Samvinnan - 01.08.1949, Síða 13
Forsœtisráðherrar Sviþjóðar hafa oft ávarpað samvinnuþing. Hér flytur Tage Erlander, for-
scetisráðherra Svia. áivarto á 50 ára hátiðinni.
eigninni við hringana í Svíþjóð, til
hagsbóta fyrir allan almenning.
Pólitisk árás
En draumurinn um að stöðva sam-
vinnhreyfinguna í upphafi var ekki
þar með búinn. í fyrri heimsstyrjöld-
inni, þegar nauðsyn bar til sérstakra
kreppuráðstafana af hálfu opinberra
aðila í Svíjrjóð, var reynt að nota
kvótaskipulag, er þá var upptekið, ti!
þess að eyðileggja Sambandið og kaup-
félögin. KF varð mjög hart úti á þess-
um árum. Árið 1917 átti að láta kné
fylgja kviði og koma sambandinu í
gröfina með pólitískum vopnum. Þá
var lagt fram skattafrumvarp í þing-
inu, sem mundi hafa gjört vaxtamögu-
leika samvinnufélaganna í þjóðfélag-
inu að engu. Þá átti að skattleggja um-
setningu kaupfélaganna með sérstök-
um skatti, sem nanr 8%. En ríkisþing-
ið sá, að hér var hið mesta óréttlæti
á ferðinni. Málinu var vísað til nefnd-
ai og þaðan kom það aldrei franr í
dagsljósið.
Neytendnr stóðu saman
Þegar kreppuástand fyrri lreimsstyrj-
aldarinnar var um garð gengið, virtist
svo í fyrstu, sem baráttan gegn sam-
vinnuhreyfingunni væri hjá liðin í
bili a. nr. k. En svo var þó ekki til
lengdar. Verksmiðjueigendur bund-
ust sanrtökum um að torvelda starf-
senri samvinnumanna. Kornnryllueig-
endur mynduðu með sér sanrtök eða
hring, sem hafði m. a. það hlutverk,
að torvelda kornverzlun samvinnu-
manna. En KF svaraði þessu bragði
með því að ráðast sjálft í að kaupa og
starfrækja kornmyllu í Stokklrólmi, og
síðar einnig í Gautaborg. Árásir á
sambandið fyrir þessar framkvæmdir
voru ekki sparaðar. KF átti ýmist að
leiða landsmenn út í hættulegan sós-
íalisma eða vera í vasa stórkapítalista.
F.n það var þó ekkert leyndarmál,
hvaðan fjármagnið til þessara fram-
kvæmda kom. Það kom úr varasjóði
KF og úr innlánsdeild þess. Reynt
var að tortryggja innlánsdeildina og
telja fólki trú um að KF tefldi áhættu-
spil með sparifé almennings. En allt
kom fyrir ekki. Neytendur stóðu sam-
an urn sín mál og sín fyrirtæki.
Árið 1926 reyndu framleiðendur
gúmmískófatnaðar að nota aðstöðu
sína gagnvart notendum þessa varn-
ings. Þeir voru einu framleiðendurnir
í landinu og gátu ráðið verðinu að
vild sinni. KF snerist þegar til varn-
ar hagsmunum almennings, náði
tangarhaldi á einni gúmmíverk-
smiðju. Árangurinn varð sá, að sænsk-
ur almenningur fékk brátt ódýrari
gúmmískófatnað á fæturnar en áður
hafði þekkzt og síðan varð verðlag frá
verksmiðju KF það ráðandi verð í
landinu.
Gegn hringum og einokunum.
Rétt fyrir 1930 var svo langt kom-
ið í þróun samvinnumála í Svíþjóð,
að forustumenn Sambandsins töldu
ástæðulaust að fjandmenn samvinnu-
stefnunnar réðu því lengur með að-
gerðum sínum, hvaða fyrirtæki væri
ráðist í. Fram til þessa hafði Samband-
ið einkum haldið sér við varnarráð-
stafanir. Nú var búizt til sóknar. KF
hóf alskipti af glóðlampaframleiðsl-
unni. Greinargerð, sem KF lagði fram,
sýndi, að verðlag á þessari vöru var
mjög misjafnt í landinu og ekki rétt-
látt. Og KF lét ekki standa við orðin
tóm. Það náði tangarhaldi á Luma-
glóðlampaverksmiðjunni. Þetta varð
þegar til þess að glóðlampahringurinn
lækkaði verð á lömpum sínum og
bauð upp á samvinnu með verðlag,
en þessi samvinna átti að verða því
skilyrði háð, að KF réðist ekki í að
byggja nýja verksmiðju. Þetta gátu
sænsku samvinnuleiðtogarnir ekki
samþykkt. í þess stað var hafizt handa
Sérstákur póststimþill var á bréfum, sem póst■
lögð voru á Skansinum hátiðisdaginn.
13