Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Side 19

Samvinnan - 01.12.1951, Side 19
Þrjú heimsjræg mannvLrki Hoover stíflan í Coloradofljóti, Rockefellerbyggingarnar í New York og Grand Central járnbrautastöðin Á þessari síðu eru þrjár myndir af mannvirkjum. sem fiæg hafa orðið um allan heim, hvert á sínu sviði, eitt sem orkugjafi, annað sem einstakar húsbyggingar og hið þriðja sem samgöngumiðstöð. Til vinstri er mynd af Hoover-stíflugarðinum í Coloradofljóti í vestanverðum Bandaríkjunum. Er þetta ein hæsta stífla, sem gerð hefur verið, 726 fet eða 242 metrar á hæð. Ofan við stífluna hefur myndazt heilt stöðu- vatn, Meadvatnið, sem er 180 km. langt, og er það stærsta vatn, sem gert hefur verið af manna höndum. Þessi stífla er ekki aðeijis til þess gerð að láta fljótið framleiða rafmagn, heldur hefur hún mikla þýðingu við að stjórna rennsli árinnar, tryggja áveituvatn og hindra flóð. Raforkutramleiðslan er nú rösklega milljón kílóvött, en verður, þegar mannvirkinu er lokið, um 1 800 000 kw. Fer orkan alla leið til Suður- Kaliforníu og lýsir upp borgir eins og Los Angeles. Coloradofljót rennur um mörg fylki Bandaríkjanna og stóð á því árum saman að leysa deilur þeirra um vatnsréttindi, áður en framkvæmdir við virkjunina gátu liafizt, en þeim var lokið að mestu 1936. Til hægri er loftmynd af Rockefeller Center í New York, en það eru 14 samstæðar byggingar, sem auð- kýfingurinn Rockefeller lét reisa á kreppuárunum. Eru þetta mestu byggingaframkvæmdir, sem einstakl- ingar hafa nokkru sinni lagt í á einum stað, og stóðu þær frá 1931 til ’40. Munu byggingarnar þá hafa kost- að 1600 milljónir krónar og 75 000 manns hafa unn- ið við þær. Hæsta byggingin er RCA-byggingin, 76 hæðir, en hinar eru frá 7 til 40 hæðir. í þessum bygg- ingum er margvísleg starfsemi, aðallega skrifstofur, en fjölmargar verzlanir, útvarpsstöðvar, veitingahús, vís- indasöfn, kvikmynda- og samkomusalir. Radio City Music Hall er stærsta Lvikmyndahús og leikhús ver- aldar, og tekur það 6 2(J0 manns í sæti í einu, en auk Jress er minna leikhús, .sem hefur 3 000 sæti. Undir byggingunum eru gangjir á milli þeirra, breiðir eins og götur, og eru verzlanir og veitingahús við Jjá, rétt eins og götur væru. Eru þar veitingastofur helgaðar ýmsum löndum og látnar bera svip af þeim. Á því landssvæði, sem byggingar þessar nú taka, bjuggu áður 4 000 manns, en nú starfa þar 125 000 og koma önn- ur 100 000 í þær á hverjum degi. 1 byggingunum eru 191 hraðgeng lyfta. — Þessi hús eru talin mjög gott dæmi um húsgerðalist skýkljúfanna, sem þróazt hef- ur í Ameríku. Litla myndin til hægri er frá Grand Central járn- brautarstöðinni í New York, stórbrotnu völundarhúsi, þar sem tugir járnbrautalesta hafa endastöð á degi hverjum. Koma þær allar neðanjarðar undir borgina og inn undir stöðina, en stöðin er eins og heil borg, þar sem farþegar geta fengið alla hugsanlega þjónustu. Hooverstijlan i Coloradojljóti er ein hcesta stijla i heimi, 242 metrar á hceð. Akvegur er eftir brún stiflugarðsins, eins og myndin sýnir. Rockefeller Center eru 14 samstceðar byggingar i A'ew York, 7 til 76 hceðir, og starfa i þeim 125 000 manns. Neðst á myndinni er Fifth Avenue, ein aðal- gata borgarinnar og sést þar hin kaþólslta Patreks- kirkja. Aðalsalur Grantl Central járnbrautastöðvarinnar i New York. Lestirnar eru allar neðanjarðar, enda er stöðin inni i miðri borg.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.