Samvinnan - 01.12.1951, Page 3
Samvinna á nýjum vettvangi
Nokkur undanfarin ár hefur aukizt mjög skilningur á
því, að friður verður vart tryggður í heiminum, ef lífskjör
hinna ýmsu þjóða eru mjög misjöfn. Það verður æ fleir-
um ljóst, ;að iðnaðarþjóðir Norðurálfu og Vesturheims
geta ekki lilað í vaxandi velmegun, meðan ntilljónaþjóðir
Asíu og Afríku svelta hálfu lmngri og geta ekki veitt cill-
um þorra þegnanna frumstæðasta liúsaskjól eða klæði.
Hinn aukni skilningur á þessari misskiptingu gæða jarð-
arinnar hefur liaft margvísleg áhrif, og hafa verið gerðar
ýmis konar ráðstafanir til þess að rétta hinum fátækari
hjálparhönd, bæði með tæknilegri aðstoð, beinum fjár-
framlögum og matargjöfum. Hafa bæði einstakar þjóðir
.og alþjóða stofnanir- gengizt fyrir þessari aðstoð og reynt
að gera liinum gömlu nýlendum stórveldanna kleift að
:standa á eigin fótum.
★
Það er hér, sem samvinnuhugsjónin kemur til sögunn-
ar. Ýrnsar alþjóðlegar stofnanir hafa gert athuganir á því,
með hverju móti væri hentugast að skipuleggja framleiðslu
•og verzlun hinna frumstæðu þjóða. Gamla nýlenduskipu-
lagið er úr sögunni og slíkt starf verður nú sjaldan unnið
af fjársterkuin félögum í vesturlöndum. Niðurstaðan
hefur því orðið sú, að samvinnuskipulagið væri lausn vand-
ans og það eitt gæti skapað J)á samheldni, þá sjálfsvirðingu
og það sjálfstraust. sem þjóðirnar þurfa til að koma undir
:sig fótunum.
★
Ekki liefur veríð Iátið sitja við orðin tóm í þessu efni.
Fyrir forgöngu alþjóðlegra samtaka hafa leiðtogar úr sam-
’vinnuhreyfingu vesturlancla verið ráðnir til starfa austur
,á Indlandi, í Egyptalandi, á Vestur-Indlandseyjum og um
þvera Afríku. Þeir hafa fengið frí frá störfum heimafyrir
og liafa lagt 'lönd undir fót til þess að boða hinum frum-
,-stæðari þjóðaam nýja kenningu, samvinnustefnuna. Þeir
ihafa skýrt frá reynslu sinna eigin þjóða, og látið hendur
standa frarn úr ermum við að skipuleggja ný samvinnu-
félög meða! svartra og brúnna manna, sem eiga langa leið
ófarna í efnahagsmálum, en njóta nú í fyrsta sinn frelsis
til að ráða stefnu sinni og setja markið liátt
★
Þessi nýi vettvangur samvinnumanna er í raun og veru
mikil viðurkennmg fyrir samvinnuhugsjónina. Þegar loks
hvítir menn hafa sleppt kverkataki nýlenduskipulagsins á
hinurn frumstæðari kynþáttum, og skilja nauðsyn þess að
hjálpa þeim að bæta lífskjör sín, er samvinnuhugsjónin
ein fyrsta og bezta gjöfin, sem þeir færa þeim.
En hvers vegna skyldi samvinnuskipulag hentugra við
nýsköpun atvinnuvega þessara fjölmennu þjóða en eitt-
hvert annað skipulag?
Þjóðir, sem fyrir fáum árum voru nýlendur annara, vilja
þá skipan efnahagsmála sinna, sem tryggir þeim fullan
ávöxt vinnunnar í réttu afurðaverði og sanngjörnu vöru-
verði. Ekkert skipulag tryggir slíkt betur en samvinnu-
skipulagið. Slíkar þjóðir skortir fé til fjárfestingar og rekst-
urs fyrirtækja sinna, en ekkert skipulag tryggir það betur
en samvinnustefnan, að fjármagnið flýi ekki, heldur tryggi
þeirn ávöxt, sem skapa það og eiga að réttu. Loks vilja
slíkar þjóðir þá skipan mála sinna, sem veitir þeim meira
en verzlunarfyrirtæki og peningaveltu. Þær grípa fegins
hendi það skipulag, sem jafnframt veitir þeim trú á því,
að þeir geti staðið á eigin fótum, geti með samvinnu og
samhug bætt lífskjör sín og gert framtíðarhorfur sínar og
niðja sinna bjartari en þær hafa verið í viðjum auðvalds
og nýlenduskipulags fortíðarinnar.
★
Þetta nýja verkefni samvinnustefnunnar er gleðiefni öll-
um samvinnumönnum. En jafnframt getur það verið þeitn
hvatning í starfi sínu heimafyrir, því að engin þjóð er enn
komin svo langt á veg, að þar bíði ekki gnægð verkefna fyr-
ir samvinnumenn.
3