Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Síða 28

Samvinnan - 01.12.1951, Síða 28
JC onurnar °9 Sc amvinnan: JÓLAHÁTÍÐIN I dimmasta mánuði ársins og kaldasta kemur jólaliátíðin til okkar með birtu, frið og yl. Aldrei er okkur mei i þörf á Ijósum og aldrei meiri þörf á yl heldur en einmitt í hinum dimma desembermánuði. Því er stundum lialdið fram, að mennirnir séu búnir að gera jólin að allt of mikilli tildurhátíð. Það sé um of hugsað um mat og drykk, gjafir og gleð- skap, en jólaboðskapurinn vilji gleymast. Einhver sannleikur er eflaust í þessu fólginn, og áreiðanlegt er, að jólin eru í sjálfu sér einföld og sömu- leiðis boðskapur þeirra. Þótt við viljum gera ýmislegt til hátíðabrigða á jólunum, þá má liinn ytri búningur þeirra aldrei verða svo mikill, að jólin sjálf í hinum dásamlega einfaldleik sínum, og boðskapurinn, sem þau flytja okkur ár hvert, hverfi fyrir tildrinu. En eitt er það, sem aldrei verður of mikið af á jólunum, og það eru Ijós- in. Þótt við látum af einhverjum fyrri háttum okkar í sambandi við jóla- haldið og drögum eitthvað úr íburðinum, þá megum við ekki fcekka Ijós- unum. Jólin eru hátíð Ijóssins, sem skín í myrkrinu, og það verða aldrei tendruð of mörg jólaljós. Það fellur í skaut húsfreyjunnar að gera jólin að sannri hátíð fyrir alla á heimilinu. Takist henni að skapa góðvild og sannan jóla-anda innan veggja heimilisins, er hún ncer því marki heldur en hinn mikli íburður og ytra skraut mun nokkru sinni geta gert. Þó er það óneitanlega gaman að útbúa ýmis konar jólaskreytingar, breiða jóladúka á borð og hengja upp jólaveggteppi, koma fyrir jólasveinum og bjöllum hér og þar og skreyta með greni og kertum. Skreytt og Ijósum prýtt jólatré er raunar alltaf fallegasta jólaskrautið, og þar sem það er þarf ekki annað af þessu tagi. GLEÐILEG JÓL! Nú fer undirbúningur jólanna í hönd, og mörgum er svo farið, að þeim finnst jólaundirbúningurinn það skemmtilegasta af öllu í sambandi við jólin. Ef skynsamlega er haldið á þeim málum, getur undirbúningurinn orðið mjög ánægjulegur, sérstaklega þar, sem allir hjálpast að, og allir taka þátt í því að undirbúa komu hátíðar- innar. Það hefur margoft verið sagt og það með réttu, að jólin væru hátíð barnanna. Þess vegna ætti líka að leyfa börnunum að taka þátt í jóla- undirbúningnum. Þegar mikið er að gera á heimilunum, finnst mæðrun- um börnin vera fyrir, og stundum vilja þær losna við þau og fá frið við það, sem þær eru að vinna. En það er hægt að lofa börnunum að föndra við það, sem þau ráða við, og láta þau finna það, að þau séu einnig að vinna þarft verk með því að taka það alveg að sér. Það er t. d. hægt að leyía þeim að klippa út úr mislitum pappír ýmis konar myndir til þess að skreyta með jólatréð. Af þessu munu þau hafa hina mestu gleði, og marglitar rnynd- ir af ýmsum gerðum geta orðið hið ágætasta skraut. Hér eru nokkrar teikningar, sem auðvelt er að fara eftir eða taka alveg upp. Síðan geta börnin reynt að teikna sjálf einhverjar einfaldar myndir til þess að klippa út. Að klippa úr pappír er ágæt æfing fyrir hina ó- þroskuðu hönd barnsins og það er einnig gott fyrir það að þurfa að beita skilningi og útbúa skrautið á jólatréð. Ódýrt — Fljótgert — Kcerkomið. Jólagjafir og glaðningur ýmis kon- ar tilheyra jólahátíðinni. Oft heyrist talað um jólagjafirnar eins og hvert annað vandræðafyrirbrigði, og marg- ir eru fullir vandlætingar yfir þessum sið. Sannleikurinn er sá, að það er hægt að fara með jólagjafirnar út í öfgar eins og allt annað, og það hefur eflaust margoft verið gert, en sé gef- ið smekklega og hóflega, er siðurinn skemmtilegur. Fyrir þessi jól verður úr meiru að velja til jólagjafa en mörg undanfar- in jól, vegna aukins innflutnings og breyttra verzlunarhátta. Samt munu eflaust margir verða í vandræðum með að finna viðráðanlegar gjafir 28

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.