Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Qupperneq 30

Samvinnan - 01.12.1951, Qupperneq 30
Heystuldurinn (Frh. af bls. 11) sem alltaf var svo hrædd við byssu. Hvernig gat líka manninum flogið þessi vitleysa í hug? Halda, að ein- hverjir væru að stela. Og jafnvel þó svo væri, ætla að liggja fyrir mann- inum, skjóta hann, drepa hann .... Og hann vissi ekkert fyrir víst. Hvað ætli hann myndi gera við hana, ef hann vissi allt eins og var? Ef hann vissi, að hún væri þjófurinn, ef hann vissi, að hún hefði laumað ofurlítilli tuggu til kúnna, eftir að hann fór að draga úr gjöfinni við þær. Þetta var svo lítið, sem hún tók í hvert skipti, að hana óraði ekki fyrir því, að hann yrði þess var. Henni þótti svo vænt um kýrnar. Og þegar hún kom í fjós- ið, litu þær til hennar, bauluðu og slógu til halanum. Þær voru hálf svangar og hún skildi þær. Þá Iædd- ist hún inn í hlöðuna, sótti ofurlitla tuggu handa þeim, og stóð í básnum hjá uppáhaldinu sínu, meðan þær muðluðu heyið. Hún hafði heldur ekkert samvizku- bit af að hafa tekið þetta, en hún hafði farið á bak við Grím, og þ a ð nagaði vitund hennar, hríslaðist um hana, ýfði við kenndum hennar, svo að hana sveið í hjartað. Hún hafði aldrei farið á bak við hann áður, og hún hafði heldur aldrei gert sér það ljóst fyrr, hvað henni þótti vænt um hann. Hingað til hafði það verið svo sjálfsagt, að hún hafði gleymt að hugsa um það. Þó að hann væri hrika- legur og ekki daglega ör á blíðu við hana, leitaði hann hennar stundum — tók fast á henni. Þá var hún svo- lítið hrædd — óttaðist hann — af því að hún elskaði hann. Hann hafði aldrei brugðizt henni, eða það fannst henni, að minnsta kosti núna; hún var líka svo ein og það var myrkur. Hún hafði reyndar áður veitt því athygli, að Grímur var þjófhræddur. Hann átti líka nóg af öllu. Sjálf var hún alin upp í fátækt. Þar var aldrei minnzt á þjófa, kannske vegna þess, að þar var engu að stela. En nú hafði hún farið á bak við Grím, og kærni eitthvað fyrir hann í nótt, var það henni að kenna. Og samvizkubitið, biturt og skerandi hríslaðist um hana, svo að hún gat ekki legið kyrr. Hún mátti heldur ekki liggja svona. Hún varð eitthvað að gera. Hún varð að fara til Gríms og segja honum sannleikann, segja honum allt eins og var. Hún varð að fara strax, strax, annars gat það orð- ið of seint. Hún þaut upp úr rúrninu, kastaði yfir sig kápu og flýtti sér út. Veður var heiðskírt, björt vetrar- nótt með tungli og norðurljósum. Frost var á og það var kalt, en hún fann ekki til kuldans. Hún gekk að hlöðudyrunum. Það marraði undar- lega hátt í hjarninu, og það lét illa í eyrum hennar að heyra fótatak sjálfrar sín. Það var eins og einhver væri að elta hana, og hún flýtti sér enn meira, þorði ekki einu sinni að líta við. Lokan var í að utan, því að Grím- ur hafði farið inn í hlöðuna gegnum fjárhúsið. Hún var dálítið skjálfhent og hélt niðri í sér andanum. Lokan var nokkuð föst í, og hún fór eins hægt að öllu og hún gat. Grímur myndi þó aldrei skjóta hana, konuna sína. Svo opnaði hún hurðina........ Eitthvað slóst í pottinn inni í horn- inu, svo kvað við skot og Grímur kom æðandi með uppreidda kopar- stöngina. — Grímur! hrópaði hún. Svo féll hún í ómegin. — Ólöf ...?...?...? Hann reisti hana á fætur, dálítið óstyrkur. Gat það verið, að skotið hefði hitt hana? — Ólöf.......Ólöf....... Ekkert svar. Og myrkrið var svo andstyggilega svart, og það mátti heyra féð hlaupa í hnapp frammi í fjárhúsinu. Hann hristi hana til og skimaði í kringum sig, eins og hann byggist við hjálp. Bara hún væri ekki dáin. Honum var sarna um allt, bara ef Ólöf fengi að lifa. Þeir máttu stela heyinu, fénu, öllu, öllu, bara ef Ólöf fengi að lifa. Hann tók hana í fangið og bar hana inn. Svo lagði hann hana í rúrnið og kveikti. Þegar ljósið kom, opnaði hún aug- un og leit í kringum sig. Hún var ein- kennileg til augnanna, eins og rnaður, sem er ekki búinn að átta sig. Þegar Grímur sá, að hún var ómeidd, jafnáði hann sig fljótt og varð Grímur frá því í gær. — Þú hjarir þá, sagði hann. — En heppin varstu, að ég skaut þig ekki. Hvurn fjandadnn voruð þið líka að snudda úti í hlöðu, manneskja? — Grímur, sagði hún. — Nú, hvað? — Grímur, ég ætlaði bara að segja þér allt eins og er. — Allt eins og er — hvað? — Að það er ég, sem er . . . þú veizt . . . Grímur . . . þjófurinn . . . kýrnar . . . þú skilur . . . — Ha, þú. Hvað ertu að segja, manneskja? . . . Hann ætlaði að segja eitthvað meira, en hætti við það og fór út til þess að loka hlöðunni. Gistihús... (Frh. af bls. 22) veggir hans fóðraðir með Ijósgrænum, silfurírðum veggdúk, en ekki rnálað- ir, og gefur það salnum mun hlýlegri svip. Húsgögn eru úr krómuðu stáli, borð með póleruðum plötum, en stól- ar bólstraðir og yfirdregnir með rauðu skinni. Til borðs geta setið í einu um 24. Húsið er vel raflýst; það er með olíukynntri miðstöð og miðstöðvar- ofnar í öllurn herbergjum og göngum. Þótt landrými sé ekki mikið kring- um gistihúsið, stendur það samt á ntjög heppilegum stað í kauptúninu; er það fyrsta húsið við akbrautina, þegar ekið er frá flugvellinum til kauptúnsins. Bifreiðastæði er ágætt fyrir framan húsið. Rafael... (Frh. af bls. 5) vinnustofu hans við hlið síðasta mál- verksins, sem hann aldrei lauk við. Flykktust Rómverjar til vinnustof- unnar til að kveðja hann í hinnsta sinn, áður en hann var fluttur í Pan- theon kirkjuna og jarðsettur við alt- arið, varla steinsnar frá mörgum mestu listaverkum sínum í Páfagarði. Rafael afkastaði miklu þau 37 ár, sem honum varð lífdaga auðið. Hafa málverk hans staðizt eldraun allra breytinga í smekk og fegurðarviðhorfi fjögurra alda, og er enn í dag dáð um heim allan. 30

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.