Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 15
I sumar hafa Ferðaskrifstofa ríkisins og Skipaútgcrð ríkisins efnt í fyrsta sinn til hópfcrða íslendinga til annarra landa. Af gjaldcyrisástæðum var ákveðið að farið skyldi til Glasgow, enda hafa ferðamenn af Bretlandseyjum farið þaðan hingað til lands á íslen/.kum skipum. Alls munu um 1000 íslendingar hafa tekið þátt í þessum ferðum í sumar, en um 400 ferðamenn af Bretlandseyjum. Vilhj. S. Vilhjálmsson, rithöfundur, var með í fyrstu ferðinni 3. —13. júní sl., og segir hann lesendum „Samvinnunnar“ hér í stórum dráttum frá því, sem bar við í förinni á sjó og landi og þeim áhrifum, sein hann varð fyrir. — Flestar myndimar tók Sigurður Úlfarsson, húsgagnasmiður. Majórinn. Fyrsta hópferð íslendinga til SKOTLANDS |j Eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson | Ungur Skuu. I. INNST nokkur sá unglingur á ís- landi, út við sjó eða upp til dala, sem ekki dreymir um að komast eitt sinn út og sjá önnur lönd? Eg hef engan hitt, sem ekki hefur átt slíkan draum. Fyrrum var það aðeins draum- ur, sem flestir trúðu varla á að mundi rætast — og trúa ungir menn þó í lengstu lög að þeim verði allir vegir færir, — og þegar fullorðinsárin komu, heimili, maki og börn, gleymdist draumurinn að mestu, varð aðeins að gamalli, glæsilegri von, sem ekki rætt- ist, en sem hugurinn hvarflaði til á hvíldarstundum og vakti óljósa, hálf- gleymda þrá. Nú er þetta breytt, eins og allt ann- að með íslenzku þjóðinni. Allir ung- lingar telja nú, að draumurinn um að fara út og sjá heiminn, muni rætast fyrr en varir, jafnvel næsta sumar eða hitt sumarið, eða einhvern tíma bráð- um. Þeir búa sig undir það, safna sér fé til fararinnar og afla sér kunnleika um þau lönd, sem þá langar mest til að kynnast. Líkast til eru fáar þjóðir haldnar eins sterkri útþrá og við íslendingar. Astæðan er auðsæ. Land okkar er langt frá öðrum löndum, einangrað í víð- áttumiklu hafi, gjörólíkt flestum öðr- um löndum, en auk þess voru forfeður okkar djarfir landleitarmenn og arfur- inn frá þeim er í blóði okkar. Eg efast um, að nokkur þjóð hafi á síðustu árum, síðan styrjöldinni lauk, ferðazt eins mikið úr landi sínu og við íslendingar. Ástæðurnar fyrir því að þeir hafa getað þetta, liggja og í aug- um uppi. Löngunin til ferðalaganna hefur alltaf verið fyrir hendi, efni hefur aðeins skort þar til nú. Nú hefur efnahagsafkoma fólks gjörbreytzt frá 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.