Samvinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 33
Múnchhausen barón
og sjóskrímslið
SÚ VAR TÍÐIN hér á landi, að hvert mannsbarn þekkti Munchhausen barón og lyga-
sögur hans, og voru þrer meðal furðulegri og skemmtilegri cevintýra, sem ungt fólk, og
raunar fulltiða ekki siður, las sér til skemmtunar. En margir munu þá ekki hafa áttað
sig á þvi, að Múnchhausen barón var i raun og veru til og samdi sjálfur lygasögur sinar.
Faðir hans var herragarðseigandi i Hannover og þar fcedddist Karl F. Hyeronymus, siðar
barón af Múnchhausen, árið 1720. Fór hann i herþjónustu og tók þátt í orruscum við
Tyrki, sem koma mjög við sögur hans. Ekki fékk hann mikinn frama i herþjónustunm, og
1750 fór hann heim. Hélt hann sig þar með höfðingsskaþ til dauðadags, skemmti vinum
sinum með sögum og varð frcegur fyrir. — Sögur Múnchhausens hafa komið út i ótal ut-
gáfum og verið þýddar á fjölmörg mál. Er því ekki að furða, þótt eitthvað hafi þcer skolazt
til frá fyrstu dögum, ýmsu verið bcett við og annað hellzt úr lestinni. Þorsteinn Erlingsson
skáld þýddi nokkrar sögurnar úr ensku og gaf út 1913, og er það sú bók, sem viðast hef-
ur farið á íslandi. Nú hefur Inguar Brynjólfsson, menntaskólakennari, þýtt sögurnar úr
þýzku og Norðri gefið þcer allar út i fyrsta sinn. í bókinni eru frcegustu teikningar, sem
gerðar hafa verið við sögurnar, eftir franska teiknarann Doré.
ari sjálfs Benjamino Gigli. Á annaö
ár var Mario í skóla hjá honum, lærði
að lesa nótur og beita röddinni betur
en áður og fjölmargt annað.
ÞEGAR MARIO hélt fyrstu söng-
skemmtun sína eftir þetta nám, var
hann annar maður og nú fékk ekkert
stöðvað hann. Vakti hann sívaxandi
athygli og í Chicago komu 76 000
manns á skemmtun á útileikvangi,
þar sem hann var aðal skemmtikraft-
urinn. Blöðin kepptust um að hylla
hann og gagnrýnendum kom saman
um, að önnur eins rödd frá náttúr-
unnar hendi væri einstæð. Innan
skamms var Hollywood komin á stúf-
ana og hann var ráðinn til að syngja
í kvikmyndum. Hljómplötur hans
seldust æ meira og hefur ein þeirra
verið seld í yfir milljón eintökum.
ÞAÐ ER SÉRKENNILEGT við Lanza,
að hann hefur unnið sig til frægðar
í kvikmyndum en ekki óperuhúsum.
Að vísu er ekki mikið um starfandi
óperuhús í amerískum borgum, og
ungir söngvarar hafa hvergi nærri
sömu tækifæri og til dæmis á Ítalíu,
en þó er það óvenjulegt, að svo mik-
ið söngvaraefni komi fram í kvik-
myndum. Árangurinn hefur orðið sá,
að Lanza er vinsæll meðal milljóna af
kvikmyndahússgestum, sem aldrei
mundu sjá óperur, og hann hefur
gert óperulög vinsæl meðal þessa
fólks.
REYNSLAN EIN mun skera úr um
það, hvort Mario Lanza er annar
Caruso eða ekki. Sjálfan skortir hann
ekki traust á hæfileikum sínum, enda
þótt ýmsir spái illa fyrir honum.
Einu sinni lenti ég í miklum lífs-
háska í Miðjarðarhafinu. Það var á
sumardegi, að ég var að baða mig í
glóðvolgum sjó skammt frá Marsei-
borg. Sá ég þá, hvar gríðarstórt sæ-
skrímsli kom buslandi með galopinn
kjaftinn og stefndi á mig. Mér gafst
ekkert tóm til umhugsunar né undan-
komu. Tafarlaust hnipraði ég mig
saman og gerði mig eins lítinn og unnt
var. I þessari stellingu smaug ég inn
á milli skoltanna á ófreskjunni og alla
leið niður í maga. Þar var ég um hríð
í svartamyrkri, en þægilegri hlýju, svo
sem auðskilið er. Sjálfsagt hefði
skrímslið fegið viljað losna við mig,
af því að ég hlaut að valda því maga-
pínu, er frá leið. Ég hafði nóg svig-
rúm, svo að ég sparakaði í kringum
mig og barðist um á hæl og hnakka
og lét öllum illum látum.
En ekkert virtist falla skepnunni
eins illa og hinn hraði fótaburður
minn, er ég reyndi skozkan dans. Þá
öskraði hún ógurlega og reis hálf upp
úr sjónum. Þetta sáu menn af ítölsku
kaupfari, er sigldi fram hjá, og skutl-
uðu þeir ófreskjuna til bana á fáum
mínútum. Jafnskjótt og hún hafði
verið innbyrt, heyrði ég skipverja
stinga saman nefjum um það, hvern-
ig þeir ættu að skera hana til að fá
sem mesta lifur úr henni. Ég skil ít-
ölsku, svo að ég varð dauðhræddur
um, að ég yrði ristur á kviðinn með
sæskrímslinu. Ég kom mér því fyrir
í maganum miðjum, eða því sem
næst, því að þar var rúm fyrir meira
en tylft manna. Gerði ég ráð fyrir, að
byrjað yrði á bægslum og sporði. En
mér hvarf brátt allur ótti, því að skip-
verjar byrjuðu á því að rista skepn-
una á kviðinn. Jafnskjótt og ég sá
örlitla glætu, kallaði ég út til þeirra
eins hátt og röddin leyfði, að það
gleddi mig að sjá þá og bað þá að
hleypa mér sem skjótast út úr þessu
svartholi, þar sem mér hélt við köfn-
un. Það er ókleift að lýsa þeirri af-
skaplegu undrun, sem skein út úr
svip skipverja, þegar þeir heyrðu
mannsrödd innan úr sæskrímslinu.
Og ekki minnkaði furða þeirra, þeg-
ar þeir sáu allsnakinn mann spíg-
spora út úr iðrum þess. í stuttu máli
sagt, herrar mínir, sagði ég þeim alla
söguna, eins og ég nú hef sagt ykkur
hana, og undrun þeirra verður ekki
með orðum lýst.
Þegar ég var búinn að fá mér dá-
litla hressingu, steypti ég mér til
sunds í sjóinn og synti eftir fötum
mínum, sem biðu mín á ströndinni,
þar sem ég hafði skilið þau eftir. Að
því er ég komst næst, hafði ég orðið
að hírast um það bil hálfa fjórðu
klukkustund innan í sæskrímslinu.
33