Samvinnan - 01.08.1953, Qupperneq 16
Kaupfélagið á Kópavogshálsi
Félagsmenn reistu verzlunarhús i sjálfboðavinnu
Á aðalfundi SÍS í sumar bættist eitt
kaupfélag í samvinnusamtökin. Var
það Kaupfélag Kópavogs, sem stofn-
að var á miðju síðasta ári og starf-
rækir nú sölubúð á Digraneshálsi.
Af þessu tilefni sneri Samvinnan sér
til Hannesar Jonssonar, félagsfræð-
ings, formanns félagsins, og spurðist
fyrir um j'mislegt í sambandi við
stofnun og rekstur þess. Fer samtalið
hér á eftir:
„Voru ekki verzlunaraðstæður erf-
iðar á Digraneshálsi, áður en félagið
opnaði búð sína?“
„Jú, Kópavogur hefur vaxið örar
en nokkur önnur byggð landsins á
undanförnum árum. Traðahverfi og
Eystribyggð hreppsins (þ. e. byggðin
efst á Digraneshálsi austan Hafnar-
fjarðarvegar) spratt upp á örfáum ár-
um, og voru flest húsin byggð af eig-
endunum sjálfum í tómstundum. Fyrr
en varði bjuggu fjölmargar fjölskjdd-
ur í þessari byggð, enda þótt samfé-
lagsþjónusta væri þar lítil, t. d. eng-
m verzlun. Þurftu húsmæður okkar
því að sækja allar nauðsynjar í mis-
jöfnum veðrum 10—20 mínútna leið.
Var þetta ekki svo slæmt sumarmán-
uðina, en í snjóþyngslum og vetrar-
hörkum þreyttist mörg konan á að
fara þessa löngu leið frá börnunum
eða með þau til þess að kaupa mjólk,
fisk og aðrar nauðsynjar. — Eg er
viss um, að flutningarnir hefðu orðið
tíðir úr byggðinni s.l. vetur og vor,
ef verzlunin hefði ekki komizt upp
fyrir veturinn.“
Vildu fd KRON til að opna verzlun.
„Idvenær byrjuðuð þið að vinna
að því að koma upp verzlun í hverf-
inu?“
„Það mun hafa verið um miðjan
júlí 1952, að við ræddum nokkrir um
kvartanir húsmæðra okkar yfir þess-
um erfiðu verzlunarferðum. Kom
okkur saman um að biðja KRON að
Verzlunarhiís Kaupjélarstns á Kópavogshálsi.
opna búð í nágrenninu og snerum
okkur bréflega til félagsins með þessa
ósk okkar. Lögðum við áherzlu á
nauðsyn þess, að búðin kæmist upp
fyrir veturinn, og til að stuðla að því
að svo gæti orðið, tr}'’ggðum við, að
KRON yrði látið ganga fyrir kaup-
um á ódýru, fokheldu húsi í hverfinu,
sem ákveðinn kaupmaður hafði þá
gert tilboð í. KRON treysti sér hins
vegar ekki til að gera þessi kaup eða
!ofa verzlun í hverfið fyrir veturinn,
en þakkaði hins vegar velvild sýnda
félaginu, með óskum okkar um, að
það yrði fyrst til að opna þarna verzl-
un.“
„Aðaláhugamál ykkar hefur sem
sé verið að fá búð í hverfið?“
„Já, og þegar KRON treysti sér
ekki að opna þarna, þá reyndum við
ný úrræði.“
„Og hver voru þau?“
„Eigandi fokhelda hússins, sem við
ætluðum að útvega KRON, tók til-
boði kaupmannsins, og við snerum
okkur til hans og spurðumst fyrir um
það, hvort hann hugsaði sér að setja
á stofn verzlun í því. Hann hafði hugs-
að sér það, en ætlaði ekki að selja all-
ar vörur, t. d. ekki mjólk, og hefðu
konur okkar því eftir sem áður orðið
að sækja daglega verzlun niður í
Fossvog. — Það var fyrst þegar svo
var komið, að útilokað virtist að fá
KRON og kaupmann til að stofnsetja
verzlun í hverfinu, að við ákváðum
að stofna okkar eigið kaupfélag,
byggja okkar eigin búð og leysa verzl-
unarvandamál hverfisins í heild sjálf-
* U
11.
Verúunarhús byggt á 15 kvöld-
um í sjálfboðavinnu.
„Og hvenær var félagið formlega
stofnað?“
„Fyrsta ágúst 1952. 15. ágúst var
sótt um fjárfestingarleyfi fyrir 86 m2
16