Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1949, Qupperneq 35

Samvinnan - 01.08.1949, Qupperneq 35
FYRSTA HÓPFERÐ ÍSLENDINGA TIL SKOTLANDS (Framhald af bls. 21.) ■enginn sá eftir því, sem hafði tekið þátt í því. Og svo rann upp föstudagurinn, síð- asti dagurinn í Skotlandi. Ákveðið var að leggja af stað til Three Lochs kl. 6 um morguninn, og sú áætlun var hald- in. Þessi ferð varð og ógleymanleg. Við vötnin er mikil náttúrufegurð, en niikill galli er það, að við gátum ekki féngið að fara á bát út á Loch Lomond, en það er eitt fegursta vatn Skotlands. Við staðnæmdumst við það og drukk- um te, en héldum síðan heim með nokrum hvíldum meðfram Clyde og komum til borgarinnar um kl. 11. Um leið tvístraðist hópurinn um búðirnar. Eg náði mér í bifreið og fór í búð, fékk það, sem eg vildi, og fór svo til skips. VI. Allir áttu að vera komnir um borð klukkan 2. Eg gekk upp fyrir hafnar- bakkann og rabbaði við gamlan, heim- spekilega sinnaðan mann. Hann hélt, að við værum Finnar, en þegar ég sagði honum, að við værum Islend- ingar, sagði hann að það væri sama. „Öll vötn eru eins. Hver vatnsclropi líkur öðrum, og allir erum við menn- imir eins, hvernig sem við tölum og hvað sem við gerum.“ Erlendu ferðamennirnir fóru nú að koma um borð, og bættust því ný and- lit í hópinn í stað þeirra, sem hurfu, urðu eftir til lengri ferðar um Eng- land, Frakkland og til Norðurlanda. Tollþjónar komu og skoðuðu, en allt gekk vel. Brátt fóru íslendingarnir að kynnast hinum erlendu gestum, og tókst ágæt vinátta. Við sigldum nú aðra leið en við komum, og alltaf innan skerja. En nóttin skall á, og menn gengu til náða. Um hádegi daginn eftir yfirgaf hafn- sögumaðurinn okkur. Við fengum ekki gott sjóveður á leiðinni heim, og fátt var af fólki uppi við. Ákveðið hafði verið að hafa kvöld- vöku á laugardagskvöld, en hún fórst fyrir vegna þess, hve fáir komust fram tir. En þegar við nálguðust land, tók fjör að færast í fólkið, og allir voru glaðir og ánægðir, þegar lagzt var að hafnarbakkanum heima um klukkan 5 þann 13. júní. ,Þar méð vai; fyrstu hópferð Islendinsia til annarra landa lokið. Þessi ferð tókst með miklum ágæt- um, og veit eg, að allir voru ánægðir. Draumar margra höfðu rætzt, og þó að borgirnar, sumar að minnsta kosti, hefðu brugðizt vonum manna, þá höfðu Hálöndin ekki gert það, og ekki heldur Vötnin þrjú. Eg hef í þessari grein orðið að fara allt of fljótt yfir sögu. Freistandi hefði verið að lýsa nokkuð betur ýmsum stöðum, sem við heimsóttum, en þess er ekki nokkur kostur í stuttu máli. Vel getur verið, að ýmsir telji slík ferðalög óþarfa og eyðslu einbera. Eg er ekki einn þeirra. Eg tel nauðsynlegt, að auka svona starfsemi eins og hægt er. Og eg treysti því, að Ferðaskrifstofa ríkisins geri allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að draumar okkar urn að fá að sjá önnur lönd geti rætzt. Eg held, að hver sá íslendingur, sem fer út, verði við það betri og öruggari þegn þjóðar sinnar. V. S. V. MOLDVARPAN (Ffamhald af bls 31.) heiminn til þess að vita, hvort hann gæti ekki fundið fleiri menn. Einn morgun var hann aleinn heima, og þá laoði hann af stað. O Hann gekk lengi lengi og mætti engum manni, hann varð þreyttur og lagðist til hvíldar. Hann sofnaði, en á meðan hann svaf var sólskinið svo sterkt, að treyjan hans bæði skræln- aði og hljóp í hitanum. Þegar strákur vaknaði, fann hann, að treyjan var orðin of þröng, hann fór úr henni og sá þá, að hún var skemmd. Nú varð hann reiður að steytti hnefana á móti sólinni. „Þú skalt ekki halda að þú getir hagað þér svona gagnvart mér bara af því, að ég er svona lítill og þú svona stór!“ hrópaði hann. „Þú heldur, að þér sé óhætt þarna uppi, en bíddu bara, ég skal einhvern tíma ná mér niðri á þér fyrir tiltækið." Hann fór 'heim aftur og sagði systur sinni, hvað komið hefði fyrir. Hann hætti að borða og lagðist í rúmið. Hann lá grafkyrr á annarri hliðinni í tíu daga, en þá velti hann sér ýfir á hina hliðina og lá þannig í tíu daga til. Svo fór hann á fætur og bað syst- ur sína að búa til fyrir sig snoru, hann kvaðst ætla að veiða sólina. „Ég hef enga snúru nógu sterka,“ svaraði systirin. „Væri nóg, að ég byggi hana til úr þurrkuðum sinúm?“ „Nei,“ sagði strákur, „ég verð að fá langan og sterkan streng." ; Stúlkan fór út í skóg að leita, og hún kom aftur með langa og seiga tág. Drengur varð hrifinn, þegar hann sá tágina, liann dró hana eftir vörum sínum, og þá breyttist hún í málmvír. Hann vafði vírnum utan um. sig, þangað til hann bjóst við að hafa feng- ið nóg. Hann fór á fætur skömmu fyrir miðnætti og bjó sig til þess að snára sólina, þegar hún kæmi upp. Hann útbjó snöruna þar, sem hann bjóst við að sólin snerti landið, um leið og hún gægðist upp fyrir. Jú, vissulega, hann snaraði sólina og hélt henni fastri, svo að hún komst ekki upp á himininn. Nú voru dýrin, sem þá stjórnuðu á jörðinni, komin í ljóta klípu. Þau voru algerlega ljóslaus, og í skelfingu sinni hópuðust þau saman til þess að ráða ráðum sínum. Sum þeirra reyndu að sarga í Sund- ur þráðinn, sem batt sólina, en geisl- arnir brenndu þau til ösku, áður en þau komust nógu nálægt. „Lofið mér að reyna," sagði mold- varpan, sem þá var stærsta skepna veraldar. Hún var svo stór, að hún gnæfði sem fjall, þegar hún reis á fætur. Þegar hún kom að staðnum, þar sem sólin var bundin við jörðina, þá rauk upp úr bakinu á henni af hitan- um. Hún gafst þó ekki upp, heldur nagaði vírinn í sundur með beittu tönnunum sínum, og sólin losnaði. En um leið og sólin steig upp, skein hún beint í augun á moldvörpunni og blindaði hana, og hitinn var þá svo mikill, að moldvarpan brann því nær upp til agna, hún varð mjög smá, og Itún hefur verið það síðan. Frá þessari stundu liefur moldvarp- an átt heima í dimmum fylgsnum niðri í jörðinni — sem allra lengst frá geislum sólarinnar. 35

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.