Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Side 4

Samvinnan - 01.12.1951, Side 4
Rafael og Maríumyndir hans Hann var settur 1 öndvegi á mesta blóma- skeibi málaralistarinnar í sögu Italíu Þegar menn láta eftir sér þá iðju að þrátta um, hver sé mesti málari sögunnar, fer ekki hjá því, að nafnið Rafael komi þar til álita. Slíkar um- ræður eru óhugsandi án þess að end- urreisnartímabilið ítalska — renais- sansinn — beri mjög á góma, enda hefur sjaldan verið uppi slík fylking mikilla myndlistarmanna, sem á It- alíu á fimmtándu og sextándu öld. Framan á þessu hefti er prentuð mynd af málverki, sem sýnir Maríu mey með Jesúbarnið. Er þetta eitt þeirra viðfangsefna, sem málarar end- urreisnartímans fengust mest við, og gaf þeim bezt tækifæri til að reyna á snilld sína í byggingu myndar, með- ferð lita og almennri fegurð. Þó munu fáir hafa gert þessu viðfangsefni svo glæsileg skil sem Rafael, enda er hann víðfrægur fyrir Madonnumyndir sín- ar. I túlkun þessa viðfangsefnis, og raunar margra annara, stóð hann framar flestum ef ekki öllum samtíð- armönnum sínum, og þar er erfitt að finna jafnoka hans fyrr eða síðar. Rafael Sanzio fæddist í Urbino ár- ið 1483. Faðir bans hét Giovanni Sanzio og var kunnur málari, en borg- in Urbino var þekkt menntasetur, sökum þess að þar höfðu setið vel menntaðir hertogar, sem unnu listum og vísindum. Giovanni var tíður gestur við hina íburðarmiklu her- togahirð og það er lítill vafi á því, að listaverkin í höllinni hafi snemma vakið áhuga Rafaels á listum. Heim- ili hans og starf föðurins beindu og hug hans inn á sömu brautir’, og er almennt talið, að margt í fari Rafaels megi þakka áhrifum föður hans í bernsku, þótt hans nyti ekki lengi við. Hann lézt, þegar Rafael var ellefu ára. Ekki mun Rafael hafa verið nema tólf ára, þegar hann var gerður að nemanda hjá kunnum málara, Timo- teo Viti. Var hann hjá honum í fimm ár og hafði þar margvísleg kynni af málaralistinni og lærði margt. Arið 1500 fór Rafael, þá 17 ára gamall, til borgarinnar Perugia til þess að gerast þar nemandi hins fræga málara Peru- ginos. Varð hann fyrir miklum áhrif- um af þessum meistara, og bera mörg elztu verk hans keim af verkum læri- föðurins. Um þessar mundir byrjar Rafael einnig að mála sjálfstæðar myndir, og gerði hann til dæmis mál- verk af brúðkaupi Maríu fyrir kirkju í Citta della Castello. Þykir sú mynd vera einn fyrsti vottur um snilligáfu Rafaels, og ber hún á marga lund af verkum Peruginos, enda þótt hún sýni sterk áhrif frá meistaranum. Seinni hluta árs 1504 fór Rafael í fyrsta sinn til Flórenz, sem þá var Þetla er ein af frœgustu Mariumyndum Rafaels, kölluð ,,La Belle JardiniéreMyndin er i Louvre safninu i Paris. eitt mesta mennta- og listasetur allr- ar Italíu. Þar var saman kominn mik- ill fjöldi snillinga, og rétt um það leyti, sem Rafael kom þangað, voru teikningar, sem Michaelangelo og Leonardo da Vinci höfðu gert af orr- ustunni við Angihari, helzta umræðu- efni listunnenda. Enginn maður var þá talinn jafnast á við Leonardo í túlkun mannslíkamans, og varð Rafael fyrir djúpum áhrifum af hon- um. Smám saman brá hann af sér viðjum hins gamla meistara Perugin- os og nú féll hann að fótskör „hinna miklu“ í Flórenz hvers af öðrum. Hann lærði það bezta af hverjum um sig, gerði betur en sumir þeirra, en aðra jafnaðist hann aldrei á við í ein- stökum atriðum. Hinn ungi málari frá Urbino eign- aðist marga vini í Flórenz. Meðal þeirra var búsameistarinn Baccio d’Agholo,' og kynntist Rafael mörg- um listamönnum í húsi hans. Hann varð einnig rnikill vinur hins kunna málara, Fra Bartolommeo. Smám saman mótaðist list Rafaels sjálfs og hann tók að fara sínar eigin leiðir. Hann eignaðist sinn eigin stíl, sem átti eftir að vinna honum meiri frægð en nokkur þálifandi málari naut. Rafael dvaldist ekki lengi í Flórenz, en verk hans á því tímabili eru at- hyglisverð. Ahrif annara málara og vilji hans sjálfs til að læra koma fram í því, að hann gerir eftirmyndir af verkum eins og Monu Lísu Leonar- dos. Meðal sjálfstæðra mynda er ein kunnusta Maríumynd hans, „Ma- donna del Granduca“, svo nefnd af því að stórhertoginn Ferdinand III. keypti myndina 1799 af bláfátækri konu, en ekki fylgir sögunni, hvernig hún komst yfir hana. Fjölmargar aðr- ar Maríumyndir eru f_rá þessu flóren- tínska tímabili í ævi Rafaels, en á 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.