ... í vinnuna H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 9 -0 3 6 3 Grétar Bragi, fáið þið nokkurn lit í þessum göllum? „Nei, ekki nokkurn einasta.“ Grétar Bragi Bragason er formaður Litboltafélags Hafnarfjarðar, en sú íþrótt gengur út á að skjóta skærlitum málning- arkúlum í andstæðinginn. EFNAHAGSMÁL Sérfræðingar Seðla- banka Íslands telja vafasamt sökum smæðar að Ísland geti tal- ist hagkvæmt gjaldmiðlasvæði. Engu að síður þurfi að finna leiðir til að lagfæra það kerfi sem bank- inn hafi starfað eftir þar sem óvíst sé hvort og þá hvenær evran verði tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í samantekt Seðlabankans, sem undirrituð er af Svein Harald Øygard seðlabankastjóra. Samantektin var unnin að beiðni forsætisráðherra, sem óskaði eftir því að sérfræðingar bankans færu yfir kosti og galla þess að breyta þeirri peningastefnu sem unnið hefur verið eftir hér á landi frá árinu 2001. Það ár var fljótandi gengi tekið upp og Seðlabankan- um sett það markmið að halda verðbólgu undir 2,5 prósentum. Það markmið hefur svo til aldrei náðst frá því það var sett. Í samantekt Seðlabankans kemur fram að allar tilraunir til missjálfstæðrar peningastefnu allt frá því gengi krónunnar var skilið frá gengi dönsku krónunnar árið 1920 hafi leitt af sér rýrnun á gengi krónunnar. Ekki kemur þó til greina að hverfa aftur til fastgengisstefn- unnar, sem farið var eftir til ársins 2001, að mati sérfræðinga Seðla- bankans. Því sé nauðsynlegt að bankinn fái fleiri vopn í hendur til að halda verðbólgunni í lágmarki, enda ljóst að stýrivextirnir dugi ekki einir og sér. Setja mætti reglur sem skyldi fjármálafyrirtæki til að hafa því meira laust fé haldbært sem vöxt- ur þeirra sé hraðari. Þá mætti fá Seðlabankanum heimildir til að ákveða hámark fasteignalána, enda sé það hluti vandans að fólk hafi getað fengið lánað frá áttatíu prósentum fasteignaverðs upp í níutíu og að lokum 100 prósent. Þá þurfi stjórnvöld að leggjast á árarnar með bankanum þegar ástandið kalli á það, til dæmis með því að fara ekki út í þensluhvetj- andi framkvæmdir í uppsveiflu. brjann@frettabladid.is Sjálfstæður gjaldmið- ill varla hagkvæmur Vafasamt er að Ísland teljist hagkvæmt gjaldmiðlasvæði, að mati Seðlabanka Íslands. Laga þarf verðbólgumarkmiðskerfið til þrátt fyrir að stefna eigi á upp- töku evru. Seðlabankinn vill fleiri vopn í hendur til að framfylgja stefnu. Of hraður vöxtur fjármálafyrirtækja getur valdið því að eftirlitsstofnanir eiga erfitt með að fylgja vextinum eftir og sinna sínu eftirlitshlutverki. Þetta kemur fram í samantekt Seðlabanka Íslands. Þar segir að samfara stækkun íslensku fjármálafyrirtækjanna á undanförnum árum hafi þau einnig lagt áherslu á flókna fjármálagjörn- inga. Eftirlitsstofnanir hafi einfald- lega ekki haft næga reynslu til að meta þá gjörninga. Þá hafi reynst erfitt að hafa eftirlit með flóknu neti alþjóðlegra dótturfyrirtækja og eignarhalds án viðamikillar alþjóðlegrar eftirlits- starfsemi. Seðlabankinn bendir einnig á að eftirlitsstofnanir hafi ekki getað keppt við fjármálafyrirtækin um starfsfólk, enda fyrirtækin borgað mun hærri laun en eftirlitsstofnan- irnar. OF FLÓKIÐ FYRIR EFTIRLITSSTOFNANIR VÖXTUR Hraður vöxtur fjármálafyrirtækja torveldar eftirlit eftirlitsstofnana með þeim, segir í samantekt Seðlabanka Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Þriggja bíla árekst- ur varð í Hvalfjarðargöngunum á fimmta tímanum í gær. Ökumenn bifreiðanna voru einir í öllum þremur bílunum. Þeir voru allir fluttir með sjúkrabílum frá slys- staðnum, tveir þeirra á sjúkrahús á Akranesi en einn til Reykjavík- ur. Meiðsl þeirra eru minni hátt- ar að sögn lögreglu. Hreinsunarstarf tók rúmlega tvær klukkustundir. Göngunum var lokað á meðan og var umferð beint á veginn um Hvalfjörð. - shá Óhapp í Hvalfjarðargöngum: Þrír ökumenn á sjúkrahús LÖGREGLUMÁL Ungur maður brenndist illa í vinnuslysi í álver- inu á Grundartanga seint í fyrra- kvöld. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala í Reykjavík þar sem hann liggur nú. Lögreglunni í Borgarnesi barst tilkynning um slysið klukk- an rúmlega ellefu. Svo virðist sem maðurinn hafi runnið til og brennt sig á heitri deiglu. Í til- kynningu frá Norðuráli kemur fram að slysið hafi orðið við skautskipti. Maðurinn, sem er fæddur árið 1987, er með annars og þriðja stigs brunasár á báðum fótum fyrir neðan hné. Norðurál rannsakar tildrög slyssins í sam- vinnu við Vinnueftirlitið. - sh Vinnuslys á Grundartanga: Brenndist illa á báðum fótum Á GRUNDARTANGA Maðurinn rann á deiglu og brenndist. FRÉTTABLAÐIÐ / JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON FERÐAMÁL Metaðsókn var í Breiðafjarðarferj- una Baldur í júlí en um nítján þúsund farþegar og um fjögur þúsund bílar fóru með ferjunni. Á sama tíma í fyrra sigldu rúmlega fimmtán þúsund manns með ferjunni og um 3.500 bílar. „Það hefur borið meira á Íslendingum í ár en áður en útlendingum hefur einnig fjölgað. Ég held að það sé bara jöfn skiptingin hjá þeim,“ segir Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða. „Það hefur verið aukning í Baldur allt árið. Ég held að það sé átta prósenta aukning það sem af er ári.“ Á sumrin fer Baldur tvær ferðir á dag en eina yfir vetrartímann. „Eftir að við skiptum um ferju 2006 þá hefur verið allt annar bragur á þessu. Ferjan hefur verið notuð miklu meira af íbúum á suðurfjörðunum og við erum að flytja stóran hluta af þungavélum, til dæmis flutningabíla,“ segir Pétur, sem jafnframt gegnir hlutverki skipstjóra hjá Sæferðum. „Síðustu árin sem gamla ferjan var notuð voru þetta 28 til 30 þúsund manns á ári en nú stefnir þetta í 55 til 60 þúsund.” Pétur segir einnig að met hafi verið sett í fjölda ferðamanna sem heimsóttu Flatey. Í fyrra voru þeir um ellefu þúsund en nú eru þeir tólf til fjór- tán þúsund. - kh Metaðsókn var í Breiðafjarðarferjuna Baldur í síðasta mánuði: Nítján þúsund sigldu með Baldri BALDUR Aldrei hafa jafn margir siglt með Baldri og í júlímán- uði. Aðsóknin í Baldur hefur aukist til muna í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAGSMÁL Rauði kross Íslands setur upp fangaklefa á Lækjar- torgi í dag milli klukkan 12 og 14. Fangaklefinn verður settur upp til þess að minnast þess að 60 ár eru í dag frá því að Genfarsamn- ingarnir voru gerðir. Þar verður hægt að giska á fjölda fanga sem að jafnaði gista í sambærileg- um klefum í fangelsum í Rúanda. Genfarsamningarnir hafa það markmið að draga úr óhugnaði stríðsátaka og tryggja lágmarks mannréttindi á ófriðartímum. - þeb Rauði kross Íslands: Setja fangaklefa á Lækjartorg DÓMSMÁL Utanríkisráðuneyt- ið getur ekkert aðhafst í máli Borghildar Guðmundsdóttur, sem hefur verið gert að halda til Bandaríkjanna með syni sína tvo. Þetta segir Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri í ráðuneytinu. Borghildur leitaði liðsinnis ráðuneytisins vegna málsins en var vísað áfram til dómsmála- ráðuneytisins, úr því að íslensk- ir dómstólar höfðu þegar dæmt henni í óhag. Kristín bendir hins vegar á að almennt aðstoði sendiráð og ræð- ismenn Íslendinga ef þeir lenda í kröggum erlendis og veiti þeim að minnsta kosti ráðgjöf. Héraðsdómur úrskurðaði að Borghildur skyldi fara með syni sína tvo til Bandaríkjanna á sun nudag þar sem faðir drengjanna vill höfða forræðis- mál þar ytra. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð fyrir viku. Borghildur segir viðbúið að hún þurfi að skilja syni sína eftir hjá manninum, enda hafi hún hvorki atvinnu- né dvalarleyfi í Banda- ríkjunum og megi því ekki vera þar lengur en í þrjá mánuði. Hins vegar muni málið líklega taka mun lengri tíma. Hún segist hins vegar ekki geta hugsað sér að skilja börnin eftir hjá föðurnum, enda hafi hann ekki séð börnin í hálft annað ár. Borghildur fékk í gær lögfræð- ing í Bandaríkjunum. „Ég á pant- aðan tíma þar á mánudaginn klukkan eitt.“ Hún segist þurfa að vinna með það í huga að vera á leiðinni út fyrir sunnudag, þó hún vonist enn til þess að það geti breyst. Hún segir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur ómetanlegan. „Það eru ekki til orð til að lýsa því hversu þakklát ég er. Þetta er það sem heldur manni gangandi.“ - sh/þeb Borghildur Guðmundsdóttir komin með lögfræðing í Bandaríkjunum: Málið úr höndum utanríkisráðuneytis BORGHILDUR GUÐ- MUNDSDÓTTIR BRETLAND Breski kötturinn Hugo er hetja í Berkshire eftir að hann bjargaði nágranna sínum úr elds- voða á dögunum. Maðurinn, Andrew Williams, var sofandi í húsi sínu þegar eld- urinn braust út. Hugo varð var við eldinn og skreið inn um katta- lúgu á húsinu. Hann fann Andrew sofandi, settist ofan á hann og klóraði hann í andlitið þar til hann vaknaði. Andrew hafði verið að gera við húsið og því fært reykskynjara til, svo þeir vöruðu hann ekki við eldinum. Slökkviliðsstjórinn í Berkshire segir köttinn hetju, og að hann hafi bjargað lífi Andrews. - þeb Eldsvoði í Bretlandi: Köttur bjargaði manni úr eldi Þrjú innbrot á stuttum tíma Þrjú innbrot voru tilkynnt til lögreglu seinni partinn í gær. Brotist var inn í íbúðarhús í Fossvogi, inn í sumarbú- stað Brynjudal og einnig inn í bifreið í Reykjavík. Lítið var tekið af verð- mætum, að sögn lögreglu. Málin eru óupplýst enda rannsókn stutt á veg komin í gærkvöldi. LÖGREGLUFRÉTTIR Fótbrotin á Fimmvörðuhálsi Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á Fimmvörðuháls klukkan tíu í gær- kvöldi til að sækja konu sem hafði fótbrotnað. Að sögn Vaktstöðvar var ekki um alvarlegt fótbrot að ræða. LANDHELGISGÆSLAN Tekinn þrisvar fyrir fíkniefnaakstur Lögreglan á Akureyri tók ökumann bifreiðar fyrir fíkniefnaakstur seinni partinn í gær. Sami ökumaður var tekinn fyrir sömu sakir í fyrradag og reyndar einnig fyrir rúmri viku. Stunginn til bana af nauti Sænskur maður lét lífið eftir að naut réðst á hann og stakk hann á bónda- býli í suðurhluta Svíþjóðar í gærdag. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn um miðjan dag í gær en ekki reyndist unnt að bjarga manninum. SVÍÞJÓÐ SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.