Samvinnan - 01.12.1951, Side 17
Rofnu linurnar sýna útlinu hinna miklu AtlantsfjaUa i djúpi hafsins frá fslandi suður
fyrir Afriku.
til þess að geislar sólarinnar nái nið-
ur til þeirra — og þar eru björgin því
nakin og gróðurlaus. I dali þessara
fjalla sezt botnfall sjávarins, sem
bljóðlega hleðst þar upp á milljónum
ára.
Hvorki Kyrrahaf né Indlandshaf
hafa neðansjávar fjallgarða, sem eru
sambærilegir við Atlantshafið, en þó
eru þar smærri fjallgarðar. Hawaii-
eyjar eru tindar fjallgarðs, sem teygir
sig eftir miðju Kyrrahafi nærfellt
3000 km. Gilbert- og Marshall-eyja-
klasarnir eru einnig hátindar slíks
fjallgarðs. í austanverðu Kyrrahafi
tengir breið háslétta strönd Suður-
Ameríku við Tuamotu-eyjarnar, og í
Indlandshafi liggur langur fjallgarður
frá Indlandi til Suðurheimskauts, en
hann er að mestu leyti breiðari og
liggur dýpra en Atlantsfjöll.
ALDUR DJÚPFJALLANNA.
Aldur djúpfjallanna í samanburði
við fjöll á þurru landi er eitt athyglis-
verðasta íhugunarefni jarðfræðinnar.
Ef litið er yfir liðnar aldir jarðsög-
unnar, sjáum við að fjöll á þurru
landi hafa hlaðizt upp með eldsum-
brotum og jarðhræringum, en síðan
hafa regn, frost og flóð sameinazt um
að brjóta þau aftur niður. .Hvernig
er þessu farið í hafdjúpunum? Mynd-
uðust fjöllin þar á sama hátt og byrja
þau að eyðast jafnskjótt og þau verða
til?
Það er ástæða til að ætla, að jarð-
skorpan sé engu kvrrari á hafsbotm
en þurru landi. Töluverður hluti jarð-
skjálfta, sem mælast, eiga upptök sín
á hafsbotni, og sennilega eru jafn
mörg lifandi eldfjöll í hafdjúpinu og
á þurru landi. Svo virðist sem Atlants-
fjöll hafi orðið til við fellingu á jarð-
skorpunni. Enda þótt eldfjöll séu þar
flest útdauð, eru þar upptök flestra
landskjálfta á Atlantshafssvæðinu. I
Kyrrahafi er svo til öll brún megin-
landsins „lifandi“ með jarðskjálftum
og eldfjöllum, sem sum gjósa oft, með-
an önnur sofa aldasvefni milli gosa
og enn önnur eru útbrunnin.
Þrátt fyrir þetta eru djúpfjöllin þau,
sem næst komast því að vera „eilífð-
arfjöll“ eins og skáldin yrkja um. Fjall
á þurru landi hefur ekki fyrr mynd-
azt en öll öfl náttúrunnar sameinast
um að eyða því. En eyðingaröflin ná
ekki til fjalls í hafdjúpinu. Það bygg-
ist upp frá hafsbotni og kann að
skjóta eldfjallskolli upp fyrir hafflöt-
inn. Regnið ræðst á þessa tinda og
brýtur þá aftur niður í öldurnar, sem
ryðja þeim niður í sjóinn á ný. En
þar niðri í rökkri og kyrrð djúpsins
er fjallið óhult gegn frekari árásum.
Þar getur það verið nær óbreytt, ef til
vill jarðsöguna á enda.
Vegna þessa „ódauðleika“ hljóta
elztu fjallgarðar bafsins að vera
óreiknanlega miklu eldri en nokkur
fell á þurru landi. Prófessor Hess, sem
fyrstur fann fjallgarða Mið-Kyrra-
hafs, taldi að þessar „fornu, sokknu
eyjar“ hefðu ef til vill myndazt fyrir
Cambríska tímabilið í jarðsögunni,
eða fyrir 500—1000 milljónum ára.
Sæfjöllin voru því orðin gömul, þeg-
ar Alpafjöll, Himalayafjöll, Kletta-
fjöll og Andesfjöll risu upp í hina
tignarlegu hæð sína fyrir 60 milljón-
um ára. Og þá er líklegt, að þau muni
standa óhögguð, þegar þessi fjöll
verða jöfnuð við jörð.
ER ÞETTA ATLANTIS?
Þegar menn kynnast betur hinum
huldu löndum í hafdjúpunum, hlýt-
(Frh. á bls. 26.)
17