Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 12.08.2009, Qupperneq 42
26 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Baldur Sigurðsson var í gær kallaður í íslenska lands- liðshópinn sem mætir Slóvakíu í kvöld. Ragnar Sigurðsson, leik- maður IFK Gautaborgar í Sví- þjóð, forfallaðist vegna veikinda. Baldur hefur leikið vel með KR í Pepsi-deildinni í sumar og er meðal markahæstu leikmönnum deildarinnar með sjö mörk. Hann á að baki nokkra leiki með yngri landsliðum Íslands. - esá Íslenski landsliðshópurinn: Baldur í stað Ragnars BALDUR SIGURÐSSON Valinn í íslenska landsliðið í fjarveru Ragnars Sigurðsson- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > U-21 árs landslið karla mætir Tékkum Íslenska U-21 árs landslið karla í fótbolta mætir Tékk- landi í undankeppni EM 2011 í dag kl. 15.30 og fer leikurinn fram á KR-velli. Þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppninni og fyrsti „alvöru“ leikur landsliðsþjálfar- ans Eyjólfs Sverrissonar eftir að hann tók við liðinu á nýjan leik. Tékkar hafa þegar spilað einn leik í riðlinum en liðið vann þá 0-8 útisigur gegn San Marínó og því má búast við erfiðum leik fyrir íslensku strákana. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson hefur þurft að gera fjórar breytingar á landsliðshópi sínum fyrir vináttulandsleik- inn gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli kl. 19 í kvöld vegna meiðsla og veikinda leikmanna. Ólafur er þó hvergi bang- inn; segir þá leikmenn sem eftir standi vel á sig komna og vonast eftir jákvæðum úrslitum úr leiknum. „Eins og oft þegar hópurinn er valinn tínist einn og tveir leikmenn úr vegna meiðsla. Það er ekkert óeðlilegt og við bregðumst bara við því. Standið á leikmannahópnum í heild sinni er bara nokkuð gott þó svo að leikmennirnir séu vissulega á mismunandi róli í þjálfun sinni þar sem sumir eru á miðju leiktímabili en aðrir að klára undirbúningstímabil með félögum sínum. Þessi leikur gegn Slóvakíu verður annars svona prufuleikur fyrir leikinn gegn Noregi í undankeppni HM og við munum leggja hann upp þannig. Við förum í leikinn til þess að vinna hann og munum eflaust leggja mikla áherslu á varnar leikinn til þess að reyna að fá jákvæð úrslit út úr þessu. Það verður svo vonandi til þess að efla sjálfstraust leikmannanna fyrir Noregs- leikinn,“ segir Ólafur en íslenska landsliðið er nú búið að tapa fjórum leikjum í röð, þremur í undankeppn- inni og einum vináttulandsleik. Ólafur viðurkennir að staða íslenska liðsins sé ekki góð í undankeppninni og sé vitanlega búin að valda honum þó nokkrum vonbrigðum. „Við höfum satt best að segja ekki fengið þau úrslit út úr leikjum okkar upp á síðkastið sem við vorum að vonast eftir. Það verður bara að segjast eins og er. Hverju það er að kenna er erfitt að segja en það er nokkuð sem við verðum að halda áfram að reyna að kryfja. Því er ekki að neita að Skotaleik- irnir standa upp úr í þessu samhengi og það brennur að hafa ekki fengið eitt einasta stig úr viðureignum okkar við þá,“ segir Ólafur. ÓLAFUR JÓHANNESSON: VONAST EFTIR JÁKVÆÐUM ÚRSLITUM ÞEGAR ÍSLAND MÆTIR SLÓVAKÍU Í KVÖLD Þurfum að ná upp sjálfstrausti fyrir Noregsleikinn Pepsi-deild kvenna Valur-Fylkir 2-0 1-0 Rakel Logadóttir (6.), 2-0 Kristín Ýr Bjarna- dóttir (21.). Þór/KA-Stjarnan 1-1 1-0 Rakel Hönnudóttir (14.), 1-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (81.). Breiðablik-KR 0-0 GRV-Keflavík 7-0 ÍR-Afturelding/Fjölnir 4-3 STAÐAN Í DEILDINNI 1. Valur 15 11 2 2 69-17 35 2. Breiðablik 15 10 3 2 45-11 33 3. Stjarnan 15 10 3 2 39-12 33 4. Þór/KA 15 9 3 3 47-24 30 5. Fylkir 15 6 5 4 41-24 23 6. KR 15 6 2 7 29-19 20 7. GRV 15 5 0 10 16-46 15 8. Afture/Fjöln 15 4 2 9 22-34 14 9. ÍR 15 15 3 10 15-58 11 10. Keflavík 15 15 0 0 6-84 0 ÚRSLIT OG STAÐA HANDBOLTI Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í handbolta unnu 35-23 sigur gegn Katar í lokaleik undanriðils síns á HM í Egypta- landi en fyrir var ljóst að Ísland kæmist ekki áfram í milliriðil. Ísland keppir þess í stað um 13.- 16. sæti á fimmtudag og föstu- dag. Ólafur Gústavsson var atkvæðamestur íslensku strákanna gegn Katar með 9 mörk. - óþ HM U-21 árs landsliða: Ísland keppir um 13.-16. sæti HEIMIR RÍKARÐS- SON Landsliðs- þjálfarinn hafði sett stefnuna á milliriðil á HM. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA KÖRFUBOLTI Síðari hluti riðlakeppn- innar í B-deild Evrópumeistara- móts kvenna fer fram á næstu vikum og mun íslenska landsliðið á þeim tíma leika fimm síðustu leiki sína í riðlinum. Fyrri hluti keppn- innar fór fram í fyrra og þá vann Ísland einn af fimm leikjum. Síðan þá hefur nýr landsliðs- þjálfari, Henning Henningsson, tekið við liðinu og setur hann lið- inu það markmið að vinna þrjá af þeim fimm leikjum sem eru fram- undan. Hann valdi í gær tólf leik- menn fyrir landsleikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Ég tel það raunhæft markmið,“ sagði Henning. „Við ætlum að vinna bæði Sviss og Írland og stela svo einum sigri af annað hvort Hol- landi eða Slóveníu. Auðvitað förum við í hvern leik til þess að reyna að vinna hann en við vitum að Svart- fjallaland er með mjög sterkt lið.“ Eini sigurleikur Íslands í keppn- inni til þessa kom gegn Sviss á heimavelli í fyrra en liðin mætast nú ytra. Leikið verður á 3-4 daga fresti eftir það og Ísland mætir Hollandi á miðvikudaginn og svo Slóven- um ytra um aðra helgi. Törninni lýkur svo með tveimur heimaleikj- um, fyrst gegn Írlandi og þá gegn Svartfjallalandi. Henning segir það ekki hafa verið erfitt að koma í starf lands- liðsþjálfara í hálfnuðu verkefni. „Það er markmið allra þjálfara að fá að þjálfa landsliðið og þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími. Þessar stelpur eru miklir fagmenn og tóku á málunum sem slíkir. Ég þekkti þær þó allar vel og hef þjálfað margar þeirra áður.“ Hann segir þó framhaldið hjá sér óráðið en samningur hans við KKÍ rennur út að landsleikjatörn- inni lokinni. „Það er ekki undir mér komið að ákveða framhaldið. Ég mun setjast niður með forráðamönnum sam- bandsins þegar törninni lýkur og þá verður framhaldið ákveðið.“ Hann segir þó framtíð landsliðs- ins bjarta. „Ég á ekki von á öðru en að það verði keyrt áfram á sama mannskap næstu árin enda liðið ungt og ef til vill ekki nema 2-3 leikmenn sem munu hætta í lands- liðinu á næstu misserum.“ Leikurinn í Sviss hefst klukkan 16 að íslenskum tíma á laugardag- inn kemur. - esá Henning Henningsson landsliðsþjálfari í körfubolta valdi tólf manna landsliðshóp fyrir leik gegn Sviss: Markmið að vinna þrjá af fimm leikjum HÓPURINN TILKYNNTUR Henning Henningsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi KKÍ í gær ásamt Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ, og leikmönnunum Signýju Her- mannsdóttur og Helenu Sverrisdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ sem mætir Sviss á laugardaginn Signý Hermannsdóttir KR Hafrún Hálfdánardóttir Hamar Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík Ragna M. Brynjarsdóttir Haukar Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar Telma Björk Fjalarsdóttir Haukar Hildur Sigurðardóttir KR Birna Valgarðsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Hamar Kristrún Sigurjónsdóttir Hamar Helena Sverrisdóttir TCU María Ben Erlingsdóttir UTPA FÓTBOLTI Valur hefur tveggja stiga forskot á Breiðablik og Stjörnuna eftir leiki gærkvöldsins í Pepsi- deild kvenna. Íslandsmeistarar Vals fengu draumabyrjun á Vodafonevellin- um þegar Rakel Logadóttir skoraði strax á 6. mínútu leiksins en eftir það létu gestirnir í Fylki nokkuð til sín taka. Danka Podovac fékk til að mynda kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn þegar hún slapp inn fyrir vörn Vals en skot henn- ar fór talsvert fram hjá markinu. Það reyndist dýrkeypt því í næstu sókn bætti Kristín Ýr Bjarnadótt- ir við öðru marki fyrir Val með góðum skalla eftir aukaspyrnu utan af kanti. Dagný Brynjarsdóttir fékk kjör- ið tækifæri til þess að skora þriðja mark Hlíðarendakvenna þegar skammt var eftir af fyrri hálf- leik en Björk Björnsdóttir í Fylk- ismarkinu sá við henni og staðan var því enn 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki tíð- indamikill og Valsstúlkur slökuðu talsvert á klónni og hleyptu Fylk- isstúlkum inn í leikinn að nýju. Anna Björg Björnsdóttir fékk kjörið tækifæri til þess að minnka muninn þegar um tíu mínútur voru eftir en skalli hennar úr opnu færi sigldi fram hjá marki Vals. Leikurinn fjaraði svo smátt og smátt út og sigur Vals því aldrei í hættu. Valsstúlkur hafa því örlögin enn í eigin hendi þegar deildin fer í tæplega mánaðarfrí og þarf bara að vinna sína leiki til þess að verja titil sinn. „Ég er alveg rosalega sáttur með þennan leik og ég er mjög ánægð- ur með frammistöðu liðsins. Hug- arfarið og viljinn sem liðið sýndi var til fyrirmyndar og það er gríð- arlega gott að fara í fríið með þessi þrjú stig,“ sagði Freyr Alexanders- son, þjálari Vals í leikslok í gær. Dramatískt jafntefli á Akureyri Þór/KA og Stjarnan áttust við í sannkölluðum toppslag á Akureyri í gær en 1-1 jafntefli varð niður- staðan. Þór/KA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Rakel Hönnudótt- ir kom norðanstúlkum yfir strax á 14. mínútu eftir sendingu frá Elvu Friðjónsdóttur. Stjörnustúlkur ógnuðu einna helst með langskot- um sínum en 1-0 forysta heimaliðs- ins í hálfleik var verðskulduð. Mikið batamerki var þó á leik Stjörnustúlkna í seinni hálfleik og þær komust nærri því að jafna leikinn þegar boltinn fór í mark- slána á marki Þórs/KA. Stuttu síðar komst framherjinn Björk Gunnarsdóttir svo ein í gegnum vörn Þórs/KA en Halla Valey Val- mundsdóttir sá við henni. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 81. mínútu þegar Inga Birna Friðjónsdóttir átti skot sem Halla Valey réði ekki við. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Arna Sif Ásgrímsdóttir stuttu síðar sitt annað gula spjald og þar með rautt og heimastúlkur því leikmanni færri á lokamínútunum. Það breytti því þó ekki að Vesna Smiljkovic fékk besta marktæki- færið fyrir heimastúlkur til þess að skora sigurmarkið í uppbót- artíma en Sandra Sigurðardótt- ir sýndi landsliðstakta í marki Stjörnunnar og sá til þess að Stjörnustúlkur fóru heim með eitt stig í farteskinu. Bæði lið þurfa hins vegar nauð- synlega á sigri að halda í topp- baráttunni við Val og Breiðablik og jafnteflið því skammgóður vermir. Vegna lokakeppni EM í Finn- landi sem hefst 23. ágúst verður gert tæplega mánaðarfrí í Pepsi- deildinni og 16. umferðin fer því ekki fram fyrr en 8. september. Þá mætast Stjarnan og Valur í stór- leik umferðarinnar í Garðabæ. omar@frettabladid.is Valsstúlkur áfram í bílstjórasætinu Íslandsmeistarar Vals styrktu stöðu sína í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna þegar liðið vann Fylki á meðan Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn líkt og Breiðablik og KR. Deildin fer nú í um mánaðarlangt frí vegna EM. HART TEKIST Á Valsstúlkan Dóra María Lárusdóttir er hér í harðri baráttu við Fykis- stúlkuna Kristrúnu Kristinsdóttur í leik liðanna í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.