Fréttablaðið - 12.08.2009, Qupperneq 6
6 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR
SJÁVARÚTVEGSMÁL Umfangs-
mestu rannsóknir á makríl-
göngum á hafsvæðinu við Ísland
og á Norður-Atlantshafi eru
langt komnar. Rannsóknirnar
eru tilkomnar vegna deilna um
útbreiðslu makríls hér við land og
rétt Íslendinga til veiða úr stofnin-
um. Niður staða þeirra mun liggja
fyrir í september en ljóst er að
mikið er af makríl víða í íslensku
lögsögunni. Íslensku uppsjávar-
veiðiskipin, sem eru við veiðar á
norsk-íslenskri síld á Austfjarða-
miðum, hrökklast sífellt norðar
undan makríltorfunum.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra gaf út reglugerð í júlí um
bann við beinum makrílveiðum
þar sem 112 þúsund tonna kvóti
Íslendinga var þá langt kominn.
Ástæðan var sú að nauðsynlegt er
að halda eftir hluta kvótans sem
veiðist sem meðafli í veiðum á
síld. Þetta er til marks um hversu
mikill makríll er á miðunum.
Alls koma fimm rannsóknaskip
frá Noregi, Færeyjum og Íslandi
að rannsókninni. Svæðið sem
kannað er nær frá hafsvæðinu
við Svalbarða austur í norsku lög-
söguna og suður undir Færeyjar.
Þá eru makrílgöngurnar kannað-
ar víðast hvar innan íslensku fisk-
veiðilögsögunnar.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðs-
stjóri nytjastofnasviðs Hafrann-
sóknastofnunarinnar, segir að
rannsóknirnar nú séu þær lang-
viðamestu sem nokkru sinni hefur
verið lagt í, og staðfestir að makr-
íll hafi fundist á öllu því svæði
sem íslenska hafrannsóknaskipið
Árni Friðriksson hefur rannsak-
að að undanförnu. Skipið hefur
kannað stórt svæði fyrir Suður-
og Vesturlandi. „Okkar gögn verða
sameinuð við gögn frá Norðmönn-
um og Færeyingum þegar okkar
rannsóknir eru búnar. Þá fáum við
vitneskju um dreifinguna.“
Tilurð rannsóknarinnar nú er
tvíþætt. Líffræðilega er nauðsyn-
legt að fá upplýsingar um makríl-
göngurnar en einnig er ágreining-
ur um skiptingu á makrílkvóta.
„Við vitum hvar makríllinn er á
vorin við hrygningu en ágrein-
ingurinn er um hvernig hann er
að dreifa sér í Norður-Atlantshafi
yfir sumarið,“ segir Þorsteinn.
Íslenskir útvegsmenn kosta jafn-
framt leiðangur Hoffells SU 80
frá Fáskrúðsfirði. Páll Rúnarsson
skipstjóri segir að vart hafi orðið
við makríl bæði djúpt og grunnt
suðaustur af landinu.
Nú berast fréttir af því að upp-
sjávarskipin sem stunda síldveiðar
fyrir austan hafi hrökklast djúpt
norður fyrir land vegna of hás
hlutfalls makríls í síldar aflanum.
svavar@frettabladid.is
Makríllinn dreifður
um alla lögsöguna
Viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á makrílgöngum er að ljúka.
Makríll virðist vera dreifður um alla fiskveiðilögsöguna. Tilurðin er deilur um
dreifingu og veiðirétt. Íslensku skipin flýja makrílgöngur fyrir austan landið.
INGUNN AK Ingunn, sem er í eigu HB Granda, er eitt þeirra skipa sem hafa þurft
að færa sig sífellt norðar á síldarmiðunum vegna makrílgangna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Stjórn makrílveiða er í tveimur þrepum; annars vegar byggir hún á strand-
ríkjasamningi sem nær til lögsagna strandríkja og hins vegar á stjórnun
sem samþykkt er á vettvangi Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndarinnar
(NEAFC) sem nær til úthafsins.
Frá því að stjórn makrílveiða hófst innan NEAFC hafa íslensk stjórnvöld alla
tíð krafist viðurkenningar sem strandríki að makrílstofninum og þar með
þátttöku í samningaviðræðum um veiðar. Lengst af var ekki tekið undir þá
kröfu og Íslandi haldið utan við samningaviðræður. Undanfarin ár hafa hin
strandríkin dregið í efa magn makríls innan íslensku lögsögunnar og talið að
íslensk stjórnvöld þurfi að sanna með afgerandi hætti að makríl sé að finna
þar í verulega veiðanlegu magni. Allur makrílafli íslenskra skipa í ár hefur
veiðst innan íslensku fiskveiðilögsögunnar.
MAKRÍLVEIÐAR Í NORÐUR-ATLANTSHAFI
TÓKÝÓ, AP Einn lést og tugir slös-
uðust í Japan eftir að tveir öflugir
jarðskjálftar riðu yfir Asíu snemma
á þriðjudagsmorgun.
Íbúar við Indlandshaf hlupu út úr
húsum sínum í skelfingu, minnug-
ir flóðbylgjunnar gríðarlegu sem
gekk yfir svæðið árið 2004. Þá fór-
ust 230 þúsund manns í kjölfar jarð-
skjálfta af stærðinni níu á Richter. Í
þetta sinn mældist fyrri skjálftinn
7,6 á Richter en sá síðari, sem gekk
yfir borgina Tókýó og nærliggjandi
svæði, mældist 6,5 á Richter.
Gefin var út flóðbylgjuviðvör-
un á Indlandi, Búrma, Indónesíu,
Taílandi og Bangladess en hún var
síðar dregin til baka af stjórnvöld-
um.
Hin látna var 43 ára kona sem
lenti undir braki. Auk hennar slös-
uðust að minnsta kosti 63. Jafn-
framt er talið að yfir áttatíu manns
hafi hlotið minni háttar meiðsli.
Tveir kjarnaofnar í Hamaoka-
kjarnorkuverinu í Japan stöðvuðust
tímabundið vegna skjálftans. Slíkt
gerist sjálfkrafa við jarðskjálfta af
ákveðinni stærð.
Jarðskjálftar eru afar tíðir í
Japan og hafa sérfræðingar sagt
að níutíu prósenta líkur séu á því
að risastór skjálfti ríði yfir Tókýó
einhvern tímann á næstu fimm-
tíu árum. Árið 1995 létust 6.400
manns eftir að jarðskjálfti upp á
7,2 á Richter skók japönsku hafnar-
borgina Kobe. - fb
Einn lést og tugir slösuðust í tveimur jarðskjálftum sem riðu yfir Asíu:
Hlupu út af ótta við flóðbylgju
VEGUR Í SUNDUR Masakatsu Sakabe
rannsakar veg sem brotnaði í sundur
eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan.
M
YN
D
/A
P
Ætlar þú í berjamó í haust?
57,3% Já
42,7% Nei
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eiga garðyrkjubændur að fá
niðurgreitt rafmagn til fram-
leiðslu sinnar?
Segðu skoðun þína á visir.is
TAÍVAN, AP. Taívanski herinn
bjargaði um þrjú hundruð manns
í nágrenni Shiao Lin í gær. Aur-
skriða féll yfir þorpið og nær-
liggjandi sveitir í kjölfar flóðs af
völdum fellibylsins Morakot. .
Yfirvöld í Taívan staðfesta
að fimmtíu manns hafa látist
og fimmtíu og átta er saknað að
ótöldum þeim sem innilokað-
ir eru í Shiao Lin og hafa beðið
hjálpar síðan á sunnudag.
Aðgengi hersins að svæðinu
er mjög takmarkað. Slökkviliðið
telur að um hundrað manns hafi
grafist undir aurskriðunni en
þeir íbúar sem bjargað var segja
töluna mun hærri, eða allt að sex
hundruð manns.
- kbs
Aurskriða grefur hundruð:
Fimmtíu fallnir
VEÐUR Mikið blíðskaparveður var
víða á landinu í gær, og sólin skein
skært í miðborg Reykjavíkur. Ljós-
myndari Fréttablaðsins átti leið hjá
Bæjarins bestu í Tryggvagötu og
var ekki að sjá að gestir sem biðu
þar létu það nokkuð á sig fá í góða
veðrinu.
Veður á að vera áfram gott í dag,
bjart sunnan- og vestanlands en
skýjað að mestu norðan- og aust-
anlands. Á morgun og föstudag er
gert ráð fyrir hægviðri og hita á
milli 10 og 16 stiga, með smáskúr-
um. Um helgina er gert ráð fyrir
svipuðum hita og vætu víða um
land, samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands. - þeb
Gott veður var víða um land í gær, en búist er við vætu þegar nær dregur helgi:
Áfram verður hlýtt á landinu
BLÍÐVIÐRI Í BORGINNI Gott veður var í miðborg Reykjavíkur í gær og þeir sem biðu
eftir pylsu á Bæjarins bestu nutu veðurblíðunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KJÖRKASSINN