Fréttablaðið - 12.08.2009, Page 24
12. ÁGÚST 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● mitsubishi rally
Árið 1980 var fyrsta alþjóðrall-
ið á Íslandi haldið. Þá var Ísland
aftur orðið félagi í alþjóða aksturs-
íþróttasamtökunum, FIA.
Til þess að gera keppnina al-
þjóðlega komu hingað keppendur
frá Noregi og skemmst er frá því
að segja að þeir Finn Ryhl Ander-
sen og Jan Johansson sigruðu. Í
gegnum tíðina hafa ávallt verið er-
lendir keppendur, en þeir hafa ekki
haft erindi sem erfiði, hafa einung-
is sigrað þrisvar sinnum.
Keppnin hefur gegnum tíðina
verið stærsta rallkeppni keppnis-
ársins og náð yfir tvo til fjóra
daga, eftir því hvernig skipulagið
hefur verið. Í tæpan áratug hefur
keppnin komist í það form sem
þessi þrítugasta keppni er. Stutt-
ur dagur til að hrista hrollinn úr
keppendum. Næsti dagur lang-
ur og krefjandi, ekki aðeins fyrir
keppendur heldur einnig bifreið-
ar. Síðasti dagurinn sem hefur svo
verið nógu langur til að keppendur
geti unnið sig upp.
Keppnin var upphaflega ætluð
sem útrás íslenskra vega í alþjóð-
legar aksturskeppnir. Sú útrás fór
hægt af stað, en hefur haldið sínu
striki í gegnum árin. Svo skrýtið
sem það er nú, þá vilja útlendingar
koma hingað og aka þessa gömlu
malarvegi okkar. Það er ævintýri
að geta gert það og um leið njóta
allra þeirra þæginda sem nútíma
Ísland býður upp á.
Við óskum afmælisbarninu alls
hins besta með von um glæsta
framtíð. Tryggvi M. Þórðarson
Íslenskir íþróttamenn hafa á
flestum sviðum staðið sig von-
um framar á erlendri grundu
undanfarið ár. Akstursíþrótta-
menn eru þar engin undan-
tekning og skarta Íslendingar
nokkrum öflugum keppend-
um í mismunandi greinum
akstursíþrótta sem allir eiga
það sameiginlegt að hafa náð
eftirtektarverðum árangri
undanfarin misseri.
Íslandsmeistarinn í rallý, Daní-
el Sigurðsson, hefur verið iðinn
að keppa í Bretlandi undanfarin
ár. Hann hefur frá upphafi keppt
á Mitsubishi Lancer-bifreiðum
og hefur árangur hans, áræði og
hraði vakið athygli, svo mikla að
keppnislið Mitsubishi í Bresku
meistarakeppninni gerði samn-
ing við hann í vor um þróun á nýj-
asta keppnisbíl sínum, hinum stór-
glæsilega Lancer Evolution X.
Daníel hefur keppt í fjórum
keppnum á nýja bílnum og má
með sanni segja að þróun bíls-
ins hafi gengið vonum framar og
hraðinn verið stigvaxandi frá upp-
hafi. Bíllinn er smíðaður af SJR
Motorsport í Wales og hefur Stu-
art Jones, fyrrverandi keppandi
úr heimsmeistarakeppninni í rallý,
átt veg og vanda að smíði bílsins,
en hann mun einmitt fá að aka bíl
Daníels í fyrsta sinn í Alþjóðarall-
inu um næstu helgi.
Þessi nýjasta afurð Mitsubishi
í Evolution-flórunni er gjörbreytt
frá forvera sínum. Munar þar
mestu um stórbættan mótor, aukna
slaglengd fjöðrunarkerfis og lægri
þyngdarpunkt,
allt hlutir sem
skipta gríðar-
miklu máli í
keppnisakstri.
Mitsubishi,
s e m h e f u r
hampað heims-
meistaratitlum
ítrekað í rall-
akstri, tókst það
sem flestir töldu ógjörning. Það er
að gera bíl sem er hraðskreiðari
en níunda gerð Evolution. Sá bíll
hefur hampað meistaratitlum úti
um allan heim og er sannarlega
vinsælasti og sigursælasti fjölda-
framleiddi rallýbíllinn frá upp-
hafi.
Frumraun Daníels á bifreiðinni
var önnur umferð Bresku meist-
arakeppninnar, Pirelli rallið. Þar
mætti hann öllum bestu ökumönn-
um Bretlands og skilaði bílnum
í mark í sjöunda sæti, sem var
framar öllum vonum.
Í annarri keppninni sannaðist
að hraði bílsins var engin tilvilj-
un. Fimmta sætið var ásættanlegt
eftir akstursmistök og tilraunir á
bílnum.
Þriðja keppnin, Mid Wales
Stages, undirstrikaði endanlega
geysilega hraðar framfarir á bíln-
um og háði Daníel harða baráttu
um sigur í heildarkeppninni, en
varð að láta sér annað sætið lynda,
sex sekúndum frá sigri. Hraði
Mitsubishi Lancer Evolution X var
staðreynd, einnig sigur í flokki
óbreyttra bíla tæpum þrem mín-
útum á undan næstu bifreið, sem
skelfdi marga.
Fjórða keppnin var haldin
seinni part júlí. Strax frá upphafi
leiddi okkar maður keppnina og
sýndi ókrýndum Mitsubishi Evo-
Challenge meistara 2009, Dani-
el Barry, klærnar frá upphafi til
enda. Ótrúlegur akstur á síðustu
sérleið tryggði Barry 1,1 sekúndu
sigur, eftir baráttu í rúmar 50
mínútur. Við þetta tækifæri sagði
Barry: „Mitsubishi Lancer Evolu-
tion X er fljótasti óbreytti bíllinn
í dag,“ enda þurfi hann á öllu sínu
að halda til að landa sigrinum.
Þorgerður Gunnarsdóttir
Ritstjóri: Elvar Örn Reynisson l Ábyrgðarmaður: Jón Þór Jónsson Bifreiða-
íþróttaklúbbur Reykjavíkur l Heimasíða: www.bikr.is l Tölvupóstfang: bikrsport@
gmail.com l Heimilisfang: Engjavegur 6, 108 Reykjavík
Hilmar B. Þráinsson er ökumaður sem hefur mikla reynslu af
rallakstri. Hann hefur keppt í öllum flokkum á 12 ára ferli, varð
Íslandsmeistari í jeppaflokki árið 2007 og í nýliðaflokki árið
2004. Uppáhalds sérleiðin hans er Mælifellsdalur og besta minn-
ingin er hans fyrsta keppni sem aðstoðarökumaður hjá Fjölni
Þorgeirssyni.
Í ár ákvað hann að
keppa í 2000 flokki með
aðstoðarökumanninum,
Stefáni Þór Jónsyni, og
varð Honda Civic fyrir
valinu. Hilmar keppti
einnig á sama bíl í rallý-
krossi í sumar en til að
spara rallýbílinn tók
hann sig til á miðju tíma-
bili og smíðaði annan
sérstaklega fyrir rallý-
krossið. Það lá því bein-
ast við að spyrja út í
smíði á rallýbíl.
„Búið er að smíða í
hann veltibúr samkvæmt
reglum, setja körfustóla, fjögurra punkta belti og setja hlífðar-
pönnur til að verja undirvagninn, bremsur eru uppfærðar lít-
illega en að mestu leyti er hann annars óbreyttur samkvæmt
reglum sem gilda í 2000 flokki,“ segir Hilmar og heldur áfram:
„Rallý er mjög krefjandi og skemmtileg íþrótt, þarna er verið
að teygja sig út á ystu mörk getunnar og það má ekkert klikka,
þetta reynir mikið á bæði menn og bíla.“ - eör
Það má ekkert klikka
Hilmar B. Þráinsson keppir í 2000 flokki
með aðstoðarökumanninum Stefáni Þór
Jónssyni. MYND/ELVAR
Alþjóðarall í þrjátíu ár
Rásmark Rallý Reykjavík árið 2008. MYND/ELVAR
Meðlimir úr breska flughernum tóku þátt í keppninni í fyrra á forláta Willy‘s-jeppum.
MYND/ELVAR
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur var
stofnaður árið 1977, og hefur í gegnum árin
verið vettvangur fólks með áhuga á aksturs-
íþróttum. Í seinni tíð hefur starfið að mestu
snúist um rallý og er nú svo komið að BÍKR
heldur 4 til 5 af þeim 6 keppnum sem mynda
Íslandsmótið í rallý. Hið alþjóðlega Mitsubishi
Rally Reykjavík verður einmitt haldið dagana
13.-15. ágúst og er því mikið um dýrðir hjá fé-
lagsmönnum okkar á næstu dögum.
Það eru ekki einungis keppendur sem eru uppistaða meðlima
BÍKR. Akstursíþróttamenn eru fjölbreyttur hópur af fólki af
báðum kynjum svo sem starfsmenn keppnisstjórnar, aðstoð-
ar- og viðgerðarfólk. Gera má ráð fyrir að í hverri keppni séu
um 200 manns í margvíslegum hlutverkum. Ef það blundar í þér
akstursíþróttamaður, lesandi góður, settu þig þá í samband við
klúbbinn í gegnum heimasíðu okkar www.bikr.is eða komdu á
sýninguna okkar sem nú stendur yfir í Perlunni. Öllum áhuga-
mönnum um íslenskt mótorsport óska ég gleðilegrar hátíðar og
keppendum velgengni í rallinu um helgina. Jón Þór Jónsson , formaður BÍKR
Kveðja formanns
Daníel Sigurðsson hefur frá upphafi keppt á Mitshubishi Lancer.
Daníel Sigurðsson,
Íslandsmeistari í
rallý.
Útrásin í fullum gangi
Á miðju sumri lést Hjalti Hafsteinsson, langt
fyrir aldur fram. Áhugamál hans lágu víða,
skoðanir hans og sjónarhorn á samtímann,
íþróttir eða listir var á stundum það sem ekki
var almennt notað, en hann kom því skilmerki-
lega til skila á sinn rólega og yfirvegaða hátt.
Hann var tengiliður keppenda í alþjóðarall-
inu frá árinu 1992 og reyndist í því starfi afar
farsæll. Þar kom afar yfirgripsmikil þekk-
ing hans á regluverki akstursíþrótta að góðum notum. Eins og
í öðrum íþróttagreinum vill keppnishiti oft blinda, en honum
var einstaklega lagið að opna leiðina að sátt sem allir gátu stað-
ið við.
Hann var gangandi alfræðibók um akstursleiðir og tíma er til
þurfti til að aka. Fyrir um tíu árum ræddum við yfir kaffibolla
hugsanlega keppni fornbíla og dagleiðir. Síðastliðið haust varð
þessi akstur að veruleika, í nokkuð óbreyttri mynd frá upphaf-
legu tillögunni.
Er akstursíþróttafélag hennar konunglegu bresku hátignar
kom hingað fyrst fyrir um fjórtán árum sótti hann félaga þess
út á flugvöll og skilaði þangað aftur að keppni lokinni. Þeir
minnast hans nú í ár með því að aka með sérstaka minningar-
skildi á bifreiðum sínum, honum til heiðurs.
Skyndilegt brottfall er ávallt þungbært. Við viljum minnast
Hjalta E. Hafsteinssonar fyrir þær góðu stundir sem við áttum
með honum, því minningarnar lifa jú að eilífu. Tryggvi M. Þórðarson
MINNING