Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Page 13

Samvinnan - 01.12.1951, Page 13
pund að afloknu baði. I sal þeim, sem fulltrúar mötuðust í, var áður innra fordyri þessarar miklu byggingar, og í tveimur skólastofum, þar sem fund- ir voru haldnir, var áður dagstofa auðmannsins. Sæludagar vara ekki að eilífu. Hinn enski auðmaður, sem átti Stanford- Hall með gögnum og gæðum, varð að sjá af eign sinni, þar sem skattarnir urðu honum of þungbærir, og keypti þá samband brezkra samvinnufélaga eignina. Er þar nú menntasetur brezkra samvinnumanna, og stunda þar nám 100—200 nemendur á vetri hverjum. I Stanford-Hall eiga gestir völ á margskonar íþróttum sér til skemmt- unar. I kjallara hallarinnar eru tenn- is og billiard. Uti fyrir er sundlaug og mjög sléttur og góður golfvöllur. Gerðist ég strax áhugasamur fyrir golfi, sem ég hafði aldrei leikið fyrr en þar, og varð ég sigurvegari meðal fulltrúa í þeirri grein. Þegar við höfðum skoðað staðinp og hvílzt þennan dag fram á kvöld, var ráðstefnan sett með sameiginleg- um kvöldverði. Aðalforystumenn fvr- ir ráðstefnunni voru Mr. Robert Leaper, æskulýðsleiðtogi samvinnu- manna, Mr. R. L. Marshall og Mi. j V. Kimpton, sem var kjörin húsfreyja ráðstefnunnar. Fulltrúar voru látnir kynna sig með því að rísa úr sætum, og jafnframt vorum við merkt með spjöldum í jakkalaf, til þess að flýta fyrir og auðvelda kynningu. Þarna voru mættir 30 fulltrúai* frá ýmsum löndum. SAMVINNUÆSKAN. Það, sem Iá fyrir ráðstefnu þess- ari, var að fjalla um skipulag og starfshætti ungra samvinnumanna. Bretar starfrækja sérstakar stofn- anir til uppeldis samvinnuæsku, og hafa þær stofnanir með höndum börn og unglinga á misjöfnu aldursskeiði. Skiptist það í 3 aldursflokka, þ. e. 7— 10 ára, 11—14 ára og 15—21 árs. Einn daginn heimsóttu fulltrúar slík- ar uppeldisstofnanir í Birmingham. Er þessum ungliðum haldið við mis- munandi viðfangsefni eftir aldri og jafnframt kennd samvinnuhugsjónin. Bretar telja, að megnið af þessu unga fólki verði góðir og nýtir meðlimir innan samvinnusamtakanna, þegar það fer að sjá sér farborða í lífinu. Það, sem kom til umræðu á ráð- stefnunni, var hvort slíkt uppeldi æsk- unnar á vegum samvinnumanna væri skipulagt í öðrum löndum, og ef svo væri ekki, hvort ekki væri nauðsyn- legt að koma því á fót. Það kom í ljós, að hjá einni þjóð, það er Þjóð- verjum, er þetta uppeldi á byrjunar- stigi, en hjá öðrum þjóðum var slíkt óþekkt. Eg var hrifinn af þessuin æskulýðs- hópum brezkra samvinnumanna, og galt hiklaust já við nauðsyn þess með- al milljónaþjóða, en tel, að hjá okk- ur íslendingum sé þess ekki þörf sök- um fámennis þjóðarinnar, þar sem öllum gefst kostur á að kynnast sam- vinnustefnunni í framkvæmd. Þegar ráðstefnan hafði staðið í 4 daga, voru samdar tillögur af nefnd, sem taldi einn fulltrúa frá hverri þjóð. Voru þær tillögur og ályktanir bornar upp á lokafundi ráðstefnunn- ar 13. júlí. Það, sem ráðstefnan sam- þykkti, var meðal annars þetta: Ráðstefnan brýnir nauðsyn þess, að stuðlað sé að aukinni og áfram- haldandi þróun á unghreyfingu sam- vinnumanna og samvinnuhreyfing- unni yfirleitt á eftirfarandi hátt: Með gagnkvæmri kynningu á starfi samvinnumanna í ýmsum Iönd- um, einkum unghreyfingarinnar. Með vináttu og trausti milli sam- vinnuæskunnar í ýmsum löndum á grundvelli frelsis og sjálfstæðis þegn- anna. Þessu starfi verði hagað á eftirfar- andi bátt: Með skiptum á samvinnublöðum og tímaritum. Með gagnkvæmum heimsóknum ungra samvinnumanna í hópum og leiðtoga þeirra. Með því að skipuleggja alþjóðleg námskeið og ráðstefnur ungra sam- vinnumanna. Þegar ályktanir ráðstefnunnar höfðu verið samþykktar, var henni slitið með skilnaðarræðu Mr. Leaper. Hefði ekki dvöl mín í Englandi ver- ið takmörkuð, hefði ég gjarnan kos- ið að dvelja lengur í Stanford-Hall, sem fulltrúum var vinsamlega boðið. En mig fýsti að komast til London, og síðla dags 13. júlí hélt ég í lest þangað, og komst ég í fylgd með ein- um fulltrúa á ráðstefnunni, sem var frá Bristol. Á Trafalgar Square mætti ég tveimur ungum Islendingum, þeim Guðjóni Friðgeirssyni frá Stöðvar- firði og Elías Ágústssyni frá Akur- eyri, og höfðum við mælt okkur þar mót, en þeir voru að koma af nám- skeiði ungra samvinnumanna í Bex- hill-on-Sea. Vorum við félagar sam- an það sem eftir var ferðarinnar. í London dvöldumst við í tvo daga (Frh. á bls. 26.) Þessi gainla auðmannshöll, með heilu leikhúsi byggðu við, var keypt af brezku samvinnufélögun- um og gerð að menntasetri hreyfingarinnar. 13

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.