Samvinnan - 01.08.1953, Síða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra
samvinnufélaga. í
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími 7080. J
Kemur út mánaðarlega. j
Verð árgangsins kr. 40.00. j
Verð í lausasölu 5 kr.
Prentsmiðjan Edda. í
Efni: |
Sambandið og hlutafélög j
þess bls. 3
Teiknibókin í Arnasafni — 4
Þýzk samvinna rís úr
rústum — 7
Álagaeyjan, smásaga — 9
Þúsund kaupfélagskonur
heimsækja Bifröst — 11
Þriggja ára stríð — og
óbreytt landamæri — 12
Gríski skipakóngurinn
Onassis — 14
Síldarsöltun á Siglufirði — 15
Kaupfélagið á Kópa-
vogshálsi — 16
Búð, sem leggur áherzlu
á öflun erlendra bóka — 19
Minnst tveggja sam-
vinnumanna — 23
Ferguson boðar merkar
nýjungar í framleiðslu
landbúnaðartækja — 26
Carmen, eftir Prosper
Merimée, ný fram-
haldssaga — 27
Ágúst 1953
XLVIII árg. 8.
SAMVINNAN hefur oft skrifað um
verðlag kaupfélaganna og haldið þvi
fram, að það væri yfirleitt lægra en
hjá kaupmönnum, 'en félögin hefðu
þannig ómetanleg áhrif í þá átt að
haltía verðlaginu niðri. Hefur verið
birtur, bæði hér í ritinu og annars
staðar, ítarlegur samanburður frá
mörgum kaupfélögum, sem sannar
þetta svo að vart verður um deilt.
NÚ GERIST ÞAÐ, sem hefðu þótt
mikil tíðindi áður fyrr, að a. m. k. tvö
kaupfélög hafa auglýst verðlag hjá
sér, sem er lægra en lægsta verð sömu
vöru er í Reykjavík samkvæmt skýrsl-
um verðgæzlunnar. Félög þessi eru
Kav.pfélag Árnesinga og nú fyrir
nokkru Kaupfélag Eyfirðinga.
SAMVINNUMENN á Akureyri og í
Eyjafirði munu sérstaklega hafa
fagnað auglýsingu KEA, er birtur var
samanburðurinn á verði félagsins og
lægsta Reykjavíkurverði á átta teg-
undum nauðsynja. Þetta félag er
stærst allra kaupfélaganna og hefur
fjölþættasta starfrækslu. Þess vegna
hefur það orðið fyrir hvað mestu að-
kasti og gagnrýni fyrir „stærð og
völd“ að því er bezt verður séð. En nú
hefur félagið, með þessari auglýsingu,
sýnt alþjóð fram á, að hversu mjög
sem það hefur dreift kröftum sínum í
glímu við hin margvíslegustu verkefni,
hefur það ekki sofnað á verðinum við
frumhlutverk sitt: hagkvæma verzlun.
SPYRJA MÁ, hvernig KEA og önnur
kaupfélög fari að því að selja vörur
’ægra verði en lægsta smásöluverð í
Reykjavík. Sú var tíðin, að vöruverð
víðs vegar um landið var að jafnaði
Reykjavíkurverð að viðbættum flutn-
ingskostnaði, en eitthvað hlýtur það
að vera breytt. Það skyldi þó ekki vera,
að þess væri farið að gæta, að sam-
vinnumenn eiga nú fjögur kaupskip,
og þeir reyna að jafnaði að stefna
þeim beint á þær hafnir landsins, sem
eiga að fá vöruna hverju sinni, en
forðast umskipun og viðbótar flutn-
ingskostnað hvar sem er. Og víst er
það, að fólk víðs vegar um landið er
farið að taka eftir hinum tíðu kom-
um Sambandsskipanna. Má til dæmis
nefna það, að nýlega birti eitt af
Reykjavíkurblöðunum fréttaskeyti frá
Austurlandi, þar sem fréttaritari þess
skýrði frá því, að þar hefðu þrjú Sam-
bandsskip komið samtímis og þótti
honum sá atburður, þótt tilviljun
mætti kalla, að þau voru þrjú sam-
tímis í sömu höfn, ótvírætt sýna,
hverjir tryggðu hagkvæmastar sigl-
ingar fyrir landið.
KONURNAR OG KAUPFÉLÖGIN
eru enn til umræðu í grein í þessu
hefti, eins konar framhaldsgrein
hinnar, sem birtist í vor. Segir nú frá
því, sem félögin hafa fyrir húsmæður
sínar gert í sumar. Heldur þykir þeim,
sem að fræðslumálum og blaðaútgáfu
starfa hjá SÍS, að kaupfélagsstjórar
séu hlédrægir hvað snertir frásagnir
af þessu starfi sínu sem öðru. Það eru
vissulega kostir við einstakling, að
hafa ekki hátt um störf sín, en það er
nauðsynlegt samvinnuhreyfingunni
allri, að fréttir berist af slíku starfi,
svo að kaupfélögin geti lært hvert af
annars reynslu í sem flestu.
ÞETTA VELDUR ÞVÍ, að sennilega
er frásögnin af fræðslu- og skemmti-
starfi kaupfélaganna ekki tæmandi
og vafalaust hafa einhver þeirra hald-
ið uppi slíku starfi án þess að Sam-
vinnan hafi frétt um það. Einu kaup-
félagi þarf þegar að bæta við, eftir að
greinin var komin í prentun. Er það
Kaupfélag Hrútfirðinga, sem bauð
húsfreyjum í myndarlegt, fjögurra
daga ferðalag að Mývatni og Náma-
skarði. Mun þetta vera a. m. k. í ann-
að sinn, sem félagið býður til slíkrar
ferðar.
LJÓSMYNDIR í þessu hefti eru eftir
ýmsa. Síldarmyndirnar tók hinn
kunni, sænski samvinnublaðamaður,
Jöran Forsslund, er hann var hér á
landi. Myndirnar úr Bifröst tók Ólafur
Árnason, ljósmyndari á Akranesi og
myndirnar frá Kaupfélagi Kópavogs
og úr Bókabúð Norðra tók Þorvaldur
Ágústsson.
2