Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Qupperneq 5

Samvinnan - 01.12.1951, Qupperneq 5
Þessi Mariumynd Rafaels hefur hlotið nafnið „Madonna di San Sisto“ og er hún i listasafni i Dresden. næstu árum var hann ýmist í borg- inni sjálfri eða í átthögum sínum. Fékk hann þar ýms verkefni, mynrl af heilögum Georg og drekanum, sem hertoginn í Urbino sendi Englands- konungi að gjöf, myndir í klaustur Canaldoli múnkanna í San Servero og margt fleira. I septembermánuði 1508 var Rafael kallaður á fund páfa í Róm, og verða þá þáttaskil í lífi hans. Páfarnir voru teknir að sýna hverskonar Iistum meiri áhuga en nokkru sinni og safn- aðist mikill fjöldi merkra listamanna umhverfis þá. Þá vann hinn mikli húsameistari Bramante við byggingu Péturskirkjunnar, sem var rétt að hefjast, og mun hann hafa átt mest- an þátt í því, að Júlíus páfi II. boð- aði Rafael á sinn fund. Varð nú Rafa- el á skömmum tíma eftirlætismálati páfa og var þannig skipað á fremsta bekk hinna mörgu listamanna, sem þarna voru saman komnir. Fyrsta og ef til vill stærsta verk- efni Rafaels í Vatíkaninu var að skreyta þar nokkur herbergi. Höfðu ýmsir eldri málarar skreytt þessa sömu sali, og sárnaði Rafael, að verk þeirra voru eyðilögð, en að minnsta kosti eitt, sem hinn gamli meistari hans, Perugino, hafði málað, varð- veitti hann. En vilji páfa varð að ráða og hann vildi fá í sali þessa ný mál- verk eftir Rafael. Var hér um „fresco“ eða veggmálverk að ræða, svo að það gat ekki orðið nema fyrri myndir á veggjunum væru brotnar niður. Þarna. málaði Rafael táknmyndir fyrir guð- fræði, vísindi, skáldskap og réttlæti, og þarna eru tvær frægustu myndir hans, „Umræðurnar“ og „Skólinn í Aþenu“. Eru þetta miklar hópmyndir og táknrænar, og má þar þekkja mörg andlit samtíðarmanna Rafaels, sem hann setti í klassiskt umhverfi. Rafael var nú aðeins þrítugur mað- ur og kominn á tind frægðarinnar, svo að talið er ólíklegt, að nokkur mál- ari hafi í lifanda lífi notið slíkrar hylli. Páfarnir og hinir auðugu kaupmenn Rómaborgar kepptust um að veg- sama hann og fá honum glæsileg verk- efni. Hann reisti sér höll og hafði um- hverfis sig heila hirð lærisveina, senni- lega um 50 pilta. Þegar Júlíus II lézt 1513, var Leo X kjörinn páfi, og vænkaði þá enn hagur listamanna, enda þótt Júlíus hefði verið örlátur við þá. Þegar Bra- mante lézt, var Rafael samkvæmt ósk hans gerður að húsameistara Páfa- garðs með það aðalverkefni að hrinda áfram hinni glæsilegu kirkjubygg- ingu, Péturskirkjunni. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum, barðist fyrir varðveizlu gamalla bygginga og reyndi jafnvel höggmjmdagerð, sem hann hafði ekki fengizt við áður. Rafael var hvers manns hugljúfi í Róm, glæsilegur maður í hvívetna og Ein af frœguslu myndum Rafaels er Upprisan, em geymd er i Vatikansafninu i Rómaborg. vinsæll mjög. Það þóttu því að von- um hörmungartíðindi, er það fréttist um borgina föstudaginn Ianga 1520, að hinn dáði meistari væri látinn. Hafði hann tekið sótt nokkrum dög- um fyrr, og leiddi hún hann skyndi- lega til bana. Lík hans stóð uppi í Framh. á bls. 30. I>essi heimsfrcega mynd er i hinum svokallaOa „undirskriftasal" i Vatikaninu i Róm, og nefnist hún „Skólinn i Aþenu". 5

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.