Samvinnan - 01.08.1953, Síða 18
Teiknibókin í Árnasafni
(Framh. aj 6. siðu)
sama mark lengur niðri á skipinu en
uppi í siglutoppi, því að það er nær
ströndu.“
Við eigum þannig heimildir fyrir
því, bæði á mynd og í rituðu máli, að
hnattlögun jarðar hefur verið Islend-
ingum staðreynd löngu áður en hirð-
ar kristninnar sunnar í álfunni tóku
að bannfæra menn og brenna fyrir
svipaða skoðun.
Mynd þessari hnýtist enn eitt
skemmtilegt vandamál. Er hún stæl-
ing erlendrar myndar eða íslenzk hug-
arsmíð? Höfundurinn kann glögg skil
á utbúnaði skipa og öðru því, sem til
sjávar heyrir, en á hinn bóginn ber
kastalinn og tygi riddarans sýnu meiri
blæ ímyndunar. Sauðkindin er ís-
lenzk, maðurinn, sem dregur fiskinn,
er með hettu yfir sér eins og mjög tíðk-
aðist hérlendis, hesturinn er fremur
smávaxinn og laufkróna trésins virð-
ist sízt verk suðrænna handa. Höf-
undurinn hefur verið erlendis, það
þykist ég vita fyrir víst. Gæti þá hugs-
azt, að staðhættir þessarar myndar
væru raunverulegir, gerðir eftir minni
hans? Um það hef ég oft spurt sjálf-
an mig. Þeir eru mjög ljósir: Höllin
stendur á bala úti við sjó, síðan tekur
við strandlengja til vinstri, og hand-
an við tréð rís hár, gróinn klettur.
Nokkru lengra út með ströndinni og
ívið neðar sér á borg með turnum, og
út frá henni er höfnin. I vor vildi svo
til, að ég rakst á gamla mynd, frá því
um 1400, og er ég fór að skoða hana,
fannst mér hún koma mér kunnug-
lega f^'rir sjónir. Hún er frá Lúbeck
eða Lýbíkuborg, er séð frá borginni,
í átt til fornrar hallar, sem stendur þar
á háum bala úti með ströndinni. Ég
fór að bera hana saman við mynd
Teiknibókarinnar og því meira, sem
ég skoðaði, minnkaði vafinn. Öll af-
staða er nákvæmlega eins, meira að
segja eru kúlur á turnum hallarinnar
í báðum myndum. Þótt allt þetta væri
tilviljun ein, þá verður einu smáatriði
varla haggað. í Georgsmyndinni sá-
um við háan klett úti við sjóinn (á
bak við tréð), gróðri vaxinn, og slút-
ir fram yfir sig á báða vegu. Yzt til
vinstri í hinni myndinni er þessi sami
klettur, einnig gróinn ofan og slútandi.
Eini munurinn er sá, að þar er hann
sýndur inni í borginni, en einmitt það
virðist benda frekar til þess, að mynd
Teiknibókar sé gerð eftir minni en
ekki mynd. í gömlum kortum af Lý-
bíkuborg er öll afstaða sýnd sem hér
(nema hvað höfnin er miklu þrengri)
og á einu gömlu korti ber þar svo
skemmtilega við, að vellir utan við
borgina eru nefndir Heilags Georgs
vellir. Er þvf ekkert sennilegra en að
maður, sem víða hefur farið, veldi ein-
mitt þennan stað til staðsetningar
myndar heilags Georgs.
Nú er auðvitað ekki fyrir það að
synja að mynd Teiknibókarinnar geti
verið stæling innfluttrar myndar að
nokkru leyti. Lubeck flutti út ógrynn-
in öll af máluðum og skornum altaris-
töflum, og voru Norðurlönd ekki sízt-
ur markaður þeirrar framleiðslu. En
hinsvegar voru viðskipti íslendinga
við Ltibeck mikil og því greiður veg-
ur Islendingi að komast þangað. Og
þó er þyngst á metunum, að margar
myndir bókarinnar benda mjög til
þess, að höfundurinn hafi lagt leið
sína til Norður-Þýzkalands.
Þótt efni myndarinnar sé langt frá
því tæmt, — reiðtygi, búningar, skip
og bygging felur allt í sér fersk athug-
unarefni, — þá læt ég þó hér staðar
numið.
Ég hef aðeins drepið á nokkur at-
riði einnar myndar í þessari merku
bók. En hver síða hennar býr yfir
leyndardómum og leiðir okkur inn á
ókunna stigu íslenzkrar menningar-
sögu. Þannig er um myndir í hundr-
uðum handrita Arnasafns. Með end-
urheimt þessara fornu skinnbóka
væru ekki aðeins færðar til sinnar
fósturjarðar dýrustu perlur íslenzkra
bókmennta, heldur einnig margslung-
inn og órannsakaður myndheimur ís-
lenzku miðaldanna.
Kóreustyrjöldin
(Framh. aj 13. siðu)
ir nýkomnu Bandaríkjamenn við
sóknina ráðið.
I ágústmánuði höfðu Bandaríkja-
menn hyggt upp öfluga varnarlínu
umhverfis borgina Pusan og hugðust
halda þar örlítilli skák af Kóreuskaga.
Þessa varnarlínu gátu kommúnistar
aldrei rofið. I septembermánuði gerðu
hersveitir sameinuðu þjóðanna mikla
gagnsókn, ekki á víglínunni umhverf-
is Pusan, heldur með því að ganga á
land af miklum skipaflota við borg-
ina Inchon, sem er hafnarborg Seoul.
Náðu þeir þar fótfestu þegar í stað og
sóttu inn í landið. Komu þeir nú
kommúnistaherjunum í opna skjöldu
og á skammri stundu gerbrejTtist
hernaðaraðstaðan. Herir sameinuðu
þjóðanna tóku mikinn fjölda fanga,
margar herdeildir kommúnista leyst-
ust upp og MacArthur skoraði á
Norðanmenn að gefast upp. Ekki var
þeirri málaleitan svarað, og hófu þá
herir sameinuðu þjóðanna sókn norð-
ur fyrir 38. breiddarbauginn. Höfðu
þeir á skömmum tíma lagt undir sig
mikinn hluta Norður-Kóreu.
Hinn 25. október bárust fregnir
um það, að kínverskar hersveitir
hefðu farið yfir Yalufljót inn í Norð-
ur-Kóreu. Streymdu nú herir hinna
kínversku kommúnista inn í landið,
hófu sókn gegn sameinuðu þjóðunum,
sem ekki voru við varnaraðstöðu bún-
ar, og urðu því von bráðar að hörfa á
nýjan leik. Sóttu nú Kínverjar af
þrótti miklum suður eftir Kóreu-
skaga, en herir sameinuðu þjóðanna
urðu að láta undan síga, suður fvrir
38. bauginn, suður fyrir Seoul. I marz-
rnánuði gerðu sameinuðu þjóðirnar
gagnsókn mikla og hröktu Kínverja
aftur norður fyrir 38. bauginn og stóðu
leikar þannig, þegar stríðið hafði stað-
ið í eitt ár. Síðan hefur vígstaðan
lítið sem ekkert breytzt í tvö ár.
Það var á fyrsta afmælisdegi stríðs-
ins, sem Jakob Malik, fulltrúi Rússa
hjá sameinuðu þjóðunum, gaf það í
skyn í ræðu, að hægt mundi að leysa
Kóreustríðið með samningum. Leiddi
þetta til þess, að viðræður hófust 10.
júlí, og hafa þær staðið, að vísu ekki
óslitið, í tvö heil ár, þar til loks tók-
ust samningar um vopnahlé.
Þannig er í mjög stórum dráttum
harmsaga þessarar styrjaldar. Nú er
eftir að vita, hversu tekst að semja
endanlegan frið við samningaborðið.
Ur því munu næstu mánuðir skera.
18