Samvinnan - 01.08.1949, Side 18

Samvinnan - 01.08.1949, Side 18
eyrissjóð minn, og eg skrifaði sam- vizkusamlega á blaðið. Eg rétti það síðan að viðkomandi yfirvaldi, sem tók við því brosandi og gerði engar athuga- semdir, en síðan var vegabréfið stimpl- að. Eg var sloppinn, og þannig sluppu allir. Síðar kom í ljós, að eg liafði svindlað mig úr landi. Mér datt ekki í hug, að eg ætti að skýra frá 120 ís- lenzkum krónum, sem eg var með í vasanum. Ymsir höfðu verið svo vitrir að vita þetta og segja frá því í þokka- bót, með þeim alleiðingum, að ís- lenzku peningarnir voru teknir af þeim og settir í umslag, en þeir hinir sömu kvörtuðu líka sáran á leiðinni, því að þeir gátu ekkert keypt um borð fram yfir það, sem þeir höfðu áður borgað, en margir vilja gjarnan kynn- ast á sjóferðum, ef sjóveikin er þá ekki alveg að drepa þá, en nokkuð var úr þessu bætt með reikningsviðskiptum — og gekk þó erfiðlega, enda menn t'eimnir við að biðja um að láta skrita slíkt hjá sér. Svo flýðu lögreglumenn og tollþjón- ar í land, en við ferðalangarnir — um 100 að tölu — fórum að glápa hver á annan, kinka kolli og brosa feimnis- lega. En það er alltaf afskaplega gaman að sjá, hvernig fólk hagar sér í svona ferðum til að byrja með. Fyrst eru allir merkilegir með sig, stífir, virðulegir, kaldir, svo mýkjast þeir — og loks dansa þeir saman — og næstum því allir verða dús, konur sem karlar, já, jafnvel hinar virðulegu frúr — og strákakjánarnir, sem þykjast eiga allan heiminn, en eiga rétt og slétt fyrir far- gjaldinu — og hafa jafnvel tekið það til láns.... Eg var fljótur að kynnast. Og það gladdi mig sannarlega, þegar eg upp- götvaði, að þarna var, ef svo má segja, þverskurður af íslenzku þjóðinni. — Þarna voru lögfræðingar og dómarar, útgerðarmenn og „gotuburgeisar", símastúlkur og blaðasalar, kaupmenn og búðarstúlkur, stúdentar og vinnu- konur, verkamenn og pabbadætur, miðaldra glæsikonur og myndarlegir mömmudrengir. Þarna voru húsgagna- smiðir, bólstrarar, járnsmiðir og tré- smiðir, múrarar og stúdentar, læknar og hagfræðingar, verkakonur, lög- regluþjónar og prentarar. Já, þarna voru næstum því allar stéttir, nema hvorki prestar eða tollþjónar, enda er víst bezt að hafa hvoruga með í slíkum ferðum. Reykjavíkursvipurinn straukst fljót- lega af andlitunum og fólkið fór að „hristast saman“ og það gekk ágætlega. Það var ákaflega erfitt að muna nöfn, og fengu því ýmsir nöfn eftir stöðu eða athöfnum, en öll voru þau smekklega valin. Einn fékk þó nafnið „Sherry- karlinn". Það var bráðmyndarlegur bóndi, sem sagði, að ekkert vín jafnað- ist á við sherry. Ein fékk nafnið „Frök- en Halló“. Það var ómögulegt að muna nafnið hennar, en hún hafði unnið við símavörzlu. Ljóðskáld höfð- um við um borð, og hlaut það nafnið „Hirðskáldið", en það var með „Sherrykarlinum“. Allir voru kátir og glaðir. Við sátum í reyksalnum, og þar var mikill kliður. Svo var útvarpað úrslitaleiknum milli íslendinganna og Bretanna. Og það varð heldur en ekki gleði um borð, þegar „við“ settum mörkin, hvert af öðru. Fyrsta markið kom, þegar Keilir var í baksýn, annað þegar við vorum út af Keflavík, þriðja við Garðskaga (Bretamarkið út af Leir- unni) og fjórða markið á Bretana þegar beygt var fyrir Garðskaga. Lófa- klappinu ætlaði aldrei að linna. Það var einn djöfull einhvers staðar á sveimi undir þiljum eða fyrir utan þær, sem margir óttuðust. Sjóveikin. Og eg fór að veita því athygli, þegar klukkan var um 11 og veltingurinn var orðinn allverulegur, að ýmsir fóru að gerast alvarlegir til augnanna og munnsvipurinn ekki eins ljúfur, sér- staklega á stúlkunum. Og svo fór hóp- urinn að þynnast. „Klefarnir fylltust, kveðjur." En aðrir héldu út uppi í reyksal eða úti á þilfari. Eg skreiddist niður um miðnætti. Og þá kom bryt- inn, Sigurður Sigurbjörnsson, til mín í heimsókn, bjartur að vanda og ljóm- andi eins og alltaf, og þarna héldum við ráðstefnu um mataræðið um borð og gang skipsins, eg, brytinn og yfir- vélstjórinn. Og náðist betra samkomu- lag en á utanríkisráðherrafundinum í París. Bátsmaðurinn, Hjalti Gunn- laugsson, kom þarna líka og tilkynnti mér, að allir þeir, sem ynnu undir hans kommandó á þilfarinu stæðu mér til boða með hvað sem væri, en eg bað bana um eina þernu, því að mig lang- aði að fara að hátta. Það var rigning og kalsi úti. En rán- ardætur vögguðu mér í svefninn, og vélin undir höfðalaginu mínu eða ein- hvers staðar þar í grennd, kvað sína vögguvísu við mig. Það er gott fyrir órólegar taugar að sofna við söngklið í dieselvél. Forfeður mínir börðust við brim- garðinn á Eyrarbakka og lendinguna í Þorlákshöfn í aldaraðir, og eg drakk saltan brimúðann með móðurmjólk- inni. Þetta hlýtur að vera eina skýr- ingin á því, að eg skuli reynast „hetja“ Útsýn úr kastalanum i Stirling. 18

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.