Samvinnan - 01.08.1949, Page 43

Samvinnan - 01.08.1949, Page 43
bæri að landi. Skörðótta sandhóla bar við himin og sló á þá rauðbláum og fjólubláum litbrigðum. Sölvi skrapp sem snöggvast niður í káetu til konu sinnar og sonar .Hann horfði á hana andartak og stundi ósjálf- rátt þungan. — „Eg skyldi glaður gefa skútuna á milli og standa slyppur og snauður eftir, ef eg gæti leiðrétt það, sem eg hef af mér brotið í nótt, Elísabet,“ sagði hann hugstola. En hún þrýsti aðeins liönd hans með áhyggjulausu trausti og var í svipn- um, eins og hún fæli honum allt sitt ráð fullkomlega örugg og ókvíðin. Og augnaráð hennar og handtak svaraði hon- um betur en nokkur orð myndu hafa megnað, og hann fylltist kjarki og athafnavilja, sem ekkert andstreymi skyldi fá bugað. Hann sýndi henni nú fullkomlega rólegur, hvern- ig hún skyldi binda barnið við barm sér með handþurrku, og hann batt með sjómannshnút reipi um mitti hennar. „Þegar þú kippir hér í á þennan hátt, losnar þú við reip- ið,“ sagði hann. — „Eg má ekki vera hér lengur hjá ykkur að sinni, — eg verð að gera skyldu mína og reyna að bjarga lífi allra, eins og þú skilur?“ „Ger þú það, Sölvi,“ hvíslaði hún — „það verðum við bæði ánægðust með.“ „Og svo,“ — sagði hann að lokum með dulinni geðshrær- ingu í rómnum og strauk viðkvæmnislega um vanga þeirra beggja að skilnaði — „verður þú að vera hugrökk á hverju sem gengur. — Og þetta fer áreiðanlega vel, það skalt þú sanna, og þegar í harðbakkann slær, skal eg koma til ykk- ar.“ ' „Já, með guðs hjálp og náð getur það allt farið vel, — mundu það, Sölvi! “ Síðan gekk hann rösklega upp á þiljur og stefndi skips- höfninni saman á ráðstefnu. Skipið var nú orðið harla þungt í vöfum vegna lekans, sem að því var kominn, enda lá það nú mjög undir sjóum. „Heyrið, drengir!“ sagði hann. „Eins og öllum má ljóst vera, erum við nú illa staddir. En ef við missum ekki kjark- inn, getur þó vel verið, að við sleppum — að minnsta kosti lifandi, hvað sem öðru líður. Eftir svo sem þrjár klukku- stundir hrekjumst við upp á rifin við ströndina, ef við streitumst á móti, eins og við höfum gert. En þá verður byrjað að rökkva, svo að hætt er við því, að fólkinu á landi veitist örðugt að bjarga okkur. Við verðum því að stefna rakleiðis til strandar, meðan dagur er enn á lofti, og velja sjálfir strandstaðinn eftir beztu getu, en látum að öðru leyti auðnu ráða. Ef þið fallizt á mína skoðun, drengir, þá snúum við strax stafni til lands — í stað þess að láta skútuna berast í myrkri inn á strandrifin, eins og dauðan og vilja- lausan fisk, sem flýtur sem hvert annað rekald upp í fjöru- borðið!“ Hásetarnir þögðu og einblíndu þungbúnir út fyrir borð- stokkinn í áttina til lands. En þegar Niels Buvaagen lét í ljós, að hann væri á sama máli og skipstjórinn, fylgdu hinir hásetarnir dæmi hans. Sölvi gekk þá sjálfur að stýrishjólinu og skipaði fyrir, öruggur og einarður í bragði. Var nú sleg- ið undan veðrinu, ogskútan herti skriðinn í áttina til lands. Þetta voru síðustu skipanirnar, sem gefnar voru um borð í briggskipinu „Apolo“. Skipið stefndi nú óðfluga til lands með stórum meiri hraða en áður. Sölvi stóð við stýrið og studdi hnéð við einn krakann. Veðurbitið og harðleitt and- lit hans bar þess vitni, að hver taug var spennt til hins ýtr- asta, og haukfrán augu hans skimuðu ákaft eftir hentugri lendingu. Öðru hvoru leit hann í sjónaukann í átt til strandar, þar sem hópur manna var á ferli. Kalkhvítur brimgarðurinn, sem reis og féll án afláts, óx þeim stöðugt í augum, eftir því sem nær dró landi, og brimhljóðið lét sem þrumugnýr í eyrum Elísabetar, sem komin var út á þilfarið til þess að fylgjast sem bezt með því, sem gerðist, svo að henni lá við svima. Að lokum fannst henni Sölvi hverfa í þoku, þar sem hann stóð við stýrið, og henni varð það eitt til úrræðis, að hún einblíndi á barnið, sem lá við brjóst hennar, og reyndi að gleyma öllu öðru. Stormgnýrinn um- hverfis hana óx og magnaðist með allskyns hvin og undar- legum hljóðum. Augu hennar greindu sem í móðu sand- gult sjávarlöðrið stíga og hníga hvítfyssandi umhverfis hana. Hún heyrði skelfingaróp, og henni fannst allt í einu, að skútunni væri lyft hátt í loft upp, en stórsiglan riðaði til falls. í sama bili skall þrúgandi vatnsflaumur á henni og munaði mjóu, að hún missti hald sitt á káetustiganum og bærizt með brotsjónum undir þiljur. Þetta endurtókst aft- ur og aftur, unz henni lá við köfnun og fullri uppgjöf, enda vissi hún naumast af sér um hríð, en allur hugur liennar og vilji beindist að því einu að sleppa ekki takinu. Þegar hún komst til fullrar meðvitundar aftur, varð hún þess vör, að Sölvi var við hlið hennar, og þau héldu bæði í sama kaðalinn. Öll áhöfnin hafði leitað skjóls gegn ágjöf- inni á skutþiljunum, og þar höfðu menn bundið sig fasta af fremstu getu. Skútan lá á annarri hliðinni upp á innsta rifinu, og skagaði skuturinn í lof tupp, en þungir brotsjóar dundu án afláts yfir framskipið og miðþiljurnar, enda lamdist skipið ákaft um í öldurótinu, og stórsiglan gnæfði skáhalt út yfir brimskaflinn og sveiflaðist fram og aftur í ofsanum og sjávarganginum. „Við verðum að höggva reiðann af okkur á hléborða, ef við eigum að spjara okkur, pilta,“ öskraði Sölvi og mynd- aði kollhúfur með lófunum, svo að til hans heyrðist gegn- um brimgnýinn og veðurhljóðið. Svo stökk hann sjálfur fram á skipið með öxi í höndunum. Niels Buvaagen kom honum til hjálpar, og Elísabet fylgdist með því i dauðans skelfingu, hvernig þessir tveir menn hjuggu sundur hvert stagið af öðru með öxina í annarri hendi, en héldu sér dauðahaldi í reiðann með hinni, svo að brotsjóarnir, sem sífellt skullu á þeim, skoluðu þeim ekki útbyrðis. Loks féll síðasta höggið, sem losaði stórsigluna alveg úr tengslum við skipið, og biðu þeir þá ekki lengur boðanna og forðuðu sér í snatri aftur á skipið, enda mátti það ekki seinna vera, því að í sömu andrá að kalla slöngvaði brimgarðurinn — þungur og margulur af skeljasandinum og botngróðrin- um — skútunum inn af rifinu, og keyrði hana síðan áfram í rykkjum og kviðum inn landgrynningarnar, og tók fram- skipið mjög að laskast í þeim aðförum og ekki minnkaði ágjöfin að heldur. Sölva var strax Ijóst, að sízt dró það úr líkum þeirra til björgunar, að framhluti skipsins brotnaði, svo að sjórinn, sem kominn var í lestina, beljaði út, og léttist þá skipið að framan og barst nær ströndinni en ella myndi hafa tekizt. (Tramhald). 43

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.