Samvinnan - 01.12.1951, Page 24
Staða samvinnuhreyfingarinnar
í Þýzkalandi eftir styrjöldina
Eftir W. P. Wathéus
Landsvæði þýzka lýðveldisins, sem
hefur þingstað í Bonn við Rínarfljót,
nær allt frá Norðursjó suður til Alpa-
fjalla, eða frá landamærum Danmerk-
ur til Sviss og Austurríkis. Að því
liggja að vestan Holland, Belgía og
Frakkland, en að austan rússneska
hernámssvæðið (eða þýzka „alþýðu-
lýðveldið“), og loks Tékkóslóvakía.
Svæði þetta er nokkru stærra en Bret-
land og íbúafjöldinn álíka og þar (um
50 milljónir). Land þetta hefur
eins og Bretland mikil iðnaðarhéruð
og er Ruhr þeirra frægast, en þau
þurfa á mikilli verzlun við önnur lönd
að halda til að kaupa hráefni og mat-
væli og selja iðnaðarvörur sínar.
Efnahagsvandamál Vestur-Þýzka-
lands líkjast þannig vandamálum
Breta, en þó er mikilsverður munur
á. Vestur-Þýzkaland kemst nær því
að brauðfæða sjálft sig, en þetta
stafar meðal annars af því, að Þjóð-
verjar hafa lagt rækt við bændastétt
sína og verndað hana alla síðastliðna
öld, en á þeim tíma leyfðu Bretar
framsæknustu bændum og verka-
mönnum sínum að flytja úr landi.
Smábýlið, sem er eign þeirrar fjöl-
skyldu, er ræktar það, setur svip sinn
á öll landbúnaðarhéruð Þýzkalands.
Þetta hefur haft víðtækar afleiðing-
ar í félagsmálum og stjórnmálum
landsins almennt, og sérstaklega í
samvinnumálum.
Enda þótt risið hafi upp í Þýzka-
landi risastórir auðhringir, svo sem
I. G. Farbenindustrie, er millistéttin,
sjálfstæðir iðnaðarmenn, smáiðnrek-
endur og kaupmenn, enn fjölmennari
en í Bretlandi. Það þarf því engum
að koma á óvart, að núverandi stjórn
lýðveldisins er samsteypustjórn
flokka, sem hafa sjónarmið sjálfstæðra
atvinnurekenda, hvort sem um land-
búnað eða iðnað er að ræða, og stefna
stjórnarinnar í efnahagsmálum er ger-
ólík þeirri, sem verkamannastjórnin
rak í Bretlandi. Frá því þýzka lýð-
veldið fékk sjálft stjórn efnahagsmála
haustið 1949, hefur stefnan verið að
afnema sem skjótast öll höft og setja
þau ekki á aftur, en fara eins nærri
hinni klassísku fríverzlunarstefnu
(laissez-faire) og unnt er á tuttugustu
öldinni.
Uppbygging samvinnuhreyfingar-
innar þýzku er með öðru móti en til
dæmis í Bretlandi, vegna ólíkrar
stéttaskiptingar. Sterkasti armur
hreyfingarinnar eru 24 000 lána-,
markaðs- og innkaupafélög og sam-
bönd þeirra, sem standa saman að
einu allsherjar sambandi. Hefur það
aðalstöðvar í Bonn og ber nafn af
Raiffeisen, hinum mikla frumkvöðli
þýzku samvinnustefnunnar. Heildar-
meðlimatala þessara sveitafélaga er
um 3 !4 milljónir, en það er hálfu
hærri tala en skráðir jarðeigendur, og
stafar það af því, að margir bændur
eru meðlimir margra félaga.
Onnur mikilvægasta grein þýzku
samvinnuhreyfingarinnar eru alþýðu-
bankar og ýms félög iðnaðarmanna,
sem hafa samtals 1 !4 milljón með-
limi. Þessi félög hafa með sér sam-
band með aðalskrifstofu í Wiesbaden,
og hefur þetta samband starfað óslit-
ið síðan 1859 — undir ýmsum nöfn-
um.
Þriðja mikilvægasta grein hreyfing-
arinnar, sem nálgast hinar óðfluga að
meðlimafjölda, er hið endurvakta
samband neytendasamvinnufélaga,
og heildsölusamband þeirra (G.E.G.).
Bæði þessi sambönd hafa aðalstöðv-
ar í Hamborg. Eru í hreyfingu þess-
ari um 300 félög með 1 /2 milljón með-
lima og vöruvelta þeirra mun nú kom-
in yfir 1000 milljónir þýzkra marka
árlega.
Fjórða greinin eru samvinnubygg-
ingafélögin, næstum 2500 að tölu, og
eru þau í sambandi með aðalstöðv-
ar í Frankfurt-am-Main.
Neytendahreyfingin var algerlega
drepin af nazistum, en hinar greinar
hreyfingarinnar urðu mjög fyrir barð-
inu á þeim og gátu ekki starfað eða
þróazt eftir eðlilegum leiðum. Oll hafa
félögin staðið andspænis miklum erf-
iðleikum í viðreisnarstarfi sínu á her-
námsárunum, síðan styrjöldinni lauk.
Hefur þetta sérstaklega átt við félög
bænda og iðnaðarmanna og bygginga-
félögin, sem áður höfðu aðalskrifstof-
ur sínar í Berlín, en hafa orðið að
koma upp nýjum aðalstöðvum ann-
ars staðar í landinu.
Enn einni sambandsstofnun hefur
verið komið á fót á nýjan leik, en það
er Samvinnubankinn, sem að vfsu var
stofnaður af ríkinu, en starfar í nánu
sambandi við samvinnufélögin og fyr-
ir hagsmuni þeirra. Þessi banki var
endnrreistur með tilskipun 1949, svo
til samtímis því sem lýðveldið var
sett á laggirnar. Hefur hann aðalað-
setur í Frankfurt-am-Main, og er
undir stjórn bankastjórnar, þar sem
samvinnufélögin eiga marga fulltrúa,
enda eiga þau stóra hluti í bankanum.
I Vestur-Þjlzkalandi er nú einn
fjölskyldufaðir af hverjum þrem eða
fjórum meðlimur einhvers konar sam-
vinnufélags. Um fjórir fimmtu hlut-
ar þess fólks, sem starfar við eigin
atvinnurekstur, í verzlun eða iðn-
aði, eru samvinnumenn. Sennilegt er,
að fimmta eða sjötta hver fjölskylda
launamanna kaupi einhvern hluta af
matvælum og öðrum heimilisnauð-
synjum hjá kaup'félögum. Þrír fjórðu
hlutar allrar mjólkur, þrír fimmtu
hlutar af öllum maís, þrír tíundu hlut-
ar alls kjöts, grænmetis, ávaxta og
víns, sem sent er á markað, fara um
hendur samvinnufélaga í landbúnaði.
Samvinnubankar, bæði til sveita og
viðkomandi iðnaði, veita 50% allra
smálána. I helztu námu- og iðnaðar-
borgum selja neytendafélögin 10%
eða meira af brauði og öðrum mat-
vælum, og þessi tala mun hækka, þeg-
ar félögin verða fjársterkari og geta
opnað fleiri búðir.
Enda þótt samvinnuhreyfingin sé
sterk í Þýzkalandi, mundi hún vera
enn sterkari, ef hún væri sameinuð,
ef hinar ýmsu greinar ynnu betur
saman og stæðu hlið við hlið í bar-
áttunni við þau öfl, sem eru andvíg
samvinnustefnunni.
24