Samvinnan - 01.08.1953, Page 8
Teikning af hinum nývigöa sanwinnuskóla við Hamborg.
virkja hennar, og var nú horfinn með
öllu samvinnusvipur á starfinu, lýð-
ræðið þurrkað út og traðkað á hverri
glóð hugsjóna. En þó voru enn starf-
andi við félögin margir sannir sam-
vinnumenn, sem áttu þó mjög í vök
að verjast, enda gætti þeirra minna
með hverju ári, sem leið. I aðalstöðv-
um samvinnuheildsölunnar, GEG,
sat Elenry Everling og tókst með
þrautseigju sinni og festu að hindra
margt tilræðið við hreyfinguna.
Arið 1935 greiddu nazistar sam-
vinnuhreyfingunni enn hnefahögg.
Þá settu þeir n}l „samvinnulög“, en
samkvæmt þeim voru flest stærstu
kaupfélög landsins leyst upp. Voru
þetta félögin í stórborgurium og
höfðu þau um milljón félagsmenn.
Verzlanir þeirra voru seldar einstakl-
ingum, oft fyrir hlægilega iágt verð.
Þá var kaupfélögunum bannað að
hafa innlánsdeildir og var þannig
kippt undan þeim mikilvægum fjár-
hagslegum stoðum. Loks var búið svo
um hnútana, að stofnun nýrra kaup-
félaga var vart möguleg og háð leyfi
nazistayfirvaldanna. Eírakaði nú
mjög samvinnufélögunum, sem nærri
má geta, og 1938 var félagsmannatal-
an komin niður fyrir tvær milljónir.
Það var svo árið 1941, að nazistar
gerðu endanlega út um örlög sam-
vinnufélaganna. Þá voru þau hrein-
lega sameinuð geysilega mikilli verzl-
unarkeðju eða hring, sem myndaður
var um allt Þýzkaland og gekk und-
ir nafninu CW.
Viðreisn eftir styrjöldina.
Sem hetur fer var þó ekki mikið
eftir af valdatíma nazista, enda þótt
fall þeirra leiddi yfir þýzku þjóðina
hinar mestu hörmungar, svo sem aðr-
ar styrjaldarþjóðir höfðu orðið að
þola. EZftir að friður var saminn var
lúð þýzka þjóðfélag í rústum, við-
skiptalíf varla til nema frumstæð
vöruskipti og vindlingar næst því að
vera gjaldmiðill í landinu. Þar að
auki hafði mestöllum eignum sam-
vinnufélaganna verið blandað saman
við eignir nazistahringanna og því
enginn leikur að ná aftur þeirri að-
stöðu, sem kaupfélögin þurftu nauð-
synlega að komast yfir td að geta
tekið til starfa á nýjan leik.
Ilimi öluli, l>Ýzl<i samvinnuleiðtogi,
Hcnry Everling.
Það verður að segja þýzkum sam-
vinnumönnum og samvinnuhugsjón-
inni sjálfri til verðugs hróss, að gegn-
um allar þessar hörmungar frá 1932
td 1945 hafði þó aldrei slökknað nteð
öllu á kyndli samvinnuhugsjónarinn-
ar. Margir menn voru enn til, sem
biðu aðeins eftir tækifæri til að hefja
kyndilinn aftur hátt og taka upp
frjálst samvinnustarf, þar sem frá var
horfið, er stormsveitirnar byrjuðu að
brjóta rúður kaupfélagsbúðanna.
Fremstur í flokki þessara manna var
enn Efenry Everling.
Það þurfti hugrekki til að hefja
merki samvinnunnar á loft úr rúst-
um sigraðrar þjóðar, eins og Þjóð-
verjar voru 1945. Það þurfti að sækja
allt til tortrygginna hernámsyfirvalda
frá fjórum stórveldum, — og það sótt-
ist seint. Bezt gekk þetta þó á her-
námssvæði Breta, enda varð viðreisn
kaupfélaganna og GEG þar hvað
mest. Breiar sendu cinnig þrjá sam-
vinnuráðunauta til hernámsliðs síns
og var fyrir þeim hóp hinn kunni
samvinnufrömuður, W. P. Watkins.
Smám saman miðaði starfinu og hin
stolnu mannvirki komu aftur í hend-
ur þess fólks, er átti þau í samvinnu-
samtökum sínum.
Nú er svo komið, að blómlegt og
hraðvaxandi starf liggur eftir þýzka
samvinnumenn og þeir hafa aftur tek-
ið sæti sitt í alþjóðasamtökum sam-
vinnumanna. Meðlimatala kaupfélag-
anna í Vestur-Þýzkalandi einu nálg-
ast nú tvær milljónir og verzlanir eru
þar um 7.000, en tala. starfsmanna og
kvenna orðin 37.000. Alls eiga kaup-
félögin 126 brauðgerðir, 20 sláturhús
og 73 aðrar verksmiðjur.
Austur-Þýzkaland enn í fjötrum.
En það hvílir enn skuggi yfir þýzku
samvinnuhreyfingunni, eins og raun-
ar allri þýzku þjóðinni. Þýzkaland er
skipt í tvö ríki, Bonn-lýðveldið að
vestan og Austur-Þýzkaland að aust-
an. Allar tilraunir til þess að sameina
samvinnuhreyfinguna um allt landið
strönduðu á kröfum fulltrúanna frá
héruðunum austan járntjaldsins.
Eins og í öðrum ríkjum kommún-
ista, er sú starfsemi, er ber samvinnu-
nafn, ærið fjölþætt og hefur marga
félagsmenn. En þetta er ekki frjáls
samvinnuhreyfing, og segir þýzki
(Framh. á 21. siðu)
8