Samvinnan - 01.08.1949, Síða 40
Á förnum vegi
Erindi Vilhj. Arnasonar, flutt i dag-
skrá samvinnumanna í utvarpinu 25.
maí s. I.
AÐ væri t. d. margs að minnast írá þeim
haustdögum árið 1882, er lítið skip klauf
öldurnar út af Langanesi austur, á leið sinni
til Húsavíkur, með fyrstu vörurnar handa
íslenzku samvinnufélagi. Það var ekki stór
farmur á okkar mælikvarða, en dýrmætur
fyrir þá, sem biðu hans. Þessi skipsfarmur
birgði að vörum menn, er að öðrum kosti
hefðu verið illa staddir. Koma þessa skips
táknaði einnig félagslegan sigur. Hún var
upphaf þess, er nú gerist, er samvinnufélögin
flytja árlega vörur til landsins, er nema að
verðmæti tugum milljóna króna, auk margs
konar atvinnu og fjármálastarfsemi á öðrum
vettvangi. Þessi samtök nokkurra tuga fá-
tækra bænda hafa orðið fjölmennustu samtök
þjóðarinnar, og telja nú á þriðja tug þúsunda
félagsmanna.
Þar sem um svo fjölmennan og athafna-
mikinn félagsskap er að ræða, lætur það að
líkum, að mörgum þykir jrað miklu skipta,
hvers konar samtök hér er um að ræða, hvern-
ig þau eru upp byggð, hvert er takmark
þeirra, og hvernig að sé unnið að Jjví verði
náð.
Þessu er ekki unnt að gera góð skil í stuttu
erindi, og læt eg því nægja um það nokkur
orð, en vísa hins vegar til jiess, að auðvelt er
að kynnast jaessum málum á margan hátt, og
þá fyrst og fremst með því að gefa gaum að
starfi samvinnufélaganna í landinu, eins og
það er á hvérjum tíma.
Tilgangur samvinnufélaga er fyrst og
fremst sá, að bæta hag félagsmanna sinna
efnalega. Tilgangur jieirra er einnig sá, að
auka andlegan og siðferðilegan þroska félags-
mannanna, og við það er skipulag þeirra og
uppbygging niiðuð. Félögin eru frjáls samtök
byggð á lýðræðisgrundvelli. Mönnum er
frjálst að gerast félagsmenn jreirra, ef þeir
vilja,: og á sama hátt geta menn sagt sig úr
félögunum.
íhlutunártéttur um stjórn þeirra er jafn
hjá öllúm félagsmönnum, án tillits til efna-
hags þeirra eða annarrar aðstöðu. Hver fé-
lagsmaður hefur eitt atkvæði á félagsfundum
og aðeins eitt atkvæði. Bæði þessi skipulags-
einkenni samvinnufélaganna, er nú voru
nefnd, eru frábrugðin því, sem venjulega
tíðkast í félögum, sem liafa fjárhagslega starf-
semi að markmiði. Þetta skipulag byggir á
Jaeirri trú, að almenningur sé fær um að ráða
málefnum sínum. Hér veitist æskilegt og
eðlilegt tækífæri til þess að ráða mikilvægum
hagsmunum sínum — tækifæri, sem stuðlar
að auknum jjroska, aukinni hæfni til þess að
geta búið við lýðræðisstjórn — sé jjað notað.
í nánu samhengi og samræmi við Jjetta er
liið beina fræðslu- og menningarstarf sam-
vinnufélaga, en jjað er sameiginlegt einkenni
samvinnusámtaka hjá menningar- og lýð-
ræðisþjóðutn.
40
ISLENZKU kaupfélögin og önnur sant-
vinnufélög eru dreifð víðs vegar um land-
ið. Hvert félag er myndað af mönnum, sem
vegna staðhátta og aðstæðna allra eiga hægt
með að vera saman í félagi. Ræður þar oftast
mestu um landfræðileg lega byggðanna, eða
þá sýslumörk og kaupstaða og aðrar ástæður,
sem geta verið breytilegar frá einum tíma til
annars.
Það kemur því oft fyrir, að breytingar verða
á félagssvæðunum, t. d. félögum, sem ná yfir
stór svæði, er skipt í fleiri félög, minni félags-
svæði, eða félagssvæðin stækkuð, er tvö eða
fleiri félög eru sameinuð.
Ivostir þesarar félagslegu uppbyggingar
samvinnufélaganna fyrir hin einstöku byggð-
arlög virðast liggja í augum uppi. Það hlýtur
að fela í sér mikla tryggingu fyrir því, að
stjórn og starfsemi félagsins verði í samræmi
við hagsmuni og vilja þess fólks, sem byggir
félagssvæðið. Það fjármagn, sem myndast við
þessa starfsemi, verður ekki flutt burtu gegn
vilja félagsmannanna. Mörg byggðalög hafa
orðið fyrir áföllum í atvinnu- og fjármálalífi
sínu vegna þess, að einkaeigendur fjármagns,
sem safnazt hefur í byggðarlögunum, hafa
flutt burtu og tekið fjármagnið með. Virðist
einnig sú hafa orðið raunin á, að ekkert
hafi verið til fyrirstöðu slíks tilflutnings
fjármagns, þar sem t. d. ríkið rekur fyrirtæki.
Því gæti ríkisvaldið ráðið, þótt gegn vilja
þeirra væri, er byggðalögin byggja. Reynslan
hefur sýnt, að kaupfélögin mynda i flestum
tilfellum öruggan grundvöll undir viðskipta-
og atvinnumál byggðalaganna. A þetta ekki
sízt við um hinar fámennari byggðir, þar sem
minna gætir athafna og starfsemi hins opin-
bera eða stórra fyrirtækja í höndum einstak-
linga.
EIN þýðingarmesta grundvallarregla sam-
vinnufélaga fjallar um úthlutun tekju-
afgangs til félagsmanna, en hann er greiddur
í hlutfalli við viðskipti þeirra við félagið, en
fer ekki eftir sjóðseign eða annarri fjáreign,
er menn kunna að eiga inni hjá félaginu, né
heldur að honum sé skipt jafnt milli félags-
manna. Viðskiptin á ári hverju eru höfð sem
mælikvarði á j>að, hve mikill hluti tekjuaf-
gangs kemur í hlut hvers einstaklings. Sá f"-
lagsmaður, sem meira skiptir við félagið, fær
hærri upphæð en sá, er minna hefur við {>að
skipt. Að öðru jöfnu sá, sem að þessu leyti
vinnur betur að viðgangi félagsins, er þannig
látinn njóta þess. Þessi regla hefur reynzt
mjög vel, en áður en hún var upp tekin, var
úthlutun tekjuafgangsins sífelldur ásteyting-
arsteinn í félögum, sem annars höfðu líkt
skipulag og samvinnufélög vorra tíma.
Hliðstæðar reglur við þá, er hér var nefnd,
gilda í sambandi við afurðasölu samvinnufé-
laga.
Uthlutun j>essa tekjuafgangs eftir á byggist
á því, að ekki er unnt að áætla fyrirfram ná-
kvæmlega kostnaðarverð varanna, og j>ess
vegna er álagningin höfð það rífleg, að ætla
megi.nokkurn veginn með vissu, að vörurnar
séu ekki seldar neðan við kostnaðarverð, og;
virðist sú regla hyggileg og eðlileg.
A ýmsum tímum getur j>etta verið mjög.
erfitt og það kemur oft fyrir, að kostnaður
við verzlunina verður j>að miklu meiri en
áætlað er, að álagningin geri ekki betur en
lirökkva fyrir kostnaði. Þá er að sjálfsögðu
ekki um að ræða neina úthlutun á tekjuaf-
gangi. Þegar hins vegar úthlutun á tekjuaf-
gangi fer fram, sem oftast er, þá er hún aðeins-
í því fólgin, að félagsmönnum er skilað aftur
þeim peningum, sem þeir hafa ofborgað fyrir
vörurnar. Þeir hafa í raun og veru lánað fé-
laginu þetta fé og fá þetta lán sitt endurgreitt-
Þessi endurgreiðsla til félagsmannanna er
ekki auknar tekjur til þeirra, heldur sparn-
aður. Með því að skipta við félagið, hafa j>eir
sparað sér það, sem þessu nemur. Hvort-
tveggja út af fyrir sig, auknar tekjur og;
sparnaður, bæta efnahag einstaklinganna, en
ber þó vel að greina á milli þessa tvenns.
Annars virðist, almennt talað, að hér á landi
hætti mönnum við að einblína á tekjuaukn-
inguna sem einu leiðina til bætts efnahags,.
en hafa ekki eins glöggt auga fyrir þeirri þýð-
ingu, sem sparnaðarviðleitnin getur haft. Það
eru lítil takmörk fyrir því, hve menn geta
aukið neyzlu sína, en tekjumöguleikar eru
hins vegar takmarkaðir. Væri kannske ástæða
fyrir þjóðina að gefa dyggð sparseminnar
meiri gaum sem uppeldis- og menningaratriði
en verið hefur á undanförnum árum, án þess-
þó að ganga í nokkurn nirfildóm.
íslenzku kaupfélögin eru flest bæði neyt-
enda- og sölufélög. Þau útvega félagsmönnum
sínum vörur, og ]>au selja afurðir þeirra fé-
lagsmanna sinna, er þess þurfa. Hvort tveggja
er í samræmi við það takmark þeirra, að bæta
hag félagsmanna sinna t. d. með því að fækka
milliliðunum milli framleiðanda og neyt-
anda. í sömu átt gengur margs konar starf-
semi félaganna, svo sem iðnaður og ýmiss
konar þjónustustarfsemi. Þessi margþætta
starfsemi á einnig að gefa kost hagsýni og
verkaskiptingu til að draga úr kostnaði hlut-
fallslega miðað við afköst fyrirtækjanna.
SAMVINNUFÉLÖGIN eru nú, eftir langa
baráttu, orðin öflugar stofnanir og stoðir
í }>jóðfélagi okkar. Þótt svo sé, verða sam-
vinnumenn vel að gæta þess hér eftir sem
hingað til, að líta ekki svo á, að félögin séu
komin í örugga höfn og lítt þurfi um j>au
framar að hugsa. Að starfsemi þeirra gangi
sinn vana gang og öllu sé óhætt. Þvert á móti.
Öli lýðræðissamtök verða að byggjast á áhuga,
skilningi og árvekni þeirra, sem þeirra eiga að
njóta, én verða aldrei að eilífðarvél, þar sem
ln erjum verði skammtaður sá réttur, sem
honum ber, en skyldurnar verði engar.
Samvinnumönnum er og ljóst, að hversu
há, sem peningavelta samvinnufélaganna
verður og hversu mikil sem starfsemi J>eirra
er, þá ná þau aldrei tilgangi sínum að lullu,
nema félagsmennirnir beini áhuga sínum og
kröftum að starfi þessara samtaka sinna. Á
}>ví byggist tilvera þeirra, og þannig verður
j>að einungis tryggt, að tilganginum verði
náð, samvinnumönnum og þjóðinni allri til
gagns.