Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Síða 14

Samvinnan - 01.12.1951, Síða 14
Fyrir mörgum, mörgum árum eftir tímatali mannanna — í gær eða fyrra- dag eftir dagatali eilífðarinnar — var í paradís dapur og óhamingjusamur engill, sem allir í himnaríki kölluðu „pínulitla engilinn“. Og hann var pínulítill, þegar hann knúði varlega á dyr hins gullna hliðs himnanna — nákvæmlega fjögurra ára og hálfs, fimm mánaða, tíu daga, fjórtán mínútna og tólf sekúndna gamall. Dyravörðurinn opnaði rifu á dyrnar til þess að sjá, hver kominn væri. Þar stóð þá litli drengurinn og reyndi að láta sem hann væri hreint ekki óttasleginn. En svo mjög reyndi hann að halda aftur af tárum sínum, að snökt hans heyrðist hátt. Nú er barnagrátur mjög sjald- heyrður í himnaríki, og dyraverðin- um varð svo mikið um, að hann setti blekklessu í bókina, þar sem hann var að færa inn nafn drengsins. Hann gleymdi einnig að gæta hliðsins og pínulitli snáðinn gekk inn í himna- ríki og var frá því augnabliki pínu- litli engillinn. Frá þessu augnabliki var úti um friðinn í himnaríki, og litli engillinn setti alla herskara himinsins á ann- an endann. Hann flautaði svo hvellt, að það bergmálaði í gulllögðum göt- um paradísar. Þetta truflaði spá- mennina í hugleiðingum þeirra og englarnir, sem áttu að gæta eilífðar- úrsins, rugluðust í ríminu og stóri ^ólaœuintijri L iamanna: Pínu (itíi enc^ dti inn vísirinn færðist til, svo að jörðin varð að herða á sér til að ná réttum gangi. Þegar pínulitli engillinn átti að sjmgja í himnakórnum, söng hann falskt og eyðilagði sönginn. A hverju kvöldi gengu allir engl- arnir til kirkju, en pínulitli engillinn kom alltaf of seint. Þegar hann rudd- ist á sinn stað í fremstu röð, ýtti hann við vængjum hinna englanna og þeir festust hver við annan. Og útlit hans! Hann gat ekki feng- ið geislabauginn til að sitja rétt yfir höfðinu. Þegar hann hljóp eftir göt- unum reyndi hann að halda í baug- inn, en hann var alltaf skakkur; stundum slútti hann yfir annað aug- að eða hann datt af höfði litla eng- ilsins, sem þá varð að hlaupa og taka hann upp af gullnum götusteinunum. Og hvernig gekk honum að fljúga? Ja, það gat hann alls ekki lært. Öll paradís stóð á öndinni af ótta, þegar pínulitli engillinn stóð eins og úfinn fuglsungi á gullnu skýi og bjó sig undir að fljúga. Svo leit hann til hægri, þá til vinstri og loks fram fyr- ir sig, áður en hann taldi upp að þrjú hundruð fimmtíu og sjö. Loks herti hann upp hugann og stökk fram af. En óttinn var svo mikill, að hann gleymdi að hreyfa vængina, og svo lá hann marflatur í garði himnaríkis. Þetta ástand varð ekki við unað, og einn góðan veðurdag var hann kallaður fyrir friðarengil, einn æðsta embættismann í réttarfari himnarík- is. Pínulitli engillinn var dapur á leiðinni til friðarengilsins, því að hann vissi, að hann hafði ekki alltaf hegðað sér eins og rétt var meðal engl- anna. En hann gerði þetta ekki vilj- andi. Jafnskjótt og hann var kominn inn til friðarengilsins, sagði hann svo fljótt sem hann gat: — Eg geri þetta ekki viljandi. Það geri ég ekki. En mér gengur svo illa að hegða mér betur! Friðarengillinn var alls ekki reiður pínulitla englinum. Hann klappaði honum vingjarnlega á kinnina og sagði blíðri röddu: — Hvað er það, sem er svo erfitt, litli vinur? Seztu nú niður, svo að við getum talað saman. En fyrst skalt þú fá þér epli. Og hann tók upp úr vasa sínum gómsætt epli, sem hann var nýbúinn að taka af einu hinna mörgu eplatrjáa í Paradísargarðinum. Pínulitli engillinn tók stóran bita af eplinu og byrjaði stamandi að út- skýra, hversu erfitt það væri að vera pínulítill engill. Honum fannst svo leiðinlegt í paradís; það var að vísu allt fallegt og indælt, en það var ekki skemmtilegt. Á jörðinni voru lækir til að fiska í og sérkennilegir steinar, sem hann gat geymt í vasa sínum. Og svo var hundur, sem hann átti sjálfur, en hér var ekki nokkur hlutur, sem pínulítill engill gat leikið sér að. Þess vegna neyddist hann til að gera öll skammarstrikin, því að einhvern veginn varð hann að eyða dögum eilífðarinnar, sem honum fundust voðalega langir. Allt þetta skildi friðarengillinn mætavel, en hann vissi ekki hvað hann gat gert til að bæta úr því. Leikvöllur var enginn í himnaríki, og flestir englar mundu telja það ó- viðeigandi að vega salt og sitja í rólu í himnaríki. Hann gat heldur ekki sent pínulitla engilinn aftur til jarð- arinnar, af því að sá, sem einu sinni gengur inn um hlið himnaríkis, get-

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.