Fréttablaðið - 12.08.2009, Page 16

Fréttablaðið - 12.08.2009, Page 16
16 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Einar K. Guðfinnsson skrifar um Icesave Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðar-ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara síðastliðinn laugardag sem er af sama toga spunninn og mál- flutningur fjármálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar. Spuninn er sá að samþykkja beri Icesave- samkomulagið, ella höfum við verra af. Og svo er bætt um betur í leiðaranum og reynt að færa fyrir því rök að þau ósköp sem ríkis- stjórnin lagði fyrir Alþingi í formi Icesave-samningsins séu afsprengi síðustu ríkisstjórnar! Þetta er útúrsnúningur, til þess fallinn að afvega- leiða og því ekki hægt að láta ómótmælt. Sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi er á ábyrgð núverandi ríkis- stjórnar. Hann er gerður undir forræði ríkisstjórn- arinnar, unninn af samn- inganefnd sem stjórnin skipaði og fjármálaráð- herrann hefur staðfest afstöðu sína til hans með því að nota hvert tækifæri til að bera blak af niðurstöðunni. Þar ferst honum öðruvísi en forsætisráðherranum, sem reynir að þvo hendur sínar af samningnum með því að lyfta tæplega litla fingri til þess að verja þessa gjörð. Ástæða þess að þingið fjallar svo ákaft um þenn- an samning er einföld. Það fyrirfinnst varla nokkur þingmaður utan Stein- gríms J. Sigfússonar sem treystir sér til að sam- þykkja hann. Þess vegna leita menn allra mögu- legra leiða til að gera á honum þær breytingar sem hægt er. Með því er vitaskuld verið að segja að þessi afurð ríkisstjórnarinnar sé ómögu- leg og þingið vilji ekki axla ábyrgð á henni. Það er mikill misskilningur hjá aðstoðarritstjóranum að íslenska þjóðin eigi bara tvo kosti; þennan ólukkans samning ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, eða ekkert. Samningurinn er algjörlega í blóra við þau samn- ingsmarkmið sem Alþingi sam- þykkti í ríkisstjórnartíð Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar. Hann er ofurhlaðinn alls konar göllum og hreinum og klárum mistökum. Þar má nefna meðal annars ábend- ingar lögmannanna Ragnars H. Hall og Harðar Felix Harðarson- ar auk Eiríkis Tómassonar prófess- ors, sem sýnt hafa fram á að vegna samningsafglapa séum við að taka á okkur hundruð milljarða að þarf- lausu. Þetta lætur aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins sér í léttu rúmi liggja, svo ótrúlegt sem það er. Og bítur svo höfuðið af skömminni með því að bera í bætifláka fyrir þær þjóðir sem eru að nota ofur- efli sitt til þess að þvinga okkur til nauðungarsamninga á borð við Icesave-afstyrmið. Það er varla hægt að lúta lægra í minnimáttar- kennd og þarflausri pólitískri nauð- hyggju. Höfundur er alþingismaður. Icesave-spuni aðstoðarritstjóra EINAR K. GUÐFINNSSON UMRÆÐAN Óskar Bergsson skrifar um borgarmál. Það er ánægjulegt að lesa út úr þjóðarpúlsi Gallup þær við- horfsbreytingar sem hafa orðið gagnvart starfinu í borgarstjórn Reykjavíkur á milli ára. Fyrir ári voru 69% aðspurðra óánægð með meirihluta F-lista og Sjálfstæðis- flokks en nú í meirihlutatíð fram- sóknarmanna og sjálfstæðismanna hefur óánægjan farið niður í 28%. Aðeins 14% voru ánægð með meirihlutann 2008 en nú í ágúst eru 33% ánægð með störf meirihlut- ans. Fyrir ári höfðu Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkur aðeins 31% fylgi en eru nú með 45% fylgi. Hópur þeirra sem ekki taka afstöðu breytist milli ára úr 18% í 40%. Niðurstöðurnar sýna svo ekki verður um villst að algjör umskipti hafa orðið í viðhorfi almennings gagnvart borgar- stjórn Reykjavíkur. Meginskýr- ingin á þessum viðhorfsbreyt- ingum er að Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hefur tekist að mynda starfhæfan og traust- an meirihluta þar sem sleginn hefur verið nýr tónn í samráði og samstarfi við minni- hlutann. Lykillinn að árangrinum er þver- pólitískt samstarf og samstaða sem náðist um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna breytinga í efnahags- og atvinnulífi. Í þeirri áætlun er meginstefið að standa vörð um grunnþjónustuna, verja störf starfsmanna borgarinnar, hækka ekki gjaldskrár og fara í framkvæmdir til þess að halda hér uppi atvinnu á samdráttar- tímum. Allt þetta hefur gengið eftir auk þess sem tekjur og útgjöld eru enn þá sam- kvæmt fjárhagsáætlun. Annað sem fram kemur í könnun- inni er að Framsóknarflokkurinn hefur nærri tvöfaldað fylgi sitt í borginni milli ára samkvæmt sömu könnun og mælist í fyrsta skipti á kjörtímabilinu með mann inni. Þetta eru skýr skilaboð um að ákvörðunin um að fella meirihluta Sjálf- stæðisflokks og F-lista var rétt og breyt- ing á vinnubrögðum og starfsháttum í borgarstjórn Reykjavíkur var orðin löngu tímabær. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins og formaður borgarráðs. Breytingin í borginni ÓSKAR BERGSSON Taflan sýnir þjóðarpúls Gallup annars vegar í maí 2008 og hins vegar í ágúst 2009: 2008 Ánægja með meirihlutann í borgarstjórn Maí ´08 Ánægður Hvorki né Óánægður 14% 18% 69% 2009 Ágúst ´09 Ánægður Hvorki né Óánægður 33% 40% 28% Verðum að semja upp á nýtt UMRÆÐAN Sigurður Ragnarsson skrifar um Icesave Erum við ekkert að læra af reynslunni? Eigum við ekki endan- lega að jarða „þetta redd- ast“ hugarfar? Það er búið að vera dapurt að horfa upp á stjórnvöld reyna að fá okkur á band Icesave-samkomulags án þess að færa fyrir því almennileg rök. Í raun hafa aðalrökin verið að þetta verður bara að gera svo að við verðum ekki stimpl- uð sem vond þjóð og þetta muni alveg reddast. En mun þetta redd- ast? Af hverju mun það reddast? Hvaða forsendur eru á bak við það? Við getum vart framfleytt okkur í dag og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Til að mynda, hvað flytja marg- ir af landi brott og hvaða áhrif hefur það? Eigum við virkilega að taka á okkur auknar byrðar án þess að kannaðar séu mögulegar leiðir til að losna úr hengingar- ólinni? Hvað gengur stjórnvöld- um til? Það er ekki að undra þó að viðhorf stjórnarinnar vegna Icesave-málsins og gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum leiði mann inn á þá braut hugsunar að hér sé verið að reyna að kaupa sér aðgöngumiða inn í ESB. Hvað annað liggur að baki? En stóra spurningin er: Hvað eigum við að gera í Icesave-mál- inu? Við getum ekki gengist undir þetta samkomulag, svo mikið er víst. Við værum að taka of mikla áhættu og það gæti hreinlega sent okkur út í skelfilegt skulda- fen. Það er mér er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji taka þessa áhættu. Er það ekki að hluta til einmitt svona kæruleysi og hugarfar sem er búið að koma okkur í þessa stöðu? Það er líka niðurlægjandi fyrir íslenska þegna að horfa upp á stjórnvöld reyna að tjasla upp á samkomulag og setja ýmsa fyr- irvara sem þau halda að Bret- ar og Hollendingar muni sam- þykkja. Hvaða veruleikafirring er í gangi? Af hverju ættu þeir að gera það? Við erum að brjóta samkomulag og breyta samningnum einhliða. Myndum við sætta okkur við slíkt framferði ef við setjum okkur í spor þeirra? Þetta er því l ík heimska að maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Því miður er staðan sú að það eina sem hægt er að gera er að virða ekki fyrra samkomulag, því áhættan er of mikil og líkurnar á brot- lendingu okkar sem þjóðar eru of miklar. Síðan þarf að undir- búa nýjar samningaviðræður með faglegum hætti, fá viðeig- andi aðila að borðinu aftur og ræða hlutina af fagmennsku og finna raunhæfar lausnir. Munum að það er líka ábyrgðarleysi að lofa skuldbindingum sem ekki er hægt að standa við. Við stöndum í milliríkjadeil- um sem við leysum ekki ein og sér og við sem þjóð ráðum ekki einhliða lausn þessa máls. Þess vegna er fáránlegt að eyða öllu þessu púðri í að vera að sjóða saman einhverja fyrirvara og reyna að finna leiðir til að breyta samkomulaginu vegna Icesave. Ef við viljum breyta fyrra sam- komulagi þá þarf að semja um það. Það þarf að kynna og útskýra stöðu okkar og semja upp á nýtt. Við þurfum að gera það faglega, sem þýðir að hagsmunir allra aðila eru hafðir í huga. Ekki bara hagsmunir erlendra þjóða, stofn- ana og fyrirtækja og heldur ekki bara hagsmunir okkar. Þetta er eina raunhæfa leið- in, því er nú verr og miður. Það er illa komið fyrir okkur en við megum ekki spila þannig úr spil- unum að bjóða fólkinu í landinu upp á mun verri lífskjör en bjóð- ast annars staðar og við eigum heldur aldrei að sætta okkur við að vera kúguð af neinum. Við verðum að fara fram á að semja upp á nýtt. Höfundur er háskólakennari með leiðtogafræði og stjórnun sem sérsvið. SIGURÐUR RAGNARSSON Eftirlitsvald aðskilið frá pólitísku valdi UMRÆÐAN Björn Einarsson skrifar um stjórnarskrána Sjálfstæði eftirlitsvalds-ins hefur orðið eftir í lýð- ræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athug- unarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifing- unni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstól- unum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjár- málanna hér á landi. Hvorki ráðherrar né löggjafarþingið eiga að ákvarða hverjir verða dómarar eða hverjir rannsaka meint brotamál. Ekki bara dómsvald- ið á að vera algjörlega óháð pólitíska valdinu, heldur einnig saksóknarar, rannsóknarnefnd- ir, eftir litsnefndir (t.d. Fjármálaeftirlitið), lögregla og Landhelgisgæsla. Ríkisfjölmiðill (Ríkisútvarp-sjónvarp), óháður pólitíska vald- inu og fjármálaheiminum, gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og á að vera undir eftirlitsvaldinu. Við stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku lagði Thomas Jefferson mikla áherslu á að í hverju bæjarfélagi væri stofnað óháð bókasafn, til þess að þegnarnir gætu aflað sér óháðra upplýsinga. Þjóðkjörinn forseti Íslands á að vera yfir- maður eftirlitsvaldsins og skipa í æðstu stöður innan þess. En hann á ekki að vera þjóðhöfð- ingi, það er sá sem fer fyrir framkvæmdarvald- inu, forsætisráðherrann. Forseti Íslands mætti því allt eins heita umboðsmaður lýðsins eða lýð- veldisins. Hann á ekki að koma nálægt pólit- íska valdinu. Hans hlutverk á að vera að gæta þess að lýðræðið sé virkt, boða til kosninga og ákvarða um þjóðaratkvæðisgreiðslur, þegar pól- itíska valdið er ekki í takt við vilja þjóðarinnar. Stjórnarskráin er síðan hið æðsta eftirlits- vald. Hún setur stjórnmálunum og eftirlits- valdinu leikreglur. Hún á ekki að vera samin af stjórnmálamönnum, heldur stjórnlagaþingi, sem kosið er beint af þjóðinni. Valddreifing og beint lýðræði Markmið hefðbundinnar þrískiptingar rík- isvaldsins í framkvæmdarvald (ríkisstjórn), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald er vald- dreifing, til þess að einn þáttur gæti haft eftir- lit með öðrum: Því ættu þeir að vera sem mest aðskildir, m.a. til að koma í veg fyrir að vald- hafar tækju of mikið tillit til eigin hagsmuna við ákvarðanatöku í stað hagsmuna heildarinn- ar og umbjóðenda sinna. Framkvæmdarvaldið er það sem ræður „hvað skal gera og hvað skal ekki gera“, og er því hinn raunverulegi valdhafi ríkisvaldsins. Löggjafarvaldið hefur það hlutverk að setja lög um „hvað má gera og hvað má ekki gera“, hvort sem er framkvæmdarvaldið, fjármálamenn eða almenningur. Það ákvarðar líka um öflun fjár í ríkissjóð, og setur framkvæmdarvaldinu tak- markandi fjárlög. Dómsvaldið hefur síðan það hlutverk að dæma hvort farið sé að lögum og stjórnarskránni fylgt. Stjórnarskráin segir til um stjórnskipunina, inniheldur reglur sem lög mega ekki brjóta í bága við og almenn mann- réttindi, „hvað má leyfa og hvað má ekki leyfa“. Á sínum tíma var þrískipting ríkisvalds- ins mikilvægt skref í baráttu fyrir lýðræði, en einvaldar höfðu alla þætti valdsins á einni hendi. Fyrsta skrefið var að færa löggjafar- valdið til þjóðkjörins þings og gera dómsvald- ið sjálfstæðara. Þróun lýðræðisins hefur svo aðallega snúist um að auka beint lýðræði, að lýðurinn ráði ferðinni, því hjá honum á valdið uppruna sinn, ekki frá guði eins og einvaldarn- ir héldu fram. Annars vegar er það með því að fleiri þegnar fái að kjósa (eignalausir, konur og yngra fólk) og hins vegar með því að hafa þjóð- aratkvæðagreiðslur um sífellt fleiri stórmál. Aðskilnaður pólitísks valds? Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinn- ar hefur aðskilnaður framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins mest verið ræddur, þ.e. afnám þingræðisreglunnar. Í forsetaræði er kosinn pólitískur forseti beint, sem velur með sér ráðherra. Framkvæmdarvald- ið er þar með sterkara en löggjafarvaldið, með minni valddreifingu og þar með minna eftirliti. Forsetaræðið er aðallega við lýði í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu auk Frakklands og Rússlands. Fyrir þingræðinu er norræn og evrópsk hefð. Það stuðlar að valddreifingu, þar sem fram- kvæmdarvaldið þarf að styðjast við þingmeiri- hluta löggjafans. Þingræðið er hins vegar óbeinna lýðræði, þar sem framkvæmdarvaldið er ekki kosið beint. En beint lýðræði má auka með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri mál. Pólitíska valdið er í eðli sínu svo samtvinnað í heimi stjórnmálaflokkanna, að það er vafasamt að frekari aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds hérlendis leysi nokkurn vanda í stjórnskipun okkar. Mikilvægast við endurskoðun stjórnarskrár- innar Sjálfstætt eftirlitsvald, óháð pólitísku valdi, sem kosið er til beint af lýðnum er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrár- innar. Núverandi embætti forseta Íslands á að fara fyrir eftirlitsvaldinu, en algjörlega ópólit- ískt. Þar sem forsætisráðherrann fer fyrir fram- kvæmdarvaldinu og er því hinn raunverulegi þjóðhöfðingi færi betur á að hann yrði „Forseti Íslands“ en forsetinn „Umboðsmaður lýðræðis- ins“. Höfundur er læknir og heimspekinemi. BJÖRN EINARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.