Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Síða 23

Samvinnan - 01.12.1951, Síða 23
Nú er úti orðið svalt, óðum leggur glugga, vefur héluvoðum allt vetrarhúmið nístingskalt. Má þá ekkert mannabörnin hugga? Kuldinn sár ei sigra má sálarvarmann öjarta, hafi andi hússins þá hlotið neistann guði frá, er kveikir eld í köldu, myrku hjarta. Ennþá man ég æskustund, ekkert má það banna. Þegar myrkrið þjakar lund, þá leita ég á hennar fund og sœki þangað sólskin minninganna. Margra stunda minnist ég. Man ég kvöldsins vöku. Æskumyndir upp ég dreg, sem œfi minnar lýstu veg, og felli þœr i fátæklega stöku. Amma þuldi allskonar álfa- og tröllasögur. Fyrr en týran tekin var, tendrað Ijós og jafnað skar kenndi hún okkur krökkum léttar bögur. Fólkið rökkurblundi brá, birti skjótt í ranni, vinnugleðin vakti þá viðfangsefnin stór og smá, iðjuleysið engum sæmdi manni. Undir fótum elti skinn ungur vinnumaður eða saumaði sjóklœðin, sem hann notaði i róðurinn; við þá iðju var hann fingrahraður. Sé ég þrekinn sauðamann sinna verkum brýnum: ýmist tætti eða spann, ull og hrosshár saman vann, tögl og gjarðir fléttaði föður mínum. Lófasmáa höndin hrein hnuðlaði sokkaboli eða vatt á völubein voðarþráðinn fingrasein. Launin voru lumma eða kandísmoli. Barna iðja einnig var illeppana að prjóna, mynduðu rós í miðju þar, minna skreyttu toturnar, svo voru djásnin sett í jólaskóna. Undan sperru amma tók ullarkamba sína og sér i herðum aðeins ók „Ætlar ei neinn að líta i bók?“ amma sagði, en inni fannst mér hlýna. Raulaði pabbi rímnaslag, raddirnar gömlu og ungu undir tóku endabrag, allir kunnu þetta lag og Ijóðstafirnir lágu á hverri tungu. Rokka stigu stúlkurnar, stöðugt lopann teygðu, fimur þeirra fingur bar feiti á hlaupastelpurnar, hverjum hnökra úr kembunni þœr fleygðu. Afi smiðaði askana, í þá letrið greypti, lagaði brotnu laupana, laufum skreytti spœnina, eða tólgarkerti stundum steypti. Úti i skála ofið var allt l fólksins klæði, meðan glugginn birtu bar brunuðu áfram skytturnar, en rökkrið veitti vefara hvíld og nœði. Bjó til plögg og peysurnar, prjónum sjaldan sleppti, mamma þekkti þarfirnar, hún þreytumerkin skýrust bar, fingur hennar friðlaust stritið kreppti. Man ég sálm er sungum við í sérhvern vökuendi. Ef ég mínar bænir bið, blessun hlýt og sálarfrið og glatast aldrei guðs úr náðarhendi. Grœnnar þekju burt er bær og baðstofunnar ylur, en við auga háreist hlœr húsið, þar sem auðlegð fær áhrif sýnd í tœkni er töfra þylur. Þeim sem búa i hárri höll hollast mun að geyma trú, sem áður flutti fjöll, en fýkur nú sem lausamjöll í stormum þeirra tima er guði gleyma. Guðs ef trúartraustið má tendra i hússins inni, kveikir neisti kærleiks þá kvöldvökunnar arni frá Ijósið bjart er lýsir í framtíðinni. 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.