Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Page 26

Samvinnan - 01.12.1951, Page 26
Ungir samvinnumenn (■£1 'Siq Þ -qjj) og nutum þar góðrar leiðsögu Bret- ans, enda hefði ég valið mér annan stað en London til að fara til, ef ég hefði engan leiðsögumann fundið. Fyrst fórum við í B. B. C., útvarps- stöðina í London, og skráðum okk- ur þar í gestabækur í sambandi við brezku sýninguna. Sagði stúlkan okk- ur, að við værum fyrstu íslending- arnir, sem þar væru skráðir, en hvað því hefur valdið, veit ég ekki, því að margir Islendingar munu hafa verið í London fyrir þennan tíma. Þarna var gestum gefinn kostur á að tala inn á plötu og heyra plötuna leikna. Hafði Bretinn orð fyrir okkur og sagði stúlkunni við upptökuna, að hér væru þrír íslendingar. Spurði stúlkan mig ýmissa spurninga, og að lokum spurði ég, hvort ég mætti byrja á því, sem ég vildi tala inn á plötuna, og hvort ég mætti tala á ís- lenzku. Kvað hún já við því. Gerð- ist ég nú hinn ræðumannlegasti og brýndi röddina sem ég gat, en setn- ingarnar urðu ekki margar. Næsti, sagði stúlkan, og einn félaga minna tók við. Biðum við nú þess að hlusta á sjálfa okkur, þegar platan yrði leik- in. Raddirnar fundust okkur hjákát- legar, en þegar ég fékk svo allt sam- talið við stúlkuna á baukinn, gat ég ekki annað en brosað, enda vakti samtalið kátínu meðal áheyrenda. Næst skoðuðum við félagar hver annan í sjónvarpi. Mér fannst tækifærið að komast til Englands gullvægt, þó að ekki væri nema það, að á þessu ári var tæki- færi til að sjá brezku sýninguna, sem aðeins er haldin á aldarfresti. Sýning- in er í alla staði hin merkilegasta og mundi áreiðanlega þurfa nokkra daga, ef skoða ætti hana til hlítar, auk þess, sem það krefst víðtækari enskukunn- áttu en okkur félögum var gefin, ef hafa á full not af slíkri sýningu. Urð- um við að fara fljótt yfir sögu, og komumst þó ekki yfir allt sýningar- svæðið, þar sem skipta þurfti litlum tíma, en margt annað að sjá í Lond- on. En það, sem mér skilst að sýn- ing þessi eigi að tákna, er þróunar- og menningarsaga Bretlands, og í sum- um tilfellum er þá hugmyndaflugið látið fara milljónir ára aftur í tím- ann. En hér læt ég staðar numið um brezku sýninguna. Hún er nægilegt úrlausnarefni í margar blaðagreinar fyrir þá, sem geta skýrt hana í ein- stökum atriðum. Aldrei hafði ég ímyndað mér, að London væri svo lítil, að maður fyndi íslending á hverju strái. Þetta kvöld fórum við félagar á dansleik og hitti ég þar 6 ferðafélaga mína af Heklu. Og þegar við komum af dansleiknum, mættum við klefafélaga mínum, Elíasi Mar, á götu. En við bjuggum á fjölfömum stað í borginni, í Regent Palace gistihúsinu við Piccadilly. Seinni daginn skoðuðum við það markverðasta í London, eftir því sem tími vannst til. Um kvöldið héldum við með næturlest áleiðis til Edin- borgar, og samferðamaður okkar hélt samtímis heim til Bristol. Var hann okkur ómetanlegur ferðafélagi og traustur vinur, og get ég honum seint fullþakkað. í þetta sinn hafði ég vit á að tryggja mér miða í svefnvagni. Til Edinborgar komum við árla morguns næsta dag. Taldi ég mig nú sjálfkjörinn foringja, þar sem ég hafði ferðazt þar fyrir ári síðan með Ferða- skrifstofunni. Fórum við félagar í Edinborgarkastala, skoðuðum blóma- klukkuna, fórum í skrifstofu SlS í Leith, og svo fórum við síðast í búð- ir til að koma ekki heim með þá fáu skildinga, sem eftir voru. Á miðnætti losaði Gullfoss land- festar, og þar um borð lifðum við við þau þægindi, sem þetta ágæta skip hefur að bjóða. Kom Gullfoss til Reykjavíkur árla dags eftir rúmra tveggja sólarhringa siglingu. Og þar lauk þessari ferð minni á ráðstefnu ungra samvinnumanna í Stanford- Hall. En innan sviga vil ég bæta þessu við: Sennilega hefur marga starfsmenn kaupfélaganna fýst að fara þessa ferð, þegar hún stóð til boða, en van- máttarkenndin orðið yfirsterkari. Hikandi fór ég, með takmarkaða enskukunnáttu, en ég lagði á vaðið, og ég varð að bjarga mér. Og það eitt að hitta æskumenn frá ýmsum löndum, hefur sitt gildi og gefur sínar minningar, þar sem hér er um fólk að ræða, sem vinnur inn- an sömu vébanda og við. Og þeir, sem kunna að hafa hik- að eða hætt við að sækja ráðstefnu þessa eða námskeiðið í Bexhill-on- Sea að þessu sinni, skulu ekki hugsa sig tvisvar um næst. Þeir, sem þang- að fara, koma auðugir af góðum minningum frá föðurlandi samvinnu- manna. Og þá er tilganginum náð. Birgir Steinþórsson. Atlantsfjöll... (Frh. af bls. 17) ur sú spurning að vakna æ oftar, hvort hægt sé að setja neðansjávar- fjöllin í samband við hin frægu „týndu lönd“. Frásagnir af öllum slíkum „löndum“ eru dularfullar og óljósar, hvort sem það er hið fræga Semuría í Indlandshafi, Brendansey eða Atlantis. En þessar sagnir koma fram eins og dulin endurminning í þjóðsögum víða um heim. Atlantis er bezt þekkt þessara landa, en samkvæmt frásögn Platons var það stórt eyland handan við súl- ur Herkúlesar. I Atlantis bjó herskátt fólk og réðu fyrir því voldugir kon- ungar, sem gerðu tíðum árásir á meg- inlönd Afríku og Evrópu, lögðu und- ir sig mestalla Libjm, herjuðu um Evrópuströnd Miðjarðarhafsins og réðust loks á Aþenu, að því er Platon skrifar. En með landskjálftum og hræring- um voru allir þeir, sem herjað höfðu gegn Aþenumönnum, gleyptir á ein- um degi og einni örlagaríkri nóttu. Eylandið Atlantis hvarf í djúpið. Frá þeim tíma hefur verið ógerlegt að sigla um sjóinn á þessum slóðum; skip geta ekki komizt um hafið vegna sanda, þar sem eyjan sökk. Sagan um Atlantis hefur lifað í aldaraðir. Þegar mennirnir urðu nægi- lega djarfir til að sigla út á Atlants- hafið, sigla yfir það og kanna undir- djúp þess, hugleiddu þeir það oft, hvar hið horfna land hefði verið. Sagt hefur verið um margar eyjar í At- lantshafinu, að þær væru leifar af stærra landi. Hinir einmanalegu Pálsklettar hafa sennilega oftar ver- 26

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.