Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Page 7

Samvinnan - 01.12.1951, Page 7
margur hefur sokkið í, misst fótanna og aldrei komið þeim fj'rir sig aftur til að verða sjálfstæður maður. En hvað kærði kaupmaðurinn sig um það? Klárinn varð að ganga sér til húðarinnar, þræla fyrir verzlunina eins og „Bakka-Brúnn“, og það var honum sjálfum að kenna að hann entist ekki lengur til þess að bera beggana og þola svipuhöggin. Ég man eftir því, þegar ég kom fyrst í kaupstaðinn, þá þorði ég ekki að ganga inn í búðina nema með kunnugum og röskum mönnum, sem ég gat gengið á bak við. Og þótt þar væri ekki annað fyrir en brennivíns- lykt og þessi einkennilegi búðar- svækjuþefur, þá var þó kaupmaður- inn líka í öðrum endanum, og mér sýndist hann svo konunglegur gagn- vart hinum, að ég þorði ekki annað en skríða út í yztu hornin. . . Fannst mér liggja í loftinu og öllu saman, að það væri einungis undir hans mann- úð og meðaumkvun komið, hvort við fengjum nokkuð eða ekki neitt af þessum ilmandi dýrmætu dönsku vör- um. Við vorum eins og kindur á garða, sem finna lyktina af heyinu og jarma eftir því, en fá ekkert nema fjármað- urinn komi með það.“ Jafnhliða hinni „öfugu verzlun“ gengu um 1880 fádæma harðindi yfir Island. Hafísinn lukti landið heljar- klóm sínum mikinn hluta ársins ár eftir ár, svo „siglingin“ tafðist og stór- felldur vöruskortur varð norðanlands fram eftir öllu sumri. Mannskæð far- sótt gekk yfir landið árið 1882, og á þessum árum færðust fólksflutningar til Vesturheims mjög í aukana. A þessum árum var vissulega dimmt og dapurlegt um að litast með- al íslenzku þjóðarinnar, og þá eins og oft áður var það hin illa og „öfuga verzlun“, sem varð þjóðinni þyngst í skauti. Það var ekki ofmælt, að eng- in plága, hvorki hafís, eldgos né drep- sóttir hafi að öllu samanlögðu sorfið jafn hart að þjóðinni og seigpínt hana svo sem verzlunaráþjánin gerði á sín- um tíma. Atvinnuvegir til lands og sjávar voru eðlilega í lunni mestu niðurlæg- ingu á þessum árum. Samgöngur voru hinar örðugustu, enginn lagður vegur var til, engin brú yfir stór vötn, húsa- kynni og öll lífskjör almennings voru svo bágborin, að við, sem nú erum fulltíða menn eða yngri, getum naum- ast eða alls ekki sett okkur í spor þeirra, sem á þessum árum háðu lífs- baráttu sína. Þannig var í stuttu máli ástandið, þegar elzta samvinnufélag á Islandi, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað. Þegar harðindi, farsótt og hin „öfuga verzlun“ svarf sem fastast að, og fólk var tekið að fHja í stórum hópum úr landi til Vesturheims, fæddist sú hug- mynd í hugum fátækra bænda norð- ur í Þingeyjarsýslu, að með samtök- um, samvinnu, mætti þeim takast að leysa sig úr klóm selstöðuverzlunar- innar og bæta svo lífskjör sín, að við mætti una. Og samvinnuhugsjónin, sem fæddist á þessum miklu þreng- ingatímum, altók svo hugi brautryðj- enda hins unga kaupfélags, að hún lýsti þeim líkt og eldstólpi á hinum dimmu erfiðleikaárum. Það er ekki ætlun mín að rekja hér sögu samvinnustefnunnar á Islandi eða greina frá fyrstu baráttuárum brautryðjenda kaupfélagsins. Sú saga er flestum samvinnumönnum nokkuð kunn, a. m. k. hinum eldri. En ég vil undirstrika það hér, að þegar við stofnun þessa elzta kaupfélags var forgöngumönnum þess ljóst, að félag- ið ætti að vera annað og meira en verzlunarfyrirtæki eingöngu. Það skyldi jafnframt verða annað og meira, það skyldi vinna að alhliða menningu félagsmanna sinna og ís- lenzku þjóðarinnar allrar. Þessi stefna, sem íslenzkir samvinnumenn mörkuðu þegar í upphafi, að varast að kaupfélögin steingerfist sem verzl- unartyrirtæki einvörðungu, er aðals- — Jón Engilberts. merki samvinnufélaganna, og er þess að vænta, að svo megi ætíð verða. Nú, eftir nálega sjötíu ára starf- semi samvinnufélaga á íslandi, standa þau föstum rótum í hverju héraði landsins og breiða laufprúða krónu sína yfir landið, þjóðinni til heilla og hagsbóta. Okkur, sem njótum ávaxtanna af starfsemi samvinnufélaganna, er holt og skylt að nema staðar og gera okk- ur Ijóst, hvað unnizt hefur á þeim sjö tugum ára, sem þau hafa starfað. Ef við berum saman það ástand, sem í dag ríkir hér á landi í atvinnu- lífi, viðskiptum og menningu, og það ástand, sem hér að framan hefur ver- ið bent á, að þjóð okkar átti við að búa fyrir 70 árum, sjáum við fljótt, hve mikiil munur er á orðinn; að stór- ir sigrar og glæsilegir hafa unnizt, enda þótt margt þurfi enn umbóta við frá því sem er. I staðinn fyrir vegleysur kvíslast nú akveganet um landið og flestallar hinar stærri ár hafa verið brúaðar. Þar sem áður var gengið að heyskap á rotnum og rýrum fúamýrum, er heyja nú aflað á ræktuðu landi með nýtízku vélakosti. I stað hálffallinna torfbæja í sveitunum, sem margir voru lítt íbúðarhæfir, eru nú risin myndarleg steinhús. Blómlegir bæir og þorp hafa byggzt við sjávarsíðuna. Hafnir hafa verið byggðar og mikill nýtízku skipastóll sækir auð í greip- ar Ægis. Verksmiðjur hafa verið reistar til þess að vinna úr hráefna- framleiðslu landsmanna. I stað gömlu blóðvallanna, þar sem sláturfjáraf- urðunum var fyrrum velt í svaðinu, eru nú risin slátur- og frystihús, er fullnægja hinum ströngustu kröfum um meðferð kjöts fyrir innlendan og erlendan markað. Mjólkursamlög hafa verið bj'ggð í þeim héruðum, sem mesta nautgriparækt hafa. Is- lendingar hafa eignazt myndarlegan kaupskipaflota. Gömlu, þröngu og óvistlegu búðarholur selstöðuverzlan- anna eru horfnar, en í stað þeirra eru komnar myndarlegar sölubúðir og vörugeymslur kaupfélaganna við hverja höfn. Framleiðendum hefur skilizt, að þeim er fyrir beztu að vanda vöru sína, því öll vörusvik og óvandvirkni í meðferð vörunnar brennur þeim í kolli sjálfum fyrr eða síðar. Minnimáttarkennd fólksins 7

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.