Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.08.1953, Qupperneq 10
hjá hinum, .sagði ég við konuna og fékk henni ungann. Hún starði á hann og spurði: Hvaða ungi er þetta? Það er villtur andarungi, svaraði ég- Hvar fékkst þú hann? spurði hún tortryggin. Ég sagði henni allt af Iétta og hún ætlaði að verða viti sínu fjær. Út með hann! hrópaði hún og gerði krossmark milli sín og andarungans. Eg reyndi að útskýra fyrir henni, að það hefði miklu frekar kallað bölvun yfir hús okkar, ef ég hefði lát- ið vesalings ungann deyja úr kulda og vosbúð. Það var einmitt heppilegt, að ég gat tekið hann með mér heim. Gjörningarnir hefðu vissulega fallið á mig, ef ég hefði látið hann verða bölv- uðum rottunum að bráð. Eg hefði sannarlega unnið fyrir álögunum, ef ég hefði látið vera að hjálpa þessum varnarlausa vesalingi. Þegar ég hafði skýrt málið fyrir konunni á þennan hátt, varð hún ró- legri og samþykkti loks að Iofa villta unganum að vera. Úr því að þú hef- ur ekki tekið hann frá móður hans eða gert honum nokkurt mein, getur ekki verið neitt rangt við að láta hann vera hér. Ég læt hann í kassann til hinna, sagði hún. Fregnin um það, að við hefðum fugl frá Alagavatni heima hjá okkur barst eins og eldur í sinu um byggð- ina, og fólk kom víða að til að skoða hann. En það olli vonbrigðum, er menn sáu hann éta af skál á eldhús- gólfinu, rétt eins og tömdu ungarnir, því að villti unginn lét þegar sem hann væri heima hjá sér, og hinir munaðarleyingjarnir tóku vel á móti honum. Það er svei mér ekki á hon- um að sjá, að hann sé undir álögum, sagði fólkið frá þorpinu. Það er varla hægt að sjá mun á honum og hin- um. Þetta er bara venjulegur, svart- ur andarungi. Villti andarunginn var örlítið snarari í snúningum en hinir og ef til vill dálítið dekkri á lit. Auðvitað ber hann það ekki utan á sér, að hann er undir álögum, og það er engin ástæða til þess, sagði ég. En það er augljóst, að hann er heilög vera, svo þýður og góður. Þegar ég sagði þeim, hvemig ég hefði fundið hann og hvers vegna ég hefði tekið hann með heim, voru all- ir sammála um, að ég hefði gert það eina rétta. Það leið ekki á löngu unz andar- unginn tók að sýna það, að hann var ekki eins og hinir, og að hið villta eðli hans varð ekki tamið. Hann varð tortryggnari með hverjum degi, sem leið. Það mátti sjá, að hann var ávallt á verði. I stað þess að venjast konu minni og mér, forðaðist hann okkur á allan hugsanlegan hátt. Hann var gersamlega ómóttækilegur fyrir allar tilraunir okkar til að vingast við hann, og hann virtist hræðast það, að við snertum hann og óttast að verða lok- aður inni í krók. Þegar sumra tók, setti kona mín andahópinn í skúr og girðingu. Eftir það gátum við varla séð villta and- arungann, því að hann forðaði sér ávallt, þegar til okkar heyrðist, og fékkst ekki til að snerta fóðrið, með- an við stórum við girðinguna. Hann verður ekki mikið lengur hjá okkur. Jafnskjótt og vængirnir geta borið hann, mun hann fljúga til Álaga- vatns, þar sem hann á heima, sagði ég við konu mína. Það væri synd og skömm að láta hann fljúga, svaraði konan. Með slík- um stegg mundum við geta eignazt andastofn, sem mundi vekja athygli í allri sveitinni. Heldur þú, að það væri synd að stífa vængi hans, svo að hann ekki geti flogið á brott? bætti hún við með nokkurri eftirvæntingu. Það var rétt, að villti andarunginn var að verða myndarlegur steggur, sem ljómaði í öllum regnbogans lit- skrúði. Það var ekki hægt að kom- ast hjá því að verða hrifinn af hinni fögru byggingu hans og hinum mjúku hreyfingum. Samt sem áður varð ég að álasa konu minni fyrrir að láta sér til hugar koma að vængstífa hann. Ég mátti ekki heyra það nefnt! Skamm- ast þú þín! Það mundi vera hin hörmulegasta synd að vængstífa hann og ræna hann þeim hæfileikum, sem honum eru af guði gefnir! Það kann að vera, en ennþá stærri synd væri það að láta hann fljúga, áður en hann hefur skilið eftir anda- hóp með sínu blóði, svaraði hún. Láttu hann fljúga, þegar hann sjálf- ur vill. Við höfum ekki leyAi til að halda aftur af honum. Konan var hugsi, en sagði syo: Það er ekki víst, að hann verði svo áfjáð- ur í að fljúga, þegar þar að kemur! Hvað átt þú við? spurði ég. Ég held, að hann sé orðinn ást- fanginn í einni af öndunum okkar. Það er þessi litla, granna, sem er næsi- um því eins svört og gljáandi og hann sjálfur. Þau eru alltaf saman, og villti steggurinn er mjög afbrýðissam- ur. Það verður því ef til vill ekki nauð- synlegt að vængstífa hann. Hún litla, svarta okkar flýgur ekki langt. Svei mér, ef konan mín hafði ekki rétt fyrir sér! Villti steggurinn var ástfanginn í litlu, svörtu öndinni okk- ar. Hann yfirgaf hana að heita mátti aldrei og leyfði engum að koma nærri henni. Jafnvel eftir að vængir hans voru orðnir nægilega sterkir, sýndi hann engin merki þess, að hann ætl- aði að yfirgefa okkur. Það var sama, hversu langt hann flaug. Hann kom alltaf aftur og sett- ist hjá vinkonu sinni. Með hangandi vængjum sat hann hjá henni eins og hann væri að segja henni frá því, sem hann hefði séð. Litla, svarta öndin okkar hafði bundið stegginn við bæ- inn sterkari böndum en nokkur mannshönd gat hnýtt. Þegar haustaði lifnaði mjög yfir öndunum. Þegar kona mína hleypti þeim út á morgnana, fóru þær rak- Ieitt niður að vatninu og symtu þar um og veiddu sér átu allan daginn. Undir sólsetur þurfti konan að eltast við þær og reka þær heim, áður en hún fann þær allar. Nú uppgötvaði ég, að villti stegg- urinn hafði í hyggju að taka svörtu öndina á brott með sér. Dag eftir dag var hann með henni frá morgni til kvölds að kenna henni að synda og fljúga. Þegar hún varð þreytt og neit- aði að hlýða, ýtti hann við henni með nefinu eða lokkaði hana til að gera það, sem hann vildi. Það leið ekki á löngu, unz sú litla, svarta gat kafað eins og skarfur og flogið lengra og betur en sy^stur henn- ar. Hún og villti steggurinn voru líka ávallt seinust heim. I garðinum héldu þau sig fjarri hinum, og sú svarta gerðist nú eins tortryrggin og hann hafði verið. Hefur þú tekið eftir því, hvað hann hefst að með litlu öndina? spurði ég (Framh. á 20. siSu) 10

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.