Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Qupperneq 2

Samvinnan - 01.12.1951, Qupperneq 2
Utgehindi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 30.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda h.f. Bls. Samvinna á nýjum vettvangi 3 Rafael og Maríumyndir hans 4 Arfleifð íslenzkra samvinnu- manna 6 Hvað segir yngsta kynslóðin um jólin? 9 Heystuldurinn, smásaga 10 Með ungum samvinnumönn- um í Englandi 12 Pínulitli engillinn 14 Fjallgarður í djúpi Atlants- hafs 16 Þrjú heimsfræg mannvirki 18 Tryggingastarfsemi íslenzkra samvinnumanna 20 Vöku-rím 23 Þýzka samvinnuhreyfingin 24 Arnarfells-krossgáta 25 Konurnar og Samvinnan 28 XLV. árg. 12. hefti DESEMBER 1951 EFTIRFARANDI BRÉF hefur Sam- vinnunni borizt frá Þorsteini Sigurðs- syni á Reynivöllum í Austur-Skafta- fellssýslu: „í októberhefti Samvinn- unnar er forsíðumynd af gömlum manni að gá til veðurs. Ljósmyndar- anum láðist að spyrja um nafn mannsins, og hefur Samvinnan ósk- að eftir upplýsingum um hann, og þess vegna eru þessar línur sendar. Maðurinn er Sigurbjörn Björnsson, smiður og fyrrverandi bóndi í Borg- arhöfn í Suðursveit, nú til heimilis á Höfn í Hornafirði. ÞAÐ VAR á þjóðhátíðardaginn 2. ágúst 1874, að Sigurbjörn gáði fyrst til veðurs í þessum heimi. Þá var vor- ilmur í lofti og bjartar góðviðrisblik- ur yfir landinu. Sigurbjörn hefur vel fylgzt með öllum veðrabrigðum um sína löngu æfi, og enn lítur hann til lofts og kann að merkja veörabrigði, þótt nærri áttræður sé. SIGURBJÖRN er kominn af merku bændafólki í Austur-Skaftafellssýslu. Björn Björnsson, faðir hans, bjó á Kirkjuparti í Borgarhöfn. Björn Jóns- son, afi hans, bjó þar einnig, og Jón Björnsson, langafi hans, bjó ennfrem ur á þessum sama parti, en langa- langafi Sigurbjörns var Björn Brynj- ólfsson, bóndi á Reynivöllum, Brynj- ólfssonar prests á Kálfafellsstað. Á þessum sama jarðarparti í Borgar- höfn bjó Sigurbjörn alla sína búskap- artíð eins og forfeður hans. AMMA SIGURBJÖRNS var Sigríð- ur, dóttir þjóðhagasmiðsins og skálds- ins Þorsteins tóls á Hofi í Öræfum, og til hans hefur Sigurbjörn sótt smiðsgáfuna, en hún var sterkasti þátturinn i skapgerð hans. Hann hef- ur verið smiður góður bæði á tré og járn, og er alltaf smíðandi sumar og vetur, jafnframt öðrum búskapar- störfum. Þeir munu hafa verið næsta fáir dagarnir, sem ekki var blásið að kolaeldi og járn hamrað í smiðju Sigurbjörns í Borgarhöfn. Margur þurfti til hans að leita með viðgerð- ir og nýsmíði og maðurinn ólatur til úrlausnar. SIGURBJÖRN var fátækur bóndi á afnotarýru koti, og ekki harður í eftir- kalli um smíðakaupið, þrifinn og um- gangsgóður og sívinnandi hefur hann verið til þessa dags, og allt útlit á, að vinnuþolið sé ekki þorrið enn. Nú síðustu ár hefur hann dvalið á Höfn hjá Pétri járnsmið, syni sínum. Þar stundar hann smíðar sem fyrr í sinni eigin smiðju við mikla aðsókn, ótrufl- aður af búskaparáhyggjum vinnur hann nú að sínum hugðarefnum, smíðunum, og unir hið bezta hag sín- um. SIGURBIRNI var fleira til lista lagt en smíðar. Hann var söngmaður á- gætur og stýrði söng og gegndi með- hjálparastörfum í Kálfafellsstaðar- kirkju í nær 30 ár. Kona Sigurbjarn- ar er Elísabet Eiríksdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu, myndar- og ágætis- kona.“ Á RÁÐSTEFNU, sem fræðslufull- trúar kaupfélaganna héldu með sér í Bifröst síðastliðið haust, flutti Þór- ir Friðgeirsson athyglisvert erindi um arfleifð samvinnumanna. Þetta erindi er prentað í heild í þessu hefti, og er ástæða til að taka undir með Þóri um það, að mikils er um vert, að sá arfur sé vel geymdur og honum fullur sómi sýndur. Nokkur hætta virðist nú vera á því, að yngri kynslóðin gleymi, eða fái aldrei að vita um, hvílíkar fórnir fyrri kynslóðir hafa fært til þess að þoka þjóðinni það fram um veg, sem hún er komin. Og það er ills viti, ef ein kynslóð slitnar úr samhengi við hinar eldri, enda hættan á að fljóta sofandi aldrei meiri en þá. JAFNFRAMT þessari hugvekju Þór- is flytur þetta hefti ferðaþátt eftir Birgi Steinþórsson, starfsmann kaup- félagsins á Þingeyri og oddvita Þing- eyrarhrepps, þótt ungur sé. Fór Birg- ir til Englands í sumar og sat þar al- þjóðlegan fund ungra samvinnu- manna, sem ræddu um það, hvernig efla megi áhuga æskununar á sam- vinnumálum. MEÐ ÞESSU HEFTI lýkur árinu, og bætist þá enn eitt bindi í safn þeirra, sem hafa haldið þessu riti saman und- anfarin ár. Efnisyfirlit yfir þennan árgang verður í janúarhefti næsta árs. Að svo mæltu vill Samvinnan óska lesendum sínum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 2

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.