Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.08.1953, Blaðsíða 29
• • L „Jósé-María er ekkert nema þorpari,“ sagði hinn ókunni með alvöru. Er hann að segja satt um sjálfan sig eða er þetta svona mikil hógværð, hugsaði ég, því að ég hafði grandskoðað félaga minn og komizt að þeirri niðurstöðu, að lýsingarn- ar á Jósé-María, sem festar voru á húsveggi víða um Andalúsíu, áttu algerlega við hann. Já, þetta hlýtur að vera hann: skolhærður, bláeygur, munnstór, vel tenntur, handsmár, í fínni skyrtu og flauelsjakka með silfurhnöpp- um, með legghlífar úr hvítu leðri, á jörpum hesti. Á þessu var enginn efi. En ég ætlaði samt að virða ósk hans, ef hann ekki vildi segja til sín! Við k’omum til gistihússins. Það rejmdist vera eins og hann hafði sagt fyrir um, með öðrum orðum ömurlegasta hreysi af slíku tagi, sem ég hafði fyrirhitt. Eitt stórt her- bergi var bæði eldhús, matsalur og svefnherbergi. Eldur brann á hellu á miðju gólfinu og reykurinn fór út um gat á þakinu, eða réttar sagt hékk í mökk rétt yfir gólfinu. Meðfram veggjum voru fimm eða sex gömul múlasna- teppi breidd út. Þetta voru gestarúmin. Tuttugu skref frá húsinu, eða réttar sagt þessu allsherjarherbergi, sem ég lýsti, var eins konar kofi, sem notaður var fyrir hesthús. Einu íbúar þessara dásamlegu húsakynna, sem sjáan- legir voru þessa stundina, voru gömul kona og telpa, tíu til tólf ára gömul, báðar svartar af sóti og klæddar vesæld- aTlegum tötrum. Hér eru síðustu leifar íbúanna í Munda, sagði ég við sjálfan mig. Ó, Caesar! Ó, Sextus Pompejus, hversu undrandi þið munduð ekki verða, ef þið gætuð' heimsótt jörðina aftur! 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.