Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Side 26

Samvinnan - 01.08.1953, Side 26
Hcr sj(>‘■* þeir Harry Ferguson og J. S. Duncan undirrita samninga um sameiningu Ferguson og Massey-Harris verksmiöjanna, sem framleiÖa landbúnaöarvélar. Ferguson boðar merkar nýjungar í framleiðslu la nd bú naða rtækja Verksmiðjur hans og Massey-Harris sam- einaðar í eitt fyrirtæki nýLega Það hefur verið tilkynnt í Coven- :ry og Birmingham í Englandi, að tveir af stærstu framfeiðendum land- búnaðarvéla í heiminum, Harry Ferguson Co. og Massey Harris Co. Ltd. hafi ákveðið að sameinast, og munu þeir í framtíðinni starfa und- ir nafninu Massey Harris Ferguson Ltd. Félög þessi hafa bæði verið braut- ryðjendur á sviði landbúnaðarvéla, Ferguson með hinu kunna Ferguson- kerfi fyrir dráttarvélar og yniis verk- færi, en Massey Harris, sem er 105 ára gamalt, fyrir forustu í bygginga sjálfhreyfandi hveitisláttuvéla, sem notaðar eru í öllum löndum, þar sem hveiti er ræktað. Bæði Massey Harris og Ferguson eiga verksmiðjur og hafa umboðs- menn um allan heim. Samtals eiga félögin fimm verksmiðjur í Banda- ríkjunum, fjórar í Kanada, en auk þess verksmiðjur í Englandi, Skot- landi, Suður-Afríku, Frakklandi og Þýzkalandi. Ferguson og samstarfsmenn hans hafa undanfarið starfað með mikilli leynd að nýjum landbúnaðarvélum, og var sameining félaganná ekki á- kveðin, fyrr en stjórnendur Massey Harris höfðu vandlega kynnt sér þessar nýjungar. Það er skoðun Fergusons, að tæknin eigi enn eftir að gera mikið til að gera landbúnað- arstörf léttari og ánægjulegri og etöðva fólksstrauminn úr sveitunum. Massey Harris og Ferguson hafa ekki verið í beinni samkeppni hingað til, heldur starfa þau að miklu leyti hvort á sínu sviði og munu þannig mjög styrkja hvort annað í alhliða framleiðslu. Mikið hefur verið flutt til íslands af Ferguson dráttarvélum og verk- færum, og munu nú yfir 800 bændur í landinu eiga slík tæki. Einnig hef- ur verið flutt inn nokkuð af Massey Harris landbúnaðarvélum. Gestur: „Ert þú litla stúlkan, sem fæddist í Indlandi?" Gunna: „Já.“ Gesturinn: „Einmitt. Hvaða hluti var það?“ Gunna: „Ég öll.“ o Ekki d lifi. Gesturinn: „Hvað eigið þér mörg börn, frú Brown?“ Frú Brown: „Ég á níu á lífi og tvö o „Þér auglýsið þetta sem bezta bótel borgarinnar,“ sagði gestur nokkur. „Það er það líka sannarlega,“ svar- aði hótelstjórinn. „Það getur vel verið, að það sé hrós fyrir bótelið, en það er þá aum stað- reynd fyrir borgina." o Maður nokkur fékk stöðu í öðrum bæ og var ætlunin, að konan flytti á eftir honum, er hann hefði fengið íbúð. Fyrsta laugardagskvöldið, sem hann var við starfið, sendi hann kon- unni skeyti: „Fjöður í minn hatt. Orðinn verk- stjóri.“ Næsta Iaugardag kom annað skeyti: „Fjöður í minn hatt. Orðinn deild- arstjóri.“ Þriðja laugardaginn kom enn skeyti: „Rekinn. Sendu ferðapeninga.“ Konan svaraði urn hæl: „Notaðu fjaðrirnar. Fljúgðu heim.“ o ■— Axel, þú hefðir ekki átt að kyssa ntig, þótt lestin færi gegnurn jarðgöng, sagði stúlkan við unnusta sinn í járn- brautarlestinni. — Eg kyssti þig ekki, sagði hann ákafur, og ég skal kenna þeim dóna, sem .... — Axel, þú getur ekkert kennt hon- um! 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.