Samvinnan - 01.12.1951, Page 10
UeifÁ tu/cfuriHH
Smásaga eftir
SIGURJÓN EINARSSON
GRÍMUR BÓNDI gekk frá hlöðu-
dyrunum heim að bænum. Hann
dokaði við á hlaðinu, skimaði til
himins og augu hans urðu hvöss og
mjó, eins og ósýnilegur máttur væri
að toga þau undan loðnum augna-
brúnunum. Svo tók hann upp pont-
una, og meðan hann horfði upp í
hvelfinguna stútaði hann sig — einu
sinni — tvisvar — og stundi við. Síð-
an gekk hann í bæinn.
Grímur var einn af gildustu bænd-
um sveitarinnar, orðinn nokkuð við
aldur og loðinn um lófana, eða það
sögðu grannar hans. Þó var hann ekki
óvinsæll maður, en ekki vinsæll held-
ur; hann var einskonar ríki í ríkinu,
menn þekktu hann lítið, gerðu sér lít-
ið far um að kynnast honum, og hann
gerði sér heldur ekki far um að kynn-
ast öðrum. Hann hafði aldrei þurft
að leita á náðir sveitunga sinna, og
þeir höfðu heldur aldrei leitað til hans.
Hann var sjálfstæður maður, sem fyr-
irleit félagshyggju hins nýja tíma og
spjátrungshátt aldarinnar. Hann var
forngripur íslenzku dalanna.
Veturinn hafði verið óvenju harð-
ur og sorfið að mörgum bændum,
einkum þeim, sem bjuggu á kotjörð-
um. A Einmánuði voru því flestir
orðnir heylitlir. Menn leituðu til
þeirra, sem eitthvað gátu látið af
hendi rakna, en að Iokum var Grímur
sá eini, sem álitinn var birgur, og
menn vissu, að hann átti meira af
heyi en hann sjálfur myndi þarfnast.
Samt drógu menn það í lengstu lög
að fara á fund hans, og loksins, þeg-
ar sá fyrsti stundi upp erindinu, vís-
aði Grímur honum út hið bráðasta.
— Eg heyja ekki handa allri sveit-
inni, sagði hann. Svo var hann far-
inn út. Hann talaði ekki meira við
gestinn.
— Nei, tautaði hann við sjálfan
sig. — Hey skal enginn hafa út úr
mér.
Hver gat líka sagt um það, hve
harðindin stæðu lengi? Kannske
myndi hafísinn leggjast að upp úr
páskunum. Hvítgrænn og ískyggileg-
ur myndi hann þrengja sér inn á
hverja vík og hvern vog, og ísþokan,
nábleik og hráslagaleg, leggjast yfir
landið og hljóðbær kyrrðin myndi
enduróma djöfladans hins hvíta óvin-
ar. Þá myndi hallærið liggja í landi,
hungurvofan glotta í skúmaskoti
mannlífsins og sauðkindin fá manns-
augu, þegar hún ryddist að tómum
garða.
Grímur mundi þau vor, þegar fé
var ekki hleypt úr húsi fyrr en mán-
uð af sumri; þegar íslenzki bóndinn
fór ekki úr fötum um sauðburðinn;
þegar eina hvíld hans var fuglsblund-
ur í jötu og Iambféð jarmaði, snusaði
og hnibbaði í jötuböndin í kring. Að
vera heylaus þá var hallærið, flóttinn,
dauðinn.
— Nei, hann myndi aldrei láta hey.
Það var meira að segja ekki víst,
hvort hann ætti nóg sjálfur. Þetta
fór allt í beljurnar.
Það voru skepnur, sem aldrei
höfðu unnið ást hans. Helzt hefði
hann kosið að hafa enga kú. En ein-
hvern veginn varð þetta svona að
vera. En aldrei hafði hann lagt á þær
slíkt hatur og nú, og til þess að gera
þeim eitthvað til bölvunar fór hann
að draga úr gjöfinni við þær.
En nokkru seinna fór hann að veita
því athygli, að ýmislegt í hlöðunni
benti til þess, að þar kæmu fleiri en
hann. Strax og hann varð þessa var
læsti sig um hann kitlandi grunur.
Honum skaut upp í huga hans, ýfði
við tortryggni hans, lyftist og hneig
í brjósti hans og lét hann aldrei í
fnði. Hann ásótti hann á nóttunni,
hélt fyrir honum vöku, kom honum
til þess að þjóta upp úr rúminu og
hundraðfaldaðist, þegar hann var einn
í hlöðunni á daginn.
Hann var knúinn til þess að vita
hið sanna. I fyrstu skorti hann sann-
anir, en bragðvísin, sem var honum
í blóð borin, kom honum til hjálpar.
Þetta var ofur einfalt ráð, serrí hon-
um hugkvæmdist, ákaflega auðvelt,
en þó myndi það gera sitt gagn. Hann
stakk heynálinni á vissan hátt í stálið.
Morguninn eftir, þegar hann kom
út, var ekki lengur um að villast. Ein-
hver hafði komið í hlöðuna og hreyft
við nálinni. Reyndar hafði ekki mik-
ið verið tekið, sennilega í poka eða
svo. En því hafði verið stolið, og
mönnum verður stundum miklu verr
við, þegar litlu er stolið en þegar
miklu er stolið.
1 fyrstu stóð hann tvístígandi fyr-
ir framan stálið og hrollkaldur
glímuskjálftinn hríslaðist um hann.
Hatrið svall í brjósti hans og hefndar-
þorstinn skar hann innan. Hann ætl-
aði að kæra þetta fyrir hreppstjóran-
um.
En þegar frá leið og hann mundi
aftur eftir því, hvað hann var sjálf-
stæður maður, afréð hann að klófesta
þjófinn af eigin rammleik. Og hann
ætlaði sjálfur að hegna garminum.
Hann hlaut að koma aftur og sækja
meira.
í horni hlöðunnar kom hann fyrir
potti einum miklum, sem notaður var
til þess að þvo í ullina á vorin. Á þil-
ið fyrir ofan hengdi hann reiðtýgi sín,
tvo hnakka og einn söðul. Þarna ætl-
10