Samvinnan - 01.08.1953, Síða 3
SAMVINNANl
Samband'ib og klutafélög þess
Fyrir nokkru síðan orti eitt af kýmniskáldum þjóðar-
innar dægurmáladrápu, þar sem eitt erindið hljóðaði svo:
Hátt yfir Hornafjörðinn
hærugrár kollur rís, —
víðfrægur Vatnajökull;
þeir vilja kaupa ’ann í SIS.
I síðustu línunni kemur fram hjá skáldinu í skemmti-
lega ýktri mynd áróður, sem haldið hefur verið uppi gegn
samvinnusamtökunum nokkur undanfarin ár. Sérhags-
munamönnum hefur þótt nóg um vöxt og viðgang sam-
takanna og þeir hafa hrópað úlfur, úlfur, og síðan í
hneykslun sinni fullyrt, að Sambandið stofnaði hlutafé-
lög til hægri og vinstri og vildi kaupa allt og alla. Skáld-
ið gerir þá dálítið broslega með þeirri tilgátu, að senni-
lega vilji þeir í SlS kaupa sjálfan Vatnajökul!
Allir sannir samvinnumenn í þessu landi eru stoltir af
þeim stórbrotna árangri, sem orðið hefur af samvinnu-
starfinu, síðan í styrjaldarlok, og þeir vita, að þessi starf-
semi miðar öll að einu og sama marki: að bæta lífskjör
fólksins og létta því lífsbaráttuna. Hitt er svo fram-
kvædaatriði, sem rúmast innan lj'ðisramma hreyfingar-
innar allrar, að stundum hefur reynzt skynsamlegra og
hagkvæmara að nota hlutafélagsform fyrir einstakar
framkvæmdir. Þegar þjóðfélagið skapar slíkar aðstæður,
hika samvinnumenn hér á landi og erlendis ekki við að
fara þá leiðina, sem hagkvæmust er fyrir umbjóðendur
þeirra, hvaða nöfn, sem andstæðingar samvinnustefnunn-
ar kjósa að gefa slíkum tilraunum.
SIS hefur á tæplega áratug stofnað eða keypt níu
hlutafélög, auk Olíufélagsins, sem margir fleiri standa að.
ÖIl þessi félög eru stofnuð í ákveðnum tilgangi, sem er í
hverju skipti beinlínis viðkomandi höfuðstarfsemi Sam-
bandsins, verzluninni, eða bókaútgáfu. Ekki verður um
það deilt, að meginhlutverk samvinnusamtakanna er
hagkvæm verzlun, og því hlýtur hvert skref, sem stigið
er til að bæta verzlunaraðstöðu þeirra, nú eða í framtíð-
inni, að vera spor í rétta átt fyrir hrejdinguna.
Bezt er að teygja ekki lopann um hlutafélögin 9, held-
ur kynna þau hvert af öðru fyrir lesandanum, svo að hann
geti sjálfur dæmt og síðan látið til sín heyra á aðalfundi
síns kaupfélags og síðan aðalfundi Sambandsins, ef hann
telur eitthvað nnsráðið í þessum aðgerðum. Sé hann þeint
hins vegar samþykkur, ber honurn að hjálpa til þess að
kveða niður „Vatnajökulsdrauginn“. Hér koma þá hluta-
félögin fordæmdu, öll níu:
1) Dráttarvélar h.f. nefnist hlutafélag, eign SlS og
stofnað 1949. Hlutverk þess er að flytja inn Ferguson
dráttarvélar eingöngu. Tildrög að stofnun félagsins eru
þau, að margir samvinnubændur óskuðu eftir að kaupa
Ferguson dráttarvélar (yfir 800 hafa gert það) og Fergu-
son vildi gjarna, að SlS færi með umboðið og reyndist
hentugast að gera það á þennan hátt, enda hefur það gefið
ágæta raun.
2) Jötunn h.f. var um skeið all umsvifamikið félag í
Reykjavík, sem fékkst við járnsmíðar og fleira og átti
allmiklar húseignir. Svo stóð á, að Sambandið hafði brýna
þörf fyrir húsnæði undir bifreiðaverkstæði, sem það var
skuldbundið til að koma upp vegna bifreiðaumboða sinna.
Einnig vantaði algerlega húsnæði fyrir varahlutagevmsl-
ur, rafmagnsdeild og sitthvað fleira. Reyndist gersamlega
ómögulegt að fá fjárfestingarleyfi til að byggja, svo að
SIS sá þann kost vænstan að kaupa Jötun til að bjarga
sér úr þessum vanda. Járnsmíðar félagsins voru lagðar
niður, og eftir að óreiður einkarekstursins á félaginu
höfðu verið gerðar upp, er hagur þess með ágætum.
Þær þúsundir manna um land allt, sent keypt hafa bú-
vélar, bifreiðar eða heimilistæki af samvinnufélögunum,
njóta þess, hvort sem þeir átti sig á því eða ekki, að þessi
aðstaða er fyrir hendi.
3) Utgerðarfélag SIS á Reyðarfirði var stofnað um út-
gerð eins af Sambandsskipunum. Jökulfells, sem á heima-
höfn þar eystra. Sambandsskipin eiga heimahafnir víða
um land, og er það gert fyrst og fremst í heiðursskyni við
byggðir og kaupfélög, en skipin eru raunverulega rekin af
skipadeild SÍS í Reykjavík og skattlögð þar. Utgerðar-
félagið á Reyðarfirði var stofnað af skattaástæðum og
hefur sú skipan reynzt mjög hagkvæm fyrir samvinnusam-
tökin.
4) Kirkjusandur h.f. er félag, sem á samnefnt frysti-
Framh. á bls. 22.
3