Samvinnan - 01.08.1953, Síða 22
Sambandið og hlutafélög þess
Framh. aj bls. 3.
hús við Kirkjusand í Reykjavík. Ekki var það keypt til
þess að SIS eignaðist fiskfrystihús í Reykjavík. Um slíkt
hefði vel mátt deila. Hins vegar var tilgangurinn sá að
koma upp kjötmiðstöð fyrir Reykjavík, en SÍS hefur und-
anfarin ár annazt verulegan hluta af kjötútvegun og kjöt-
geymslu fyrir höfuðborgina í allsendis ófullnægjandi hús-
næði. Hefur Sambandið um nokkurra ára skeið gert mikl-
ar tilraunir til að fá skipulagða fullkomna kjötmiðstöð
fyrir bæinn, þar sem koma mætti fyrir kjötskoðun, geymslu
og kjötiðnaði á fullkomnasta hátt. Þetta hefur ekki tekizt
fyrr en eftir kaupin á Kirkjusandi, en þar hefur „kjötbær
Reykjavíkur“ nú verið skipulagður og verður þar mið-
stöð allrar kjötdreifingar í bænum, bæði á vegum Sam-
bandsins og annarra. Hefur mál þetta verið undirbúið í
náinni samvinnu við borgarlækni og önnur yfirvöld og
teikningar af svæðinu gerðar af opinberum aðilum. Ekki
verða því kaupin á þessu hlutafélagi á nokkurn hátt heim-
færð undir óviðkomandi brölt, heldur er þetta stórt fram-
faraskref við lausn á elzta verzlunarhlutverki SIS, sem
er sala á kjöti.
5) Hrímnir h.f. er hlutafélag, sem átti og á lóðir og
eignir við Kirkjustræti í Reykjavík. Sambandið keypti
þetta félag af þeirri ástæðu einni, að það vildi komast yfir
lóðirnar og gat það ekki á betri hátt. Hefur þetta í blaða-
skrifum verið fordæmt sem „lóðabrask“, enda þótt ekki
sé ætlun Sambandsins að braska með þessar lóðir, heldur
eru þær keyptar í einum, ákveðnum tilgangi, en hann er
sá að reisa þarna myndarlegt vöruhús eða deildaverzlun
(magazin í nágrannalöndum). Þetta er framtíðardraum-
ur íslenzkra samvinnumanna. Reykjavík er ekki aðeins
verzlunarstaður fyrir Reykvíkinga, heldur fyrir alla lands-
menn. Þangað kemur fólk víðs vegar að af landinu til að
verzla að einhverju leyti og þar er velt meira fé í verzlun-
inni en nokkurs staðar annars staðar. Þar er einnig lang-
sterkust kaupmannaverzlun á öllu landinu. Það væri
því eðlilegt, að samvinnufélögin öll, sem standa að SIS,
tækju saman höndum um að gera þar stórátak og hrinda
af stað þeirri byltingu, sem slík verzlun á mörgum hæð-
urn mun verða. Enda þótt þess kunni enn að verða nokk-
ur bið, að þessi draumur rætist, er það ekki nema eðlileg
forsjálni, sem á ekkert skylt við lóðabrask, að tryggja
hentugar lóðir fyrir slíka stórverzlun, þegar þær eru fá-
anlegar. Sams konar forsjálni kom fram hjá norrænum
samvinnumönnum fyrir nokkru, er þeir kejrptu National
Scala í miðri Kaupmannahöfn, og keft r engum dottið í
hug að minnast á lóðabrask þar.
6) Regin h.f. heitir hlutafélag, sem á jörðina Gunnu-
nes við Þerneyjarsund. Sambandið hafði áður eignazt
Þerney, og voru báðar þessar eignir keyptar á mjög hag-
kvæmu verði á hagkvæmum tímum. Tilgangurinn er að
nota þær sem framtíðar iðnaðarlóðir fyrir samvinnufé-
lögin, enda er aðstaða þarna hin hentugasta til slíkra
hluta. I Þerneyjarsundi má gera hina ákjósanlegustu
höfn, ekki sízt eftir að sami aðili eignaðist jörðina land-
megin við það. Onnur aðstaða fyrir framtíðar iðnfyrir-
tæki er einnig hin bezta, og er það af forsjálni gert og með
tilliti til framtíðar hagsmuna samvinnuhreyfingarinnar,
að þessar eignir hafa verið keyptar. Hefur slík forsjálni í
jarðakaupum forstöðumanna kaupfélaganna og Sam-
bandsins áður gefið ríkulegan ávöxt, er félögin og Sam-
.bandið hafa þurft á lóðunum að halda undir ný mann-
virki, og er enginn efi á því, að svo mun reynast enn. í
þessu sambandi má minna á framtak sænskra samvinnu-
manna, er þeir keyptu Kvarnholmen við Stokkhólm, en
þar hafa þeir skapað hið myndarlegasta athafnasvæði og
hlotið verðugt lof fyrir af ailra hálfu.
7) Snœlandsútgáfan er hér talin með, því að hún var
keypt á þessu tímabili, en hún hefur nú verið Iögð nið-
ur sem hlutafélag og sameinuð annari útgáfustarfsemi
samvinnumanna.
8) Bókaútgáfan Norðrí er ennþá hlutafélag, en nú er
verið að vinna að upplausn þess hlutafélags, enda þótt
starfseminni verði að sjálfsögðu haldið áfram. Til eru þeir
menn, sem draga í efa, að það sé rneðal brýnustu verk-
efna samvinnusamtakanna að gefa út bækur. En hinir
eru stórum fleiri, sem skilja, að samvinnuhreyfingin hefur
mikilsverðu menningarhlutverki að gegna og hún á sér
stórum margþættari verkefni en að selja kjöt og hveiti.
Þess vegna hafa samvinnumenn á nokkrum síðustu árum
komið upp margþættri og hraðvaxandi útgáfustarfsemi.
9) Islendingasagnaútgáfan er níunda og síðast þessara
hlutafélaga samvinnumanna. Hefur raunar verið gerð
nokkur grein fyrir kaupum þessa fyrirtækis hér í blaðinu
fyrir skömmu, en kjarni þess máls var sá, að þessi útgáfa
byggist á áskriftakaupum hinna stóru bókaflokka, og þarf
því að binda allmikið fé í henni, þegar bækurnar eru prent-
aðar. Þótti ekki annar kostur vænni en að fá einhver öfl-
ug fjöldasamtök landsmanna til að taka útgáfuna að sér
og urðu samvinnusamtökin til þess. Munu þau telja sér
sóma af því að gegna því menningarhlutverki fyrir þjóð-
ina að skapa þessu fyrirtæki þau starfsskilyrði, sem það
þarfnast, og lofa því að dafna í sama dúr og hingað til.
Hér hefur þá verið gerð nokkur grein fyrir þeim hluta-
félögum, sem SÍS á og hefur eignazt á síðustu árum. Geta
menn nú um það dæmt, hvort hér er um að ræða ábyrgð-
arlaust brask eða samstillta starfsemi eftir skynsamleg-
um línum.
Það er sérstaklega athyghsvert að íhuga þessi hluta-
félög með tilliti til skattamála. Því er haldið fram, að SIS
njóti mikilla skattfríðinda, en reynslan er samt sú um
þá starfsemi, sem hér hefur verið lýst, að það hefur reynzt
skattléttara að reka hana í hlutafélögum en innan sam-
vinnufélags!
Þessi hlutafélög öll eru, eins og allt annað í starfi sam-
vinnuhreyfingarinnar, háð endanlegri stjórn samvinnu-
fólksins sjálfs og fyrir þau er svarað á aðalfundum eins
og aðra starfsemi. Þau eru skynsamleg skref til að auka
samvinnustarfið í landinu eða hyggilegar ráðstafanir til
að búa í haginn fyrir framtíðina.
22