Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Síða 27

Samvinnan - 01.12.1951, Síða 27
ið taldir leifar Atlantis en nokkur annar staður. Og undanfarna öld hef- ur oft verið hugsað um Atlantsfjöll- in í þessu sambandi, eftir því sem stærð þeirra varð betur kunn. En því miður fyrir þessa ævintýra- legu drauma er það svo, að hafi At- lantsfjöll nokkru sinni verið ofan- sjávar, hlýtur það að hafa verið löngu fyrir þá tíð, að nokkrir menn voru til, er búið gætu í slíku landi. Botn- fall það, sem náðst hefur upp af hafs- botni, er þess eðlis, að þar hefur fallið niður í úthaf, langt frá næstu lönd- um, fyrir rúmlega 60 milljónum ára. Og maðurinn, jafnvel frummaðurinn, kemur ekki til sögunnar fyrr en á síð- ustu milljón árum jarðsögunnar. Arfleifð samvinnumanna (Frh. af bls. S) torleiði byrjunarörðugleikanna, sem þeir áttu við að stríða. En skyldi okkur samvinnumönn- um, og þá alveg sérstaklega okkur, sem erum starfsmenn kaupfélaganna, vera það Ijóst, að við erum æði oft, líklega daglega, staddir óbeinlínis í sporum Jakobs Hálfdánarsonar. Öll- um er okkur trúað fyrir meiri eða minni efnislegum verðmætum, sem á miklu veltur að ekki glatist eða rýrni vegna gálausrar meðferðar. Og öllum hefur okkur samvinnumönnum verið trúað fyrir dýrasta arfinum, sam- vinnuhugsjóninni. Raunar erum við sífellt á ferð með þann dýra sjóð, á ferð á veikum ís yfir djúpa og við- sjála ála í þjóðlífinu, ála, sem bíða þess albúnir að gleypa hann, ef óvar- lega er farið. Á því, hvernig okkur tekst yfir- ferðin, veltur framtíð samvinnufé- lagsskaparins á Islandi mest. Sú skylda er okkur erfingjum sam- vinnufélagsskaparins á herðar lögð, að meta rétt hinn dýrmæta, efnislega og andlega arf, sem við höfum hlotið í vöggugjöf frá samvinnustefnunni, og kappkosta að skila honum nokkru meiri og betri til eftirkomenda okk- ar. Okkur er líka skylt að vinna að því, að arftökum okkar skiljist, hvað þeim er í hendur fengið. Og einmitt á því sviði liggur mikið verk fyrir fé- Kertaskreytingar geta verið fallegar og eiga afar vel við á jólunum. Nú eru á boðstólum falleg skrautkerti, sem framleidd eru af Sápuverksmiðj- unni Sjöfn á Akureyri. Kerti þessi eru tilvalin á jólaborðið, og það er luegt að koma þeim fyr- ir á ýmsa vegu. Ein tegund þeirra getur staðið sjálf (sbr. mynd) og þarfnast ekki stjaka. Það er tilbreytni i þvi að eiga nií völ á svo margvísleg- um gerðum jólakerta, og þeim mun áreiðanlega verða fagnað um jólin á fjölda islenzkra heimila. lags- og fræðslumálastarfsemi kaup- félaganna og Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Vænlegt til árangurs í því efni hygg ég vera að beina máli til unglinganna, svo fljótt sem þroski þeirra lejúir, gera þeim ljóst, úr hvaða jarðvegi samvinnufélagsskapurinn er sprottinn, af hvaða þörf hann er myndaður og hvað hann hefur gefið alþjóð í aðra hönd. Skýra fyrir ungl- ingunum, að samvinnustefnan er mannbótastefna og sú félagsmála- stefna, sem gefur hverjum sitt, sú fé- lagsmálastefna, sem líklegust er til þess að bjarga hinum hrjáða heimi út úr öngþveiti og hörmungum skorts og ófriðar. Þórir Friðgeirsson. 27

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.