Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Page 6

Samvinnan - 01.08.1953, Page 6
Yndisfögur stúlka heyrir aj vörum engils þau orð, sem fegurst haja liljómað i guðs kristni: Ave Maria gratiae plena dominus teann. mærin móti skrímslinu. Hafði riddar- inn snör handtök, hleypti að drekan- um og rak hann í gegn. Síðan hélt hann með hræið til borgarinnar, og segir sagan, að þann dag hafi þúsund- ir manna tekið skírn og Iofað guð. Myndtúlkun helgisagna var í mjög föstum skorðum út allar mið- aldir og sjaldan brugðið verulega frá venju. Því er það ekki í hinurn stærri dráttum, heldur í smáatriðunum, sem persónulegt viðmót höfundarins er að finna. En skoðum myndina. Fremst leypir Georg að drekanum á fríðum og fagursöðluðum hesti, klæddur hjálmi og brynju og hefur fyrir sér undarlega lagaðan skjöld. Hann skorðar lensuna undir hægra armi að sið skjaldriddara og leggur í gegn haus og háls drekans, sem hnýtir sporðin- um um fót honum að góðum, norræn- um sið. Nokkru aftar stendur fögur kóngsdóttirin, með kórónu og slegið hár, og fórnar höndum allshugar feg- in lífgjöfinni. I höllinni handan vall- arins standa foreldrar hennar við brjóstriðin, konungurinn með kórónu, en matróna hans með tvítyppt skaut, og fylgjast með afdrifum þessa leiks. Einnig stendur hér sauðkindin, sem ætlað var að fylgja stúlkunni í vömb drekans, svona til samlætis. Þar byrj- ar að skjóta skökku við allan þennan útlenda stássbrag, því að kind þessi er hagvanari vestur um fjörðu en þar, sem kóngar og riddarar hafast við. Hún er hringhyrnd og lagðprúð og lætur sig hetjudáðir litlu skipta. En kveðjum nú þennan prúða ridd- ara, rneyr og kóng, og höldurn niður að höfninni. Þar iðar allt af lífi. Tvö skip eru á legunni, annað er á útleið, en hitt er verið að búa til brottferðar. Það er búið að draga upp bólfestarn- ar, gildur kaðallinn liggur með borð- stokknum og tveir rnenn eru úti við reiða og draga segl við hún. Léttibát- ur er bundinn við skipið og í honum glaðvær náungi, sem fer sér að engu óðslega, en nær landi er annar mað- ur á bát, hefur sá úti tvö færi með stórum önglum og virðist fiskur nóg- ur. Þegar við rennum augum enn inn- ar í myndina, mætir okkur merkileg sjón. Þar stefna skip þöndum seglum til hafnar, — en við sjáum aðeins efri hluta seglanna, ekki skipin sjálf. Teiknarinn bendir okkur þar með á, að yfirborð jarðar sé bjúgt og leggur á þetta enn frekari áherzlu með því að draga sjóndeildarhringinn í boga. (Fjarvídd í myndum kom miðalda- listamönnum mjög lítið við, eins og sjá má). Ekki getur verið neitt rnerki- legt við þetta, munu menn ef til vill segja. En svo er þó. Fram eftir öll- um miðöldum stóð sú kenning óhögg- uð í álfunni, að jörðin væri marflöt, og við endamörk hennar tæki við óend- anlegt hyldýpi. Austurlenzkur spek- ingur, Ptolomeus, hafði reyndar æva fyrir löngu haldið fram kenningunni um hnattlögun jarðar, en sá vísdóm- ur hafði glatazt og virðist ekki veru- lega hafa komið fram í dagsins ljós aftur, fyrr en rit hans voru þýdd á latínu, árið 1409. Heilagur Beda hélt þeirri kenningu einnig fram, en hún týndist líka að mestu á langri leið. Trú manna á flatneskju jarðar var svo föst, að varla var hægt að fá menn til siglinga með þeini Columbo og da Gama, því að þeim fannst hug- myndin um hnattlögun jarðarinnar óðs manns órar. Þó var það í lok 15. aldar, — minnst hálfri öld eftir að Teiknibókin er gerð. Einn af þekktustu Iistfræðingum Svía, Johnny Roosval, hefur gert mynd þessa að umtalsefni og heldur því þar fram, að hún sé elzta mynd- rœna heimildin, sem til sé, um hnatt- lögun jarðar. Bætir hann við og seg- ir: „Hver hefði haft betri aðstöðu til að veita hnattlögun jarðar athvgli en einmitt Islendingur?“ Þetta má reyndar rétt vera, en hitt er hálfu merkilegra, og ekki von til að Roos- val hafi vitað, að Islendingar munu vera hin eina þjóð álfunnar, sem ekki týndu hinni fornu speki Ptolomeusar og Beda um gang himintungla og hnattlögun jarðar. Það mun ef til vill ekki ofsagt, að slíkt liafi hér á landi heyrt til alþýðufróðleiks. I Árnasafni eru forn íslenzk rit stjarnfræðilegs efnis, þar sem þessari skoðun er hald- ið fram og leidd að henni rök. I einu handriti Árnasafns (624 4to) er þetta sett fram á einfaldan og áþreifanleg- an hátt, og er þannig, að vel gæti stað- ið sem skýring með myndinni. Þar segir svo: „Hafið og vötnin liggja að jörðu sem lindar og halda svo böllóttu yfirbragði með jörðu, sem prófa má. Settu hafnarmark, hátt tré eða vörðu á einhverja strönd; róðu síðan undan landi, þar til er þú mátt eigi sjá það hafnarmark. Far síðan upp í siglu- topp, og mun þá upp koma nokkur hlutur af því hafnar marki, því að þá ber þig hærra en í skipinu, og sér þú þá yfir bug vatnsins, þann sem verður milli þín og hafnar marks. En ef vatn væri slétt og óhjúgt, þá sæir þú hið (Framh. á 1S. siöu) 6

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.