Samvinnan - 01.08.1953, Page 13
Ko) l pessi sýna gang Kórenstyrjaldarinnar í stóruni dráltum. Fyrstu fjögur korlin syna .herstöðuna, eins og hi'ur breyttist fyrsta árið, en nœslu tvö ár
hefur st.aðan verið litið breytt eins og fimmta kortið sýnir. Þriggja ára styrjöld breytti pvi svo til engu um landfrccðilega aðstöðu hernaðaraðila
á Kóreuskaga.
Rússar höfðu á síðustu stundu sagt
Japönum stríð á hendur og sent heri
sína gegn þeim. Fór því svo, að Kóreu-
skaga var, eins og Þýzkalandi og Aust-
urríki, skipt í tvennt, og var 38.
breiddarbaugurinn valinn sem marka-
lína milli hernámssvæðanna. Tóku
Bandaríkjamenn syðri hlutann, en
Rússar þann nyrðri.
Það var í fyrstu talið, að ekki
mundi reynast erfitt að leysa Kóreu-
málið, að minnsta kosti ekki eins erf-
itt og sams konar vandamál í Þýzka-
landi og Austurríki. En þriggja ára
samningatilraunir báru þó engan ár-
angur. Norðan 38. baugsins komu
Rússar upp „alþýðulýðveldi“, eins og
þeir hafa víðar gert, og kommúnist-
ar voru þar settir til allra valda. Sunn-
an baugsins var stofnsett „Lýðveldið
Kórea“ og varð þar brátt mestur á-
hrifamaður Syngman Rhee, sem ver-
ið hafði landflótta um langt skeið og
alið á mótstöðu Kóreumanna gegn
Japönum. Norðanmenn tóku þegar
að byggja upp mikinn her, og taldi
hann von bráðar um 400.000 manns
og var búinn hinum fullkomnustu
vopnum, eins og áþreifanlega kom í
ljós. Sunnanmenn höfðu einnig her,
en hann var þó ýmsum takmörkunum
háður og hafði til dæmis hvorki telj-
andi stórskotalið, neina skriðdreka
eða flugvélar. Taldi her sunnanmanna
um 150.000. Höfðu nú hernámsríkin,
Rússar og Bandaríkjamenn, komið
sér saman um að hverfa á brott úr
Kóreu sumarið 1949, og gerðu þau
það.
Klukkan 5.50 morguninn 23. júní
1950 réðust Norðanmenn suður yfir
38. breiddarbauginn inn í Suður-
Kóreu. Segja má, að nokkuð séu skipt-
ar skoðanir um þennan atburð, því
að kommúnistar um heim allan hafa
lagt mikla alúð við að sanna, að það
hafi verið Suður-Kóreumenn, sem
réðust norður yfir bauginn, enda þótt
sú „innrás“ breyttist þegar á þann
hátt, að óvígur her Norðanmanna
sótti suður á bóginn og var nær bú-
inn að leggja undir sig allt landið.
Skriðdrekar frá rússneskum verk-
smiðjum fóru í fararbroddi og her-
sveitir Sunnanmanna gátu lítið sem
ekkert viðnám veitt, og leystist vörn
þeirra von bráðar upp.
Þegar þessi tíðindi bárust frá
Kóreu, óskuðu Bandaríkjamenn þeg-
ar eftir fundi í öryggisráði sameinuðu
þjóðanna. SamþjTkti öryggisráðið
fyrirskipun um vopnahlé þegar í stað
og skyldu hersveitir Norðanmanna
hörfa norður fyrir 38. breiddarbaug-
inn. Það mega ef til vill heita duttl-
ungar örlaganna, að nú, þrem árum
síðar, eftir að borgir hafa verið
brenndar og sprengdar og milljónir
manna hafa fallið, særzt, soltið og
misst húsnæði sitt, hefur verið samið
um vopnahlé og liggnr hið hlutlausa
belti milli herjanna mjög skammt frá
38. baugnum.
Hinn 27. júní samþykkti öryggis-
ráðið að kalla hinar sameinuðu þjóð-
ir til aðstoðar við að brjóta á bak
aftur innrás kommúnista og koma á
friði í Kóreu. Þetta var í fyrsta sinn
í sögunni, sem slík samþykkt hefur
verið gerð og henni fylgt eftir. Banda-
ríkjamenn höfðu mestan styrk og
bezta aðstöðu til þess að framkvæma
þessa samþykkt öryggisráðsins (sem
var gerð með 7 atkvæðum gegn
engu), þar sem þeir höfðu her í Jap-
an. Gaf Truman forseti fyrirskipun
um það, að hersveitir lands hans í
Japan skyldu þegar fara til aðstoðar
við Suður-Kóreumenn. Þetta gerðist
í sama mund og hersveitir Norðan-
manna héldu inn í Seoul, höfuðborg
Suður-Kóreu og raunar landsins alls
fyrr á árum.
Douglas MacArthur var um þess-
ar mundir yfirhershöfðingi Banda-
ríkjamanna í Japan. Flaug hann nú
til Kóreu og athugaði ástandið. Komst
hann að þeirri niðurstöðu, að ekki
mundi duga sú aðstoð flughers og
flota, sem þegar var hafin, heldur
yrði að flytja landher til Kóreu. Var
það nú gert, en jafnframt létu Bret-
ar í té allan Austur-Asíuflota sinn
og síðar hafa 15 þjóðir sent beina að-
stoð herjum Sþ í Kóreu.
Það mun hafa verið 5. júlí, sem
bandarískir hermenn og Norðanmenn
áttust fyrst við í nágrenni við borg-
ina Suwon, og var þá styrjöldin orð-
in meira en heimamál Kóreumanna,
enda var hún það í eðli sínu frá upp-
hafi. Var nú sent allmikið herlið til
borgarinnar Pusan í Suður-Kóreu, en
Norðanmenn sóttu fram jafnt og þétt
og fengu hvorki Sunnanmenn né hin-
(Framh. á 1S. síðu)
13