Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Qupperneq 5

Samvinnan - 01.08.1953, Qupperneq 5
Heilagur Georg vegur drekann og bjargar hinni unaðsfögru kóngsdóttur, Kleodolindu, en kóngur og drottning horfa a úr höllinni. blöð framan við. Þótt Árni sitji úti í Kaupmannahöfn, er hann staðráðinn að finna þessi blöð, hverju sem gildir. Hann sknfar norður í Svarfaðardal og biður „ad inquirera svo nakvæm- lega sem skie kann, hvar Illuge Jons- son feinged mune hafa Billede-bók- ina, og hvert ecke mune uppspyrjast kunna þad sem í hana vantar, framan vid þær dýra myndir sem moralizati- onem hia stendur“. Honum er enn vísað til Vestfjarða, skrifar þangað, og loks fær hann blaðið í hendurnar (sama efnis, en reyndar úr annarri bók) og skrifar með því á miða: „Þetta blad feck eg 1705 af Magnuse Ara syni, hann tok þad utan af salldi er siktað var í rniöl í Dýrafirði“. Það er allt með stungnum götum og saum- förum. Svona hætt var fjöregg okkar Islendinga komið. Teiknibókin er ekki stór, — aðeins rúmar fjörutíu síður með um það bil hundrað myndum, en þó ótrúleg lind listræns jmdis og fróðleiks. Það er eins og við sjáum þar heila öld í gegn um opinn glugga, trú hennar, dagfar og gaman. Þar mætir þessi heimur huldur veröldum; háleitar helgi- myndir, útlend riddaradýrð, myrkasta hjátrú og körsk alþýðukýmni tekur þar við hvað af öðru. Á einum stað sjáum við deyjandi konu í rúmi. Syrgjendur sitja grátandi við stokk- inn og sálin stígur í líki barns upp um munn konunnar. Og á samri stund hefst hið eilífa veraldarstíð myrkurs og ljóss: heilagir menn koma svífandi á vængjum til að bera öndina til betrí heima, en hið neðra sitja illir púkar með tengur og krókstjaka og reyna að ná sálinni á sitt vald. Á öðrum stað sitja menn að drykkjuborði, með bik- ara og horn, og súpa stóran. En úti við vegg situr djöfullinn með hófa og hala, fylgist með drykkjunni og bíð- ur síns tíma. Löngu síðar hefur ein- hver glaðvær maður (og líklega þyrst- ur) skrifað þetta yfir myndina: „Da mihi bibere (gef mér að drekka). Drekki hver öðrum til, ver heill þú, og vildi eg hér vera nú“. Á annarri mynd fellur jmdisfögur stúlka með slegið hár fram á hné sín og heyrir af vörum engils þau orð, sem fegurst hafa hljómað í guðs kristni: Ave Maria gratie plena dominus tecum . . . Nánægt þeim krýpur ungur munkur og réttir fram blað, — en urn það getur enginn sagt, hvort hér sé kom- inn höfundurinn sjálfur. Og enn heyr- urn við úr öðrum myndum hófslög og reiðhvin hraustra riddara og sjáum dáðir drýgðar. Við skulum stanza við slíka mynd og skoða hana vel. I svo stuttri grein er enginn kostur þess að skoða margar. Það er mynd heil- ags Georgs, þar sem hann vegur drek- ann. I sögu hans segir frá því, að í dýki nálægt borginni Kampedus hafi bú- ið ógurlegur og mannskæður dreki. Skrímsl þetta hélt daglega til borg- arinnar og neyddust íbúarnir til að fórna því manni í hvert sinn. Var haft hlutkesti um það, hver hljóta skyldi þann ömurlega dauða, og þar kom, að hann féll í hlut Kleodolindu, ungrar og undaðsfagurrar dóttur konungsins. Eins og rnenn sjá, hefur ríkt fullkom- inn jöfnuður í þeirri ágætu borg. Þeg- ar þessi tíðindi bárust til Georgs, sem var stórhraustur og velkristinn ridd- ari, brá hann við skjótt, með brynju og alvæpni, og reið sig til kóngshall- ar. Og skipti nú engum togum, því að um leið og hann geystist þar að, gekk 5

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.